Læknaneminn - 01.10.1993, Page 51

Læknaneminn - 01.10.1993, Page 51
á landsvísu frá 1964. Leit að leghálskrabbameini hefur verið skipulögð í samráði og samvinnu við heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna um land allt frá árinu 1%8 og að brjóstakrabbameini frá 1973. Röntgenmyndatökur af brjóstum hófust kerfisbundið 1987 og nú er öllum konum á aldrinum 40-69 ára boðin slík rannsókn. Um 82% kvenna koma að meðaltali í reglubundnar skoðanir á þriggja ára fresti vegna leitar að leghálskrabbameim, en 90-95% sé miðað við þátttöku í slíkri leit á fimm ára tímabili þar sem beitt hefur verið enn frekari áróðri og áminningum heilbrigðisstarfsfólks (mynd 3). Þessi þátttaka telst þó mjög góð þar eð leit þessi hefur skilað árangri og dregið hefur úr dauðsföllum af völdum leghálskrabbameins á síðustu árum. Hins vegar er ljóst af þessum tölum að heilbrigðisstarfsfólk getur ekki náð til allra þótt vilji sé fyrir hendi ef fólkið sjálft kærir sig ekki um það. Reykingar eru heldur á undanhaldi. Arið 1990 reyktu daglega 33,4% allra karla og 31,7% allra kveima á aldrinmn 18-69 ára. Sambærilegar tölur fyrir söinu aldurshópa árið 1985 voru 42,9% fyrir karla og 37% fyrir konur (samkvæmt munnlegum upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu 1992). Til þess að minnka álirif beinna og óbeimia reykinga liafa verið sett lög og reglugerðir um sölu og neyslu tóbaks. Megintilgangur laganna er að breyta viðhorfum fólks til reykinga. Öflugt forvamarstarf er einnig unnið í skólum á þessu sviði. Læknanemar og læknar hafa sýnt gott fordæmi, þar eð aðeins um 10% þeirra reykja daglega (16). Mynd 3. Þátttaka Hafnfirskra kvenna í eftirliti með leghálskrabbameini eftir 5 ára íhlutun (1987-91). Hjarta- og æðasjúkdómar. Áhugafólk um hjarta- og æðasjúkdóma stofnaði félagið Hjartavemd árið 1964. Árið 1967 hófst umfangsmikil faraldsfræðileg rannsókn á vegum félagsins um hjarta- og æðasjúkdóma og samtímis var unnið að forvamarstarfí á þessu sviði. Sú umræða sem fylgt hefur í kjölfarið hefur haft víðtæk fyrirbyggjandi áhrif um land allt. Faraldsfræðilegar rannsóknir Hjartavemdar (17) sýna að helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hafa minnkað á síðustu árum s.s. meðalgildi blóðþrýstings, blóðfitur og reykingar. Áfengi. Áfengi hefur verið vandamál meðal íslendinga um aldaraðir (18). Bannað var að selja eða bmgga öl frá 1915 og fram til 1989 og er talið líklegt að það hafi stuðlað að minni áfengisneyslu Frónbúans en ella hefði verið. Ef allt áfengi íslendinga er umreiknað í 99% alkóhól kemur í ljós að neysla þeirra er um 4,1 lítri/íbúa/ári, en þetta er mun minna magn en meðal flestra amiarra Norðurlandabúa eins og sjá má á mynd 4. Það ber þó að hafa í huga að það skiptir ekki bara máli hversu núkið magn er drukkið, heldur hvemig og hvenær það er drukkið. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið (SÁÁ) vom stofnuð 1977. Eftir það urðu mikil umskipti til hins betra í meðferð við áfengissýki og í forvamarstarfi. Unnið hefur verið samkvæmt Minnesota hugmyndafræðinni þar sem hópar áfengissjúkra og aðstandenda þeirra halda reglulega fundi þar sem þeir styðja hver annan og vinna ötullega á öllum stigum fyrirbyggjandi aðferða gegn áfengisneyslu. Svo virðist sem áfengisvandamál Áfengisneysla (99%) á Norðurlöndum 1989 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Noregur Island Færeyjar Svíþjóö Finnland Danmörk Grænland lítrar/ibúa 13.03 Mynd 4. Samanburður á seldu áfengismagni á Norðurlöndum. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 49

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.