Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 52
hér á landi séu si'st minni en víða erlendis og
fyrmefndur árangur er fyrst og fremst annars og
þriðja stigs heilsuvemd.
Smitsjúkdómavarnir. Landlæknisembættið
hefur yfimmsjón með smitsjúkdómavörnum.
Samræmingar hefur verið gætt við önnur vestræn
lönd, en þó em nokkur afbrigði. Sem dæmi má nefna
að hér á landi em böm ekki bólusett gegn berklum.
íslensk böm em bólusett við kíghósta en Svíar hættu
þeirri bólusetningu fyrir nokkrum árum. Áður fyrr
vom aðeins athuguð mótefni við rauðum hundum hjá
12 ára stúlkum og síðan vom þær bólusettar sem vom
neikvæðar. Frá 1988 hófst kerfisbundin bólusetning
fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR)
hjá öllum 18 mánaða bömum.
Árið 1989 var síðan byrjað að bólusetja böm fyrir
heilahimnubólgu sem orsakast af Haemophilus
influenzae tegund b (Hib). Svo virðist sem árangur
þessa forvamarstarfs hafi verið umtalsverður (mynd
5), en aðeins eitt bam hefur fengið heilahimnubólgu
af þessari tegund síðan og það hafði ekki fengið Hib
bólusetningu.
Ein umfangsmesta fræðsluherferð sem gerð hefur
verið í forvamarskyni á síðustu árum er án efa baráttan
við eyðnismit. Eyðnismituðum og eyðnisjúkum hefur
fjölgað á síðustu ámm hér á landi eins og annars
staðar. Eins og sjá má á mynd 6, er tíðnin meðal
íslendinga svipuð og meðal Norðmanna og Svía, en
mun lægri en í Danmörku. Finnland sker sig úr með
lægri tíðni en öll fyrmefnd lönd.
Til þess að gera baráttuna gegn þessum sjúkdómi
markvissari en ella er nauðsynlegt að vita eitthvað um
kynhegðun fólks. Samkvæmt norskum rannsóknum
Fiöldi tiltella
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992
hafa 15 ára stelpur haft uin þrjá rekkjunauta að
meðaltali en strákar fjóra (19). f rannsókn á stúdentum
á Grænlandi og í Danmörku (20) kom í ljós að fjöldi
bólfélaga er mun meiri meðal Grænlendinga en Dana
(14% Dana höfðu tvo eða fleiri rekkjunauta á einum
mánuði borið saman við 23% Grænlendinga).
Samfaratíðni er sömuleiðis mun meiri meðal þeirra (að
meðaltali 6,8 samfarir á mánuði hjá 18 ára Dönum
borið saman við 9,6 hjá Grænlendingum). Að jafnaði
notuðu unglingamir ekki smokka nema í um 30%
tilfella, jafnvel ekki þeir sem höfðu haft 10 eða íleiri
rekkjunauta. Upplýsingar af þessu tagi eru mjög
mikilvægar. Þegar alnæmisveiran byrjar að breiðast
út í Grænlandi mun það gerast mmi hraðar en í öðrrnn
löndmn ef öílugmn forvömmn verðm ekki við komið
áður. Æskilegt er að afla ferkari upplýsinga um
Mynd 5. Algengi heilahimnubólgu af völdum H. Mynd 6. Samanburður á fjölda eyðnismitaðra og
influenzae b á síðustu árum og árangur bólusetningar eyðnisjúkra á Norðurlöndunum.
gegn bakteríunni.
50
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.