Læknaneminn - 01.10.1993, Page 56

Læknaneminn - 01.10.1993, Page 56
Fjöldi Mynd 10. Dreifing kólesterólgilda í sermi fyrir og eftir íhlutandi heilsuvernd meðal starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. þegar það á við, en sjúklingar eni oftast móttækilegir fyrir áróðri af einhverju tagi þegar þeir leita aðstoðar vegna einhvers krankleika. Til þess að auðvelda vinnu af þessu tagi er ráðlagt að nýta viðtalið á kerfisbundinn hátt skv. leiðbeiningum Stotts og Davis (29) sem eru eftirfarandi: 1. Leysa úr þeim vanda, sem var tilefni komu til lœknisins. 2. Líta eftir með öðrum vandamálum, sem kunna að vera til staðar, sérstaklega langvinnum. 3. Nota viðtalið til heilsuhvetjandi aðgerða. 4. Nota viðtalið til frœðslu og leiðsagnar varðandi þá þjónustu sem heilbrigðiskerfinu er œtlað að veita. Ef sjúklingur kemur t.d. á stofu vegna hósta (sbr. lið 1) getur læknirinn notað tækifærið og mælt hjá honum blóðþrýstinginn (liður 2) annað hvort til þess að athuga hvort hann sé hækkaður eða ef viðkomandi er með of háan blóðþrýsdng til þess að fylgjast með þrýstingnum og hugsanlega breyta um meðferð. Slík tegund heilbrigðiseftirlits er nefnd tilfellaleit (case finding) til aðgreiningar frá kembileit (screening) sem fjallað var um hér að framan. Lækniriim getur einnig spurt viðkomandi hvort hami reyki og ef svo er þá notar hann tækifærið til þess að benda á skaðsemi reykinga og hugsanlegt samhengi við hóstann (liður 3). Meiri hluti viðtala á stofu getur þaimig verið heilsuvernd enda þótt viðkomandi hafi leitað hjálpar vegna einkeima. Tíð samskipti og samfelld þjónusta gefur heilbrigðisstarfsfólki þannig gullið tækifæri til þess að beita tilfellaleit, heilbrigðisáróðri og annarri fræðslu. Slíkt kemur ekki í staðinn fyrir heilbrigðisfrasðslu sem veitt er í skólum eða fjölmiðlum en er fyrst og fremst til viðbótar og viðhalds á þeim upplýsingum sem heilbrigðisyfirvöld vilja koma lil skila til einstaklingsins. í mæðravemd hefur að jafnaði verið lögð mest áhersla á líkamlegt heilbrigði móður og barns, en minni túna eytt í aðstoð við að leysa úr tilfinningalegum og félagslegum vandamálum verðandi mæðra. Með samfelldri þjónustu teymis hefur skapast tæifæri til að sinna síðamefndu atriðunum betur en ella. A Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri er t.d. verið að þróa skipulegri viimubrögð í þessu skyni (30) en áður hefur verið lýst. Eftir að gagnkvæm tengsl liafa skapast milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga þeirra reynist auðveldara að fylgja eftir geðrænum og tilfinningalegum vandamálum í ungbamavemdinni. Slík heilsuvemd er einkrnn nauðsynleg fyrir ungar og óreyndar mæður sem oft á tíðum njóta ekki stuðnings foreldra sinna (önunu og afa) eins og áður tíðkaðist. I ungbamavemdinni era foreldrar einnig fræddir um hefðbundna áliættuþætti svo sem hættu af reykingum á heimilinu fyrir barnið, áhrif fæðu á vöxt og þroska barnsins þ.á.m. á bragðskyn. Reynt er þannig að benda foreldmm á að gefa bömum ekki sykurbættan mat til þess að venja þau ekki á sætindi þegar á fyrstu ámm æviimar. Varðandi slysavamir fá foreldrar með sér einblöðunga með minnisatriðum um hugsanlegar slysagildrur í heimahúsum. Reynt er að fylgja þessum ábendingum eftir þegar hjúkrunarfræðingar koma í vitjanir í heimahús. Á þennan hátt er leitast við að hafa áhrif á lífsstfl viðkomandi, en þó er ljóst að licilbngður lífstíll er ekki eingöngu á valdi einstaklingsins, umliverfi það sem hann lifir og lirærist í verður einnig að vera heilsusamlegt. Andleg velferð fjölskyldunnar er sennilega sá þáttur sem mestu máli skiptir þegar til lengdar lætur. í heimahjúkrun er einmg stunduð umfangsmikil heilsuvemd. Gamalt fólk slasast oft heima hjá sér og því er með ýmsum leiðum reynt að fækka slysagildmm í heimahúsuin (fyrsta stigs heilsuvemd). Leitast er við að koma í veg fyrir að ýmsir öldrunarsjúkdómar leiði til verra ástands, haft er eftirlit með lyfjameðferð og mataræði og veittur andlegur og félagslegur stuðningur svo eittlivað sé nefnt (annars og þriðja stigs heilsuvemd). 54 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.