Læknaneminn - 01.10.1993, Page 59
Gynera
Nýja getnaðarvarnartaflan
frá SCHERING
sem vert var
að bíða eftir
Gynera (Schering, 870100) TÖFLUR; G 03 A A 10 R O
Hver tafla inniheldur: Ethinylestradiolum INN 30 míkróg, Gestodenum INN 75 míkróg. Eiginleikar: Hormónablanda til getnaðarvarna með lágum
östrógenskammti. Bæði efnin frásogast vel frá meltingarvegi. Þau umbrotna í lifur að hluta til við fyrstu umferð. Aðgengi etinýlöstradíóls er um 45%, en
gestodens um 80%. Útskiljast með þvagi og saur. Lyfið kemur í veg fyrir getnað með því að hindra egglos, hindrar festingu eggs við legslímhúð og breyta
eiginleikum slíms í leghálsopi. Ábendingar: Getnaðarvörn. Frábendingar: Þar sem lyfið eykur storknunartilhneigingu blóðs, á ekki að gefa lyfið konum með
æðabólgur í fótum, slæma æðahnúta eða sögu um blóðrek. Lifrarsjúkdómar. Öll æxli, ill- eða góðkynja, sem hormón geta haft áhrif á. Sykursýki og háþrýstingur
geta versnað. Tíðatruflanir af óþekktri orsök. Grunur um þungun. Aukaverkanir: Vægar: Bólur (acne), húðþurrkur, bjúgur, þyngdaraukning, ógleði, höfuðverkur,
migrene, þunglyndi, kynkuldi, sveppasýkingar (candidiasis) í fæðingarvegi, útferð, milliblæðing, smáblæðing, eymsli í brjóstum. Porfyria. Alvarleaar: Æðabólgur
og stíflur, segarek (embolia) til lungna, treg blóðrás í bláæðum. Háþrýstingur. Sykursýki. Tíðateppa í pilluhvíld. Varúð: Konum, sem reykja, er miklu hættara við
alvarlegum aukaverkunum af notkun getnaðarvarnataflna en öðrum. Milliverkanir: Getnaðarvarnatöflur hafa áhrif á virkni ýmissa lyfja, t.d. blóðþynningarlyfja,
lyfja gegn sykursýki o.fl. Barbitúrsýrusambönd, lyf gegn flogaveiki og rífampícín geta hins vegar minnkað virkni getnaðarvarnataflna, séu þau gefin samtímis.
Einnig hafa getnaðarvarnalyf áhrif á ýmsar niðurstöður mælinga í blóði, svo sem hýdrókortisóns, skjaldkirtilshormóns, blóðsykurs o.fl. Skammtastærðir:
Meðferð hefst á 1. degi tíðablæðinga, og er þá tekin ein tafla á dag í 21 dag samfleytt á sama tíma sólarhringsins. Síðan er 7 daga hlé áður en næsti skammtur
er tekinn á sama hátt og áður. Fyrstu 14 dagana, sem töflurnar eru teknar, veita þær ekki örugga getnaðarvörn og þarf því að nota aðra getnaðarvörn þann
tíma. Þetta gildir aðeins um fyrsta mánuð meðferðarinnar. Pakkningar: 21 stk. x 1 (þynnupakkað); 21 stk. x 3 (þynnupakkað).
Skráning lyfsins er bundin því skilyrði, að leiðarvísir á íslensku fylgi hverri pakkningu með leiðbeiningum um notkun þess og varnaðarorð.
SCHERING
Stefán Thorarensen
Sídumúla 32 108 Reykjavík Sími 91-686044