Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 68

Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 68
bauð hann mér með sér og konu sinni heim til tengdaforeldra sinna. Þar borðaði ég góðan málsverð og síðan vildu þau að ég legði mig, því ég væri dauðþreyttur. Ég var nú ekki á því og vildi komast á áfangastað. Ekki svaraði enn í númerinu góða svo Thomas tók að hringja í alla með nafninu Molinari, sem fundust í símaskránni. Símtal eftir símtal, og loksins. Fjarskyld frænka gat fundið símanúmer á sjúkrahúsinu þar sem hinn rétti Molinari læknanemi fannst. Mikill fögnuður braust út og ég með det samme í leigubíl á spítalann. Þar beið Bruno og skildi ekkert í af hveiju ég var kominn svona snemma. Svo dró hann upp gömlu ferðaáætlunina. Ég hristi bara hausinn og hugsaði: “Brunominn”. Seinna komst það upp að hann hafði eftir allt saman fengið nýju áætlunina mína. Hann hafði bara ekki nennt að lesa hana! Ég bjó svo á heimili Brunos og það væri nú ábyggilega gaman fyrir mannfræðinga að stúdera lífið á þeim bænum. Heimilislífið var léttgeggjað en þó tók steininn úr þegar amman og afinn komu í heimsókn. Þá fyrst varð allt vitlaust. En þetta var stórskemmtileg blanda, að mínu áliti. Spítalinn var samsafn húsa sem, að því er virtist, hafði verið hrúgað upp bara einhvem veginn. þess vegna var nær ómögulegt að finna t.d. innganginn. A spítalalóðinni voru miklar byggingarframkvæmdir og mér var sagt að gera ætti spítalann að eyðnimiðstöð fyrir suður-Brasilíu. Það átti sem sé að bæta enn við þann mikla fjölda eyðnisjúklinga sem fyrir var þama. Húsakynnin voru þó þokkalega þrifaleg. Það var helst að dúfur gerðu sig heimakomnar þama á húsunum og virtust hafa sérstakt dálæti á gluggasyllum skurðstofuglugganna. í miðri aðgerð heyrði ég því iðulega mikimi vængjaslátt og læti. Og svo má ekki Þetta er spítalinn. En hvar er inngangurinn ? gleyma kakkalökkunum. Það þurfti nefnilega að loka fæðingardeildinni þama um tíma og úða með eitri því tveir stórir kakkalakkar fundust inni í hitakössum hjá fyrirbunmum. Maður getur nú svo sem skilið greyin. það var ekki nema 18-20 stiga hiti á daginn (hávetur), svo þeim hefur verið kalt. Ég var viðbúinn svo illu í sambandi við mat að ég var bara ánægður með mötuneyti spítalans. Maturinn þar var vel ætur en nokkuð einhæfur þó. Það vom alltaf hrísgrjón. Og það vom alltaf baunir, svona brúnar og stórar. Þetta (rice and beans) var svo með einhverju kjöti og svo var ávöxtur á eftir. Annars borðaði ég þar ekki oft. í hádeginu var yfirleitt farið með mig til áts á “týpískum” brasilískum mati og á kvöldin var grillað. Níu fyrstu kvöldin í röð var grillveisla og það vom engar SS-pylsur á teinunum. Þegar ég loks borðaði í heimahúsi svona venjulegan mat, fékk ég “rice and beans”. Þá fyrst trúði ég því að Brasilíubúar gætu ekki lifað án “rice and beans”. Sloppar og önnur hvít föt vora greinilega til þess að vera í. Þau vom óspart notuð til að sýna hvað þú værir. Til dæmis, í strætó á morgnana, var hægt að þekkja lækna/læknanema á því að þeir vom í hvítum sloppi. Hjúkkumar vora hins vegar í hvítum buxum og annað starfsfólk stundum í ljósbláu. Ég afrekaði það einu sinni að fara í Banco do Brasil í sloppnuin en fékk þó ekki að fara fram fyrir í röðinni (þeir vora sennilega búnir að fatta að sloppamenn vora ekkert merkilegri en aðrir). Þar sem þetta var háskólasjúkrahús vora læknamir þama annaðhvort prófessorar/kennarar eða læknar í sémámi. Og svo vora læknanemar. Vora þeir greinilega færir og vel lesnir, enda eru þeir með sömu, eða svipaðar bækur og við hér í deildinni. Það sem kom mér þó á óvart var að allt var á portúgölsku, bæði bækur og tímarit. Það kom líka á daginn að aðeins örfáir prófessorar töluðu ensku. Ég varð mér þó úti um enskan “Cecil” svo ég gæti lesið um það sem ég sá þama. Það var ekki mikið um einnota hluti þama. Til dæmis vora allar sprautur úr gleri og þær, ásamt nálunum vora sótthreinsaðar eftir notkun og notaðar aftur. Ég var mest á skurðdeildinni. þar var mest um að vera fyrir mig, svona grænan. Rútínan varð sú að ég fór á morgnana og skoðaði dagskrá dagsins og ef mér fannst lítið áhugavert fór ég á fæðingardeildina eða eittlivað annað. Einu sinni lenti ég óvart á stofugangi á GIT-deildinni og á fundi á eftir. Sá fundur fór nú að 62 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.