Læknaneminn - 01.10.1993, Page 78

Læknaneminn - 01.10.1993, Page 78
SKIMUN FYRIR HEPATITIS C HJÁ BLÓÐBANKANUM Aenes Smáradótlir1. Sigurður B, Þorsleinssorr, Soili I. Erlingsson', Arthur Löve4, Jón Gunnlaugur Jónasson5, Olafur Jensson3 ‘LHÍ, 2Smitsjiíkdómadeild Lsp, 3Blóðbanki íslands, 4RHÍ í veirufrœði, 5RHÍ ( meinafrœði Talið er að a.m.k. 90 % nonA-nonB lifrarbólgu-tilfella eftir blóðgjöf sé af völdum hepatitis C - veirunnar (HCV). HCV- smit getur leitt til þrálátrar lifrarbólgu í allt að 50 % tilvika og 20 % þeirra leiðir til cirrhosis. Þá er tíðni lifrarfrumukrabba-meins hærri hjá þeim sem hafa smitast af HCV. Árið 1989 kom fyrst fram F.LISU-próf til að skima fyrir HCV-mótefnum. Með því prófi var aðeins hægt að mæla mótefni gegn einu antigeni HCV. Nú eru hinsvegar komið fram þróaðra ELISU-próf (annarrar kynslóðar) sem mælir mótefni gegn þremur antigenum og er því mun næmara og sértækara en hið fyrra. I septermber 1992 hóf Blóðbankinn að nota þetta próf til að skima fyrir HCV-mótefnum hjá blóðgjöfum. Tilgangur könnunarinnar var að kanna árangur þessarar skimunar, og um leið athuga afdrif þeirra blóðþega sem fengið höfðu blóð úr þeim einstaklingum sem nú greindust með mótefni gegn HCV. Könnunin náði yfir 6 mánaða tímabil, frá byrjun október 1992 til loka mars 1993. A því tímabili gáfu 6400 blóðgjafar blóð í Blóðbankanum. Af þeim greindust 4 blóðgjafar, (3 karlmenn og 1 kona) með mótefni gegn HCV, sem er 0,07 % blóðgjafanna. Þeir reyndust allir hafa sprautað sig með fíkniefnum og má líklega rekja smit þeirra til þess. Allir höfðu brengluð lifrarpróf, og lifrarsýni úr þeim sýndu að um hepatitis chronica persistens var að ræða í öllum tilvikum. Ekki reyndist nægur tími til að fá blóðprufur hjá nánustu fjölskyldumeðlimum þessara blóðgjafa s.s maka og bömum til að athuga smit innan fjölskyldunar en verið er að vinna að því. Þessir 4 blóðgjafar höfðu gefið blóð oftar en einu sinni (allt að 26 skiptum) á árunum 1986 - 1992. Samtals voru blóðþegarnir 37, en af þeim voru 11 látnir. Af hinum látnu greindist a.mk. einn með Hepatitis C og rekja má lát hans m.a. til þess. Um hina 10 fundust engar upplýsingar um HCV-smit. Hjá þeim 26 sem eru á lífi vora tekin lifrarpróf og gerð mótefnamæling gegn HCV. Nú liggja fyrir niðurstöður um 18 blóðþega sem eru á aldrinum 19 - 86 ára (meðalaldur 56,8 ár). Helstu niðurstöður eru þessar: • 1 var með eðlileg lifrarpróf og mótefnamælingin var neikvæð. • 2 voru með eðlileg lifrarpróf en mótefnamælingin var jákvæð. • 2 voru með óeðlileg lifrarpróf en mótefnamælingin var neikvæð. • 13 voru með óeðlileg lifrarpróf og mótefnamælingain var jákvæð. Þar af fengu 4 blóðþegar klínísk einkenni lifrarbólgu. 1) 0,07 % blóðgjafa greindust með mótefni gegn HCV á tímabilinu frá október 1992 til marsloka 1993. 2) AHir blóðgjafar sem gefa blóð í Blóðbankanum þurfa að fylla út spumingarlista um hcilsufar sitt. Neðanmáls á þeim lista er m.a. mælst til að þeir sem hafi sprautað sig með fíkniefnum gefi ekki blóð. Þrátt fyrir þá beiðni er ekkert sem kemur í veg fyrir að fíkni-efnaneytendur gefi blóð. 3) 15 blóðþegar, sem eru á lífi hafa nú greinst með mótefni gegn HCV sem rekja má tii blóðgjafar úr sýktum einstaklingi. 4) Eðlileg lifrarpróf sanna ekki að einstakiingurinn sé ósýktur. 5) Þessi könnun sýnir fram á að nauðsynlegt er að skima fyrir HCV- mótefnum hjá blóðgjöfum hjá Blóðbankanum til að koma í veg fyrir HCV-smit. Teljum við að þessi skimun hafi nú þegar sannað gildi sitt og ber því tvímælalaust að halda henni áfram. HLUTVERK TÝRÓSÍN FOSFÓRUNAR í MYNDUN INÓSITÓLFOSFATA OG LOSUN ARAKÍDÓNSÝRU í ÆÐAÞELI Anna Heleadóttir1. Haraldur Halldórssorf 3, Guðmundur Þorgeirsson23 ‘LHÍ, 2RHÍ t lyfjafrœði, 3Lyflækningadeild Lsp Fosfóinósitíð boðkerfið hefur hlutverki að gegna í margskonar starfsemi frumna. Þegar áverkunarefni binst við viðtaka á yfirborði frumunnar örvast fosfólípasi C (PLC) og við það brotnar fosfatidylinósitólbisfosfat niður í tvö innri boðefni (second messengers), inósitól trisfosfat (IP3) og diacylglyceról (DG). IP3 veldur hækkun á kalsíum í umftyminu en DG virkjar hinsvegar prótein kinasa C. Sýnt hefur verið framá að til eru mismunandi gerðir (ísoform) af PLC: PLC-, PLC- og PLC-. í æðaþeli er þekkt að örvun á viðtökum sem tengjast G-próteinum veldur myndun á inósitólfosfötum og prostasýklini með því að virkja PLC-. PLC- hefur fundist í öðrum frumutegundum en sú gerð ensímsins virkjast ekki í gegnum G-prótein heldur týrósín fosfórun. Til þess að kanna hvort týrósín fosfórun hefði hlutverki að gegna í myndun inósitólfosfata og losun arakídónsýru í æðaþeli voru æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja ræktaðar, merktar annað hvort með (3H )-inósitóli eða (3H)-arakídónsýru og örvaðar með pervanadati sem hindrar týrósín fosfatasa og veldur þannig aukinni týrósín fosfórun próteina. Inósitólfosföt voru aðgreind á jónskiptasúlum og mæld með sindurtalningu. Losun arakídónsýru var einnig mæld með sindurtalningu. Pervanadat olli aukinni myndun inósitólfosfata og Iosun arakídónsýru og var þessi svörun bæði háð styrk pervanadats og tíma. Týrósín kínasa hindrinn, methyl 2,5-dihydroxycinnamat, hindraði pervanadat örvaða inósitól fosfatamyndun. Þegar pervanadat var látið verka með thrombini eða histamíni varð myndun inósitólfosfata í báðum tilfellum meiri en samanlögð áhrif hvors um sig. TPA sem hindrar thrombin-örvaða inósitólfosfata myndun hindraði hinsvegar ekki myndun inósitólfosfata af völdum pervanadats. Þessar niðurstöður sýna að týrósín fosfórun hefur hlutverki að gegna í þeim boðflutningi sem verður í æðaþelsfrumum þegar þær eru örvaðar til prostasýklin-myndunar. Þær benda einnig til að thrombin og histamín geti örvað æðaþelsfrumur með því að valda týrósín fosfórun. THE EFFECT OF REDUCED COLLOID OSMOTIC PRESSURE ON CEREBRAL EDEMA FORMATION AFTER FLUID-PERCUSSION BRAIN INJURY IN THE RAT. Development and Evaluation of a Setup Arnar Astráðsson'. Paul Kelly2, John Hsiang2, Piyush M Patel2, John C Drummond2 ‘LHI, 2Neuroanesthesia Research Laboratory, Department of Anesthesia, VA Medical Center, San Diego, CA, USA The choice of crystalloid versus colloid solutions for resuscitation of head injuiy victims remains a source of a major controversy. Many clinicians fear that the reduction in colloid osmotic pressure that results from administration of large amounts of crystalloids may exacerbate cerebral edema formation, with deleterious consequences. Studies employing cryogenic brain injury in rabbits have failed to reveal enhanced cerebral edema formation after crystalloid fluid administration. However, ciyogenic brain injury does not duplicate any clinical situation. 72 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.