Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 80

Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 80
skurðaðgerð og var skolað úr ígerðinni hjá flestum (7 sj. 39%). Algengasta lyfjameðferð var klóramfeníkól með -lactam lyfi (penicillíni eða ampicillíni) og var sú meðferð fyrsta meðferð hjá 7 (39%) sjúklinga. Alls létust 3 (17%) af völdum sýkingarinnar en 10 (56%) náðu fullum bata. Fjórir (22%) hlutu vægar afleiðingar sem hafa ekki áhrif á daglegt líf en einn (6%) alvarlegar afieiðingar með áhrif á daglegt Iíf. 2) Við sýkingar- hæfni tilraunimar kom í ljós að S. milleri óx hvorki í vöðva ónæmisbældra músa, né deyddi eðlilegar mýs við drápshæfnipróf. Ályktnn: Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir. Það vekur þó mikla athygli að S. milleri sem þekktur er fyrir að valda afmörkuðum graftarígerðum í mönnum virðist ekki geta sýkt mýs. Þetta vekur því upp spumingar varðandi gildi dýratilrauna og hversu mikið heimfæra má niðurstöður slíkra tilrauna yfir á menn. ERU TENGSL MILLI FÆÐUMÓTEFNA OG OFNÆMISEINKENNA HJÁ UNGBÖRNUM? Birna (iudrún Þóröardóttir1. Helgi Valdimarsson2, Ingileif Jónsdótlir2, Þorbjörn Jónssoit2 ‘LHÍ, 2RHÍ i' ónœmisfrœdi Fæðuofnæmi er vandamál sem er mun algengara hjá börnum á fyrstu mánuðum og áram ævinnar en síðar. Oftast birtist það með einkennum frá húð (ofsakláði, exem), meltingarvegi (kviðverkir, uppköst, niðurgangur) eða öndunarvegi (rhinitis, krónísk miðeyrnabólga, astmi). Orsakir fæðuofnæmis eru ekki þekktar nema að litlu leiti en Ijóst er að saman spila þættir erfða og umhverfis. Forgrunnur rannsóknarinnar er framvirk ofnæmisrannsókn sem staðið hefur yfir frá árinu 1987. í júní til desember það ár var blóðsýnum úr nafiastreng safnað í 792 fæðingum á fæðingadeild Lsp. Upphaflegur tilgangur þeirrar rannsóknar var að finna hvort IgE í naflastrengsblóði hefði forspárgildi um ofnæmi í bömum. Öfugt við það sem áður var talið sýndu niðurstöður að IgE hefur ekki forspárgildi fyrir uppkomu ofnæmis í bömum . Síðan hefur hluti bamanna verið kallaður tvívegis inn til klínísks mats (18-23 mán. og 42-48 mán.) og tekin úr þeim blóðsýni. Hafa niðurstöður úr rannsóknum á þessum hópi m.a. sýnt að lágt heildarmagn IgA mótefna í blóði hefur sterk tengsl við ofnæmi og einkum þar sem saman fer lágt magn IgA mótefna og hátt magn IgE mótefna. Einnig virðist hátt heildarmagn IgA vera verndandi fyrir eymabólgur. f framhaldi af þessu var í þessari rannsókn leitast við að svara eftirfarandi spumingum: 1. Er hugsanlegt að tengja há eða lág sértæk IgA- og/eða IgG-mótefna gegn algengum fæðusameindum ofnæmiseinkennum hjá bömum? 2. Ef svo er endurspegla IgA mótefni gegn cinstaka fæðusameindum eingöngu gctuna til að mynda mótefni af IgA gerð (þ.e. þroska ónæmiskerfisins)? 3. Er samband á milli heildarmagns IgA í sermi og IgA í munnvatni (secretoiy IgA)? Með ELISA aðferð var mælt magn IgA og IgG mótefna í blóði gegn caseini (cas), ovalbúmíni (ova) og nautaalbúmíni (BSA) í sermi 178, 18-23 mán. barna, heildarmagn IgA (IgAT) í sermi 158, 42-48 mán. barna og magn IgA í munnvatnssýnum (slgA) 156, 42-48 mán. baraa. Nldorstöður: Sá hópur 18-23 mán. bama sem mældist með lægstu gildi IgG og IgA mótefna gegn caseini, ovalbúmíni og BSA hafði aukna tilhneigingu til atopískra einkenna. Saman fer að hafa hátt/lágt magn IgA og IgG mótefna gcgn hvcrri fæðusameind. Lág fæðumótefni af IgA gerð gegn caseini fara saman við lágt heildar IgA magn, ekki var hægt að sjá það sama 74 fyrir ovalbúmín og BSA. Almennt fer ekki saman hátt eða lágt heildar IgA og munnvatns IgA. Til stendur að kanna hvort magn mótefna gegn fæðusameindum hafi forspárgildi fyrir ofnæmiseinkenni þegar börnin eldast. Einnig verður áhugavert að bera saman fæðumótefni og niðurstöður úr húðprófum (týpu I hypersensitivity) gegn þeim fæðufiokkum sem fæðusameindimar tilheyra. ALDURSBUNDIN HÆKKUN Á KÓLESTERÓLGILDUM ÍSLENSKRA KARLA OG KVENNA BORIN SAMAN VIÐ BREYTINGAR Á LÍKAMSEINKENNUM Á ÞESSUM TÍMA Gauti Laxdal'. Gunnar Sigurðsson2, Helgi Sigvaldason3, Niktdás Sigfiísson4 'LHI, 2LyflækningadeUd Bsp, 3Verkfræöistofa Helga Sigvaldasonar, 4Rannsóknarstöð Hjartaverndar Inngangor: Rannsóknir hérlendis sem erlendis hafa sýnt fram á að veruleg hækkun verður á kólesterólgildum karla frá tvítugsaldri og fram yfir fimmtugt og kvenna frá tvítugsaldri til sjötugs. Talið hefur verið að þyngdaraukning sem verður á þessum ámm, svo og hormónabreytingar kvenna í kringum tíðahvörf eigi hér mikinn þátt í, en lítið hefur vcrið litið á þessa þætti í samanburði við aðra þætti samtímis. Hóprannsókn Hjartaverndar hefur að geyma upplýsingar um breytingar á kólesterólgildum fólks yfir 20 ára skeið og gefa þær okkur þann möguleika að bera gildin saman við breytingar á líkamseinkennum cinstaklinganna sem verða á þessum tíma, s.s.líkamsþyngd, blóðþrýsting og sitthvað fieira. Efniviðor og aðferðir: Úrtakið var fengið úr Hóprannsókn Hjartavemdar, er nær til einstaklinga sem fæddir em 1919-1934 (karlar) og 1911-1935 (konur), svo og rannsókn á vegum stöðvarinnar sem nefnd hefur verið “unga fólkið” þ.e. fætt 1940- 54. Samanlagður fjöídi karla úr báðum þcssum rannsóknum var 890 (666 eldri, 225 yngri) en kvenna 952 (678 eldri, 274 yngri). Voru bæði kyn flokkuð eftir ákveðnum breytingum á kólesterólgildum miðað við hvom aldurshóp fyrir sig. í úrtakinu var hvomm aldurshópi skipt í 2x2 flokka eftir kyni og magni kólesterólhækkunar. Flokkar eldri karla miðuðust annars vegar við <5mg/dl breytingu og hins vegar <40mg/dl kól.hækkun, en eldri kvenna við <5mg/dl breyt. og >60mg/dl hækkun á kólesteróli. Flokkar yngri karla og kvenna miðuðust hins vegar báðir við <15mg/dl breyt. og >40mg/dl kól.hækkun. Við útreikninga á marktekt mismunar milli tveggja hópa var notað T-próf en einnig vora gerðir fylgniútreikningar (correlations matrix) þ.s. fylgni milli tveggja breyta var reiknuð. Marktækni var náð ef p<0.05). Helstu niðurstöður: Þær voru hclstar að fylgni var milli hækkunar á kólesteróli og triglyseríða í öllum rannsóknarhópunum þ.e. þeirra hópa ka. og kv. sem hækkuðu kól. hvað mest. Þyngdarstuðullinn (BMI=kg/m2) hjá eldri og yngri körlunum hækkaði meira í rannsóknarh. að meðaltali heldur en í samanburðarh. (p<0,001). Aðeins hjá eldri konunum hækkar BMI marktækt í samanburði við samanb.h. (p<0,01). Þyngdin jókst að meðaltali meira hjá ranns.h. eldri kvenna (p<0,05) og ungu karlarnir í rannsóknarhópi auka þyngdina að meðaltali meira en samanb.h. (p<0,001). Lftill sem enginn munur var á blóðþrýstingsgildum milli hópanna. Alyktun: Þessi rannsókn hcfur leitt í ljós að samfara hækkun á kólesteróli þá sjáum við aukningu á tríglyseríðum og BMI í báðum kynjum hvort sem um er að ræða yngri einstakl. eða eldri. Skýringuna er að ölium líkindum að finna t' þyngdareukningu þessara aðila. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.