Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 81

Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 81
VISTUNARMAT ALDRAÐRA f REYKJAVÍK 1992 Gróa Biörk Jóhannesdóuir' og Pálmi V. Jónsson1 ‘LHÍ og 2Öldrunardeild Bsp Inngangur: Samkvæmt lögum um málefni aldraðra má enginn vistast á stofnun til langdvalar nema að undangengnu mati á þörf. Vorið 1991 var komið á samræmdu vistunarmati sem skoðar félagslegar aðstæður (eigin aðstæður, heimilisaðstæður og aðstæður maka / aðstandenda), líkamlegt atgervi (líkamlegt heilsufar og lyfjagjöO, andlegt atgervi (heilabilun, óróleiki og afbrigðileg hegðun og andleg líðan) og færni einstaklingsins (hreyfigeta, hæfni til að matast, hæfni til að klæðast og annast persónuleg þrif og stjórn á þvaglátum og hægðum). Markmið matsins er að greina undirliggjandi orsakir vistunar, viðeigandi vistunarstig, þ.e. þjónustuhúsnæði (þjónusta) eða hjúkrunarrými (hjúkrun)og að meta hversu brýn þörfin er. Efniviður og aðferðir: Gögn vistunarmatsins í Reykjavík fyrir árið 1992 voru tölvuunnin, annars vegar fyrir þjónustu, hins vegar fyrir hjúkrun, með tilliti til lýðfræðilegra þátta (fjölda, kyns, aldurs og hjúskaparstéttar), einstakra liða matsins og heildarniðurstöðu (mjög brýn þörf, brýn þörf eða þörf). Arið 1992 voru 546 einstaklingar metnir í þörf fyrir vistun , 304 (55,7%)í þjónustu og 242 (44,3%) í hjúkrun. Niðurstöður: Þjónustu og hjúkrunarhópamir eru jafnir m.t.t. meðalaldurs, 81,7 ár (± 0,3) og kynjahlutfalls, 2 konur:l karl. Um áramótin '92-93 biðu 21/1000 66 ára og eldri eftir vistun í þjónustu og 15/1000 eftir vistun í hjúkrun, tvöfalt fleiri konur en karlar, staðlað fyrir aldur og kyn. Eftirspum eykst með aldri, að níræðu og er mest hjá ógiftum, ekklum og ekkjum. Af 120 mögulegum stigum í vistunarmatinu vom veitt að meðaltali 26,4 (± 0,8) í þjónustu og 60,7 (± 1,3) í hjúkrun, stigvaxandi með aukinni þörf. Samanburður á einstökum liðum matsins sýnir að einstaklingar metnir í þjónustu hafa fyrst og fremst félagslegan vanda, en einstaklingar metnir í hjúkmn hafa, auk félagslegs vanda, lakari líkamlega heilsu, heilabilun og/eða fæmitap. Þáttur heilabilunar í vistun var skoðaður sérstaklega og reyndust 78,5% metinna í hjúkmn hafa einhverja heilabilun (39,6% með mikla eða afar mikla; 24,8% með þó nokkra; 15,8% með væga). Af þeim sem eru metnir í brýna eða mjög brýna þörf fyrir hjúkrun eru 65,8% með þó nokkra eða meiri heilabilun. Líkamlegt heilsufar og hreyfifærni varðveitist að mestu uns heilabilun er komin á hátt stig, andleg líðan er ótengd, en aðrir þættir stigversna með vaxandi heilabilun. Nývistaðir á árinu vora 172, var meðal biðtími þeirra frá fyrsta mati 176,4 (±15,6) dagar fyrir þjónustu en 164,3 (± 17,3) fyrir hjúkrun. Vistaðirvora, samanborið við þá sem biðu þjónustu, oftar í biýnni þörf, karlar, fráskildir, með lakara líkamlegt heilsufar, lakari eigin aðstæður og heimilisaðstæður. Enginn marktækur munur var á vistuðum og þeim sem biðu hjúkrunar. Af öllum metnum létust 117 á árinu. Lélegt Iíkamlegt heilsufar skv. vistunarmati hefur fylgni við dauða í báðum hópum, en auk þess sýnir léleg færni og lakar eigin aðstæður fylgni við dauða í hjúkmnarhóp. Umræða: Vistunarmat aldraðra er staðlað mat sem gefur ítarlega mynd af orsakaþáttum vistunar og sýnir að félagslegir þættir búa að baki vistunar í þjónustu, en að vistun í hjúkran hafi fjölþættari orsakir, þar sem heilabilun er áberandi algeng. AUGNFYLGIKVILLAR ALNÆMIS Guðmundur Kr. Klemenzson LHÍ Augnfylgikvillar alnæmis era algengir og oft mjög alvarlegir. Kannað var algengi augnfylgikvilla á fslandi, lifun sjúklinga eftir að þeir hafa fengið augnfylgikvilla og fötlun þeirra. Gerð var aftursæ rannsókn þar sem farið var yfir gögn og augnbotnamyndir HlV-smitaðra sjúklinga með augnfylgikvilla. Tíu HlV-jákvæðir sjúklingar komu til skoðunar á augndeild Landakotsspítala fram til 1. apríl 1993. Sjö þeirra höfðu augnfylgikvilla (6 þeirra vora með alnæmi). Þrír vora látnir 1. apríl 1993. Augnsjúkdómar skiptust þannig: fjórir sjúklingar með cytomegaloveira sjónhimnubólgu, einn með sjóntaugariýrnun, einn með langvinna herpes simplex homhimnubólgu og fimm með æðasjúkdóma í augnbotni. Lifun eftir sjónhimnusýkingar var 10, 12.5 og 14 mánuðir. Þrír sjúklingar urðu lögblindir (<6/60 á betra auga). Tveir fengu sjón-himnulos og annar þeirra fór í aðgerð á báðum augum þess vegna. Augnfylgikvillar alnæmis geta valdið alvarlegri fötlun. Horfur eru á að þeir verði vaxandi vandamál eftir því sem alnæmissjúklingum fjölgar og þeir lifa lengur með betri meðferð. AFDRIF SJÚKLINGA EFTIR KRANSÆÐASKURÐAÐGERÐ: SJÚKLINGAR MEÐ ÞRENGSLI f UPPTÖKUM VINSTRI KRANSÆÐAR Hallerímur ^6100^550^'. Arni Kristinsson2 ‘LHI, 2Lyflækningadeild Lsp Inngangnr: Stærstur hluti vinstri slegils er nærður af vinstri kransæð. Þannig verða áhrif þrengsla í upptökum hennar (höfuðstofni) mikil og þau eru talin vera sterkasti einstaki forspárþáttur fyrir sjúklinga með þrengsli í kransæðum. Sjúkdómurinn er sjaldnast bundinn við höfuðstofninn og eykur það á áhættu þeirra. A áttunda áratugnum vora gerðar rannsóknir á sjúklingum með höfuðstofnsþrcngsli þar sem boraar vora saman horfur eftir lyfjameðferð og kransæðaskurðaðgerð. Þær sýndu fram á mun betri horfur hjá þeim er fóru í kransæðaskurðaðgerð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni höfuðstofnsþrengsla hér á íslandi, útbreiðslu, kynskiptingu, tegund aðgerðar, lifun og dánarorsakir. Efniviður og aðferðir: Inntökuskilyrði í rannsóknina vora: 50% þrengsli í upptökum vinstri kransæðar (höfuðstofni, LMS) sjúklinga er farið hafa í kransæðaskurðaðgerð (CABG). Tímabil rannsóknar var frá 1974 til 1992. Notuð vora gögn á lyfja-, handlækninga- og röntgendeildum Landspítala og Borgarspítala, gögn frá Tryggingastofnun ríkisins, erlend læknabréf og aðgerðalýsingar. Niðnrstöður: Á tímabilinu hafa 1734 íslendingar farið í kransæðaskurðaðgerð, 293 voru með höfuðstofnsþrengsli eða 17%. Tíu prósent höfðu marktæk þrengsli í LMS, 22% í LMS auk einnar af meginkransæðum (framveggskvísl, umfeðmingskvísl eða hægri kransæð), 39% í LMS og tveimur og 29% í LMS og þremur. Aðgerðardánartíðni (operative mortality) alls hópsins var 4.8%, 5.7% hjá þeim sem fóru í uppskurð erlendis og 3.7% á Landspítala. Aðgerðardánartíðni hjá sjúklingum með þrengsli í LMS og LMS og einni æð var 3%, 5% hjá LMS og tveimur æðum og 6% hjá LMS og þremur æðum. Athugun á langtímalifun sýndi 90% 3 ára lifun, 85% 5 ára lifun og 74% 10 ára lifun. Ályktun: 1) Höfuðstofnsþrengsli eru algengari hjá íslendingum en útlendingum, þar sem tíðnin er um 10%, 2) Langtímahorfur hópsins eftir aðgerð og aðgerðardánartíðni á Landspítala era sambærilegar við erlendar rannsóknir. LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.