Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 82

Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 82
BRÁÐ OG LANGVINN ÁHRIF KLÓRGUFUEITRUNAR Á ALMENNT HEILSUFAR OG SÉRSTAKLEGA LUNGNASTARFSEMI Raimsókn á hópl fólks eflir vinnuslys Helena Sveinsdóttir1. Magni Jónssson2 'LHI, 2I.yflœkninga- og rannsóknadeild Bsp Inngangur: Þekkt er að eitrun af völdum klórgufu veldur bráðum ertingareinkennum í slímhúðum augna og loftvega. Meiri og langvinnari eitrun veldur oft bráðum bólgubreytingum í stærri og smærri Ioftvegum og jafnvel lungnabjúg sem getur leitt til dauða. Flestar rannsóknir sýna lítil eða engin langtímaáhrif á lungnastarfsemi en aðrar benda til aukinna asthmaeinkenna eða jafnvel vægrar herpu í formi lækkaðs RV. Efnivlður og aðferðir: Vegna mistaka var tveimur klórhreinsiefnum blandað saman á hreinsikerfi kjúklingasláturhúss í aprfl 1986 með þeim afleiðingum að hrein klórgufa komst út í andrúmsloftið. Nær allir kjúklingar sem í búinu voru drápust og 15 starfsmenn urðu fyrir mismunandi mikilli eitrun af völdum gufunnar. Þeir komu allir til skoðunar á Borgarspítalann strax eftir slysið og svo þrisvar eftir það: tveimur vikum síðar, hálfu ári síðar og nú sjö árum eftir að slysið átti sér stað. f endurkomunum var fólkið skoðað, líkamlegt ástand og einkenni metin, blóðgös fengin og öndunarmæling framkvæmd, með það í huga að fylgjast með langtímaáhrifum klórgufueitrunar. Niðarstöður: í því tilfelli sem hér ræðir var klórgufan í miklu magni en fólkið komst hins vegar fljótt út og varð því að jafnaði fyrir lítilli eitrun. Allir fengu bráð einkenni sem voru hósti, sviði í augum og öndunarfærum, andþyngsli og hræðsla. Almennt ástand og hypoxemia á slysdegi leiddi til innlagnar tveggja á gjörgæsludeild og fjögurra á gæsludeild. Flestir höfðu óeðlilegan alveolar-arterial (A-a) mun á slysdegi (23,3 +/-15,8) sem bendir til þess að við slysið hafi orðið bráðar breytingar í loftvegum eða lungnavef. A-a munur er eðlilegur við næstu mælingu (11,7 +/ -9,2) og er það marktækur munur (p=0,01). Öndunarmælingar voru í öllum tilvikum innan viðmiðunarmarka. VC og FEV, gildi hópsins hafa aukist, sem að hluta skýrist af því að á þeim tíma sem slysið varð hafi þeir yngstu ckki verið búnir að ná fullum lungnastærðum. Þannig jókst VC að meðaltali um 1,2 1 hjá þeim sem fæddir voru '66 eða síðar, en um 0,5 1 hjá þeim eldri. Einnig gæti skýringin verið sú að önnur tæki voru notuð við framkvæmd síðustu öndunarmælingarinnar. í þessari rannsókn sást sama tilhneiging í minnkuðu RV og áður hefur verið sýnt fram á og var meiri lækkun hjá þeim hluta hópsins sem hafði óeðlilegan A-a mun á slysdegi. Við getum þó ekki staðfcst marktæka breytingu (p=0,07) þar sem gildin eru öll innan viðmiðunarmarka. Hjá þeim manni scm varð fyrir hvað mestri eitrun er RV nú þó komið undir eðlilega prósentu af normalgildi (76%). Ályktnn: Langtímaáhrif þessa slyss virðast ekki hafa orðið veruleg þrátt fyrir töluverð einkenni í upphafi. Helst er að nefna minnkað RV hjá hluta hópsins, mest hjá þeim manni sem verst varð úti. Önnur skýring gæti verið að strax eftir slysiðhafi orðið breytingar í lungum þannig að RV hafi aukist, en sé nú að verða eðlilegt. ÁGRIP AF AKÚT ABDOMEN Lýsandi framsýn rannsókn á Bráðamóttöku Landspítala (BMTL) Herbert Arnarsson'. Jónas Magnússon2 ‘LHÍ, 2Skurðlœkningadeild Lsp Inngangar: Framsýn lýsandi rannsókn með það að markmiði að meta greiningu BMTL á bráðum kviðverkjum. Efniviðnr og aðferðir: Allir sjúklingar er komu á BMTL vegna kviðverkja á tímabilinu 20. mars til 1. mai 1993 að undanskildum börnum. Upplýsinga safnað á BMTL um hvem sjúkling á þar til gerð eyðublöð, sjúklingum fylgt eftir í rannsóknir og aðgerðir ef til kom. Lokagreiningar, PAD-svör, ofl. fengið í sjúkraskrám. Niðnrstöðnr: Sjúklingar urðu 84(n=84) á aldrinum 14 -96 ára, meðalaldur 50,8 ár og kynskipting 1:1. Endanlegar sjúkdómsgreiningar: ;. Óljósir kviöverkir(NSAP) 25 (30%) 2. Nýrnasteinar 11 (13%) 3. Bráð botnlangabólga 8 (9,5%) 4. Garnastifla 8 (9,5%) 5. Díverticulítis 6 (7%) 6. Bráð gallblöðrubólga 5 (6%) 7. Krabbamein 4 (4,5%) S. Perforeruð görn 3 (3,5%) 9. Gyn-sjúkdómar 3 (3,5%) 10. Þvagfœrasýkingar 3 (3,5%) 11. Ulctts pepticum 2 (2,5%) 12. Annað 6 (7,5%) Greiningarhæfni (diagnostic accuracy) var um 69 % þ.e. 40 sjúklingar, af 58 er fengu staðfesta greiningu, greindust að lokinni 1. skoðun. Botnlangatökur vora 11 og þar af 3 eðlilegii= 27% neg.appendect.rate. Meðaltími að bráðri aðgerð tæpir 7 tímar en að bráðri botnlangatöku rúmir 5 tímar. Fengnar voru 21 rtg.abdomen og 10 (47,5%) greindu(l subileus, 6 ileusar og 3 perforationir). Gerðar voru 13 ómanir og 3 (23 %) greindu(3 gallblöðrubólgur). Fengnar 12 I.V.U. og 11 (91,5%) greindu(6 steinar, 5 engir steinar). Ályktnnir: Tíðni bráðra kviðverkja reyndist minni er gert var ráð fyrir og sjúklingar urðu því t.t.l. fáir og erfitt að draga marktækar ályktanir. Vert er þó að benda á að klíníska skoðunin gefur um 70 % réttra greininga sem undirstrikar mikilvægi hennar. Botnlangabólga er erfið í greiningu en engar sérhæfar rannsóknir eru til hjálpar. Há tíðni krabbameina kemur á óvart sem orsök bráðra kviðverkja. Og þá væri nauðsynlegt að framlengja rannsóknina til að aukin marktækni náist. RANNSÓKN Á ALGENGI OG NÝGENGI BLÓÐRÁSATRUFLANA í GANGLIMUM ÍSLENSKRA KARLA; TENGSL VIÐ LÍKAMSEINKENNI Ineimar Örn Ineólfsson'. Gunnar Sigurðsson2, Helgi Sigvaldason2, Nikulás Sigflísson2, Guðmundur Porgeirsson2 ‘LHI, 2Rannsóknarstöð Hjartaverndar Inngangur: Ahættuþættir kransæðasjúkdóma hafa verið ítarlega rannsakaðir, bæði hér og erlendis. Hins vegar hefur minni upplýsinga verið aflað um algengi og nýgengi æðakölkunar í slagæðum ganglima og tengsl þeirra við áhættuþætti/ líkamseinkenni. Rannsókn Hjartaverndar gefur okkur gott tækifæri til að kanna þetta, en hún er fjölmenn ferilrannsókn sem staðið hefur yfir í tæp 25 ár. Efni og aöferðir: f hóprannsókn Hjartaverndar mættu 9135 karlar á aldrinum 34-80 ára, einu sinni eða oftar. Á hverjum þátttakanda voru gerðar ýmsar rannsóknir og cinnig gengu þeir undir læknisskoðun. Leitað var að sjúkdómsgreiningunum claudicatio intermittens og claudicatio intermittens obs. sem fengnar voru eftir að þátttakandi hafði merkt við ákveðna spumingaröð í spumingalista Hjartaveradar. Staðfesta greiningin fékkst að lokinni læknisskoðun þegar þátttakandi var með Iitla eða enga púlsa. Eftir að hópurinn var fundinn var farið í 76 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.