Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 86

Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 86
preterm delivery is somewhat higher and even perinatal mortality is higher in one group. We also found that aborts are more frequent as socioeconomical situation gets worse. Small for gestational age infants are born to poorer mothers and premature rupture of the membranes are more common. High socioeconomical standard brings some risk also. In this group it was found that symfysiolysis was more common as well as premature contractions of the uterus and preeclampsia. RANNSÓKN Á GILDI ÁREYNSLUPRÓFA SEM FRAM- KVÆMD VORU Á LANDAKOTSSPÍTALA 1986-1992 Marerét Áseeirsdóttir1. Asgeir Jónsson2, Jón V. Högnason2 'LHÍ, 2Lyflœkningadeild Lkt Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna gildi áreynsluprófa til að 1) greina kransæðasjúkdóm 2) fylgjast með þróun(progress) kransæðasjúkdóms 3) meta árangur aðgerða eða lyfjameðferðar og 4) meta á hve háu stigi sjúkdómurinn er. Efniviður og aðferðir: Þetta er afturskyggn (retrospektíO rannsókn sem nær til 1431 sjúklings sem fóru í áreynslupróf á Landakotsspítala á árunum 1986-1992. Lýst verður niðurstöðum athugunar á 103 einstaklingum sem fóru í áreynslupróf á fyrstu 6 mánuðum ársins 1988 en ætlunin er að ljúka rannsókninni á næstu mánuðum. Eins og áður var sagt nær rannsóknin til 103 einstaklinga, 76 karla (74%) og 27 kvenna (26%). Alls voru 28 með jákvæð próf (27%), 23 með óviss próf (22%) og 52 með neikvæð próf (51%). Meðalaldur allra sem fóru í áreynslupróf var 55,1 ár. Þær ábendingar sem eru fyrir áreynsluprófi eru 1) grunur um kransæðasjúkdóm, 2) þekktur kransæðasjúkdómur, 3) sjúklingur hefur farið í hjáveituaðgerð (coronary bypass)og 4) sjúklingur hefur farið í útvíkkun (FTCA). Niðurstöður: 1) 75 voru grunaðir um að hafa kransæðasjúkdóm og voru 19 jákvæðir(25%), 16 óvissir(21%) og 40 neikvæðir(53%). Alls fóru 25 sjúklingar af þessum 75 (33%) í hjartaþræðingu og hún sýndi að 19 voru með kransæðasjúkdóm. Einungis 2 sem voru með neikvætt áreynslupróf fóru í hjartaþræðingu og báðir reyndust vera með kransæðasjúkdóm. 6 höfðu engan sjúkdóm skv hjartaþræðingunni. 2) 23 sjúklingar voru með þekktan kransæðasjúkdóm og voru 9 jákvæðir(39%), 5 óvissir(22%) og 9 neikvæðir(39%). 20 fóru í hjartaþræðingu sem staðfesti kransæðasjúkdóm í öllum tilfellum. 3 neikvæðir fóru ekki í þræðingu. 3) 3 sjúklingar fóru í áreynslupróf eftir kransæðaaðgerðog voru allir með neikvæð próf. 4) 2 höfðu farið í útvíkkun og voru báðir með óviss áreynslupróf. Annar þeirra fór í hjartaþræðingu sem sýndi marktæk þrengsli í einni æð. 5)Athugað var hvort áreynslupróf yrðu fyrr jákvæð ef sjúkdómurinn væri á háu stigi. Ö ljós kom að þeir sem voru með 3ja æða sjúkdóm urðu jákvæðir eftir 4-12 mín. en þeir sem voru með sjúkdóm í einni æð urðu jákvæðir eftir 6- 16 mín. Þeir sem voru með jákvæð áreynslupróf en eðlilegar kransæðar (3 einstaklingar) urðu jákvæðir eftir 9-20 mín.. Miðað við það úrtak sem hér er stuðst við er næmi prófsins (sensitivity=TP/TP+FN) 71,4%. Það þyðir að í 28,6% tilvika er ekki hægt að greina kransæðasjúkdóm með áreynsluprófi. Þetta eru þó ekki marktækar niðurstöður þar sem úrtakið er of lítið. Ef við reiknum út sértækni prófsins (specificity=TN/TN+FP) verður hún 92% sem þýðir að 8% fá jákvæð áreynslupróf án þess að vera með kransæðasjúkdóm. Ályktun: Af þeim niðurstöðum sem nú liggja fyrir má draga nokkrar ályktanir. 1) Áreynslupróf má nota til að greina kransæðasjúkdóm. 2) jreynslupróf er ágætt próf til að kanna árangur aðgerða. 3) Stærra úrtak þarf til að kanna gildi áreynsluprófs við að fylgjast með þróun kransæðasjúkdóms. 4) Ekki virðist vera neitt samhengi milli þess hve fljótt áreynsluprófið verður jákvætt og þess hve útbreiddur sjúkdómurinn er. Ætlunin er hins vegar að kanna hvort prófið verði fyrr jákvætt eftir því hve æðin (æðarnar) er þröng og er líklegra að samhengi sé þar á milli. HLUTVERK ADP-RIBÓSÝLERINGAR í EDRF- MYNDUN ÆÐAÞELS Oskar Jónsson'. Haraldur Halldórsson21, MatthíasKjeld3 og Guðmundur Þorgeirsson2-4 ‘LHI, 2RHI (lyfjafrœði, 3Rannsóknarstofa í blóðmeinafrœði, 4Lyflœkningadeild Lsp Inngangur: Endothelium-derived relaxing factor (EDRF) er öflugt æðavíkkandi efni framleitt af æðaþelsfrumum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í stjómun á viðnámi æða og þar með stjómun á blóðflæði og blóðþrýstingi. Minnkuð framleiðsla þess hefur verið tengd ýmsum sjúkdómum og má þar nefna æðakölkun, hjartadrep, háþiýsting og lungnaháþrýsting. Nú þykir fullvíst að EDRF er köfnunarefnisoxíð (NO) og er nitroclycerin og önnur nitröt talin virka eftir sama ferli og EDRF. Myndun EDRF er háð örvun fmmnanna með agonistum (t.d. histamini, thrombini eða acetylcholini) sem valda hækkun í [Ca2* ]í og virkjun NO-synthasa sem myndar EDRF. Nýlega var sýnt fram á að örvun æðaþelsfruma með histamini til framleiðslu á prostacyclini (PCI2) er háð ADP- ribósýleringu. I þessari rannsókn athuguðum við hvort það sama eigi við um EDRF. Efniviður og aðferðir: Notaðar vora ræktaðar æðaþelsframur úr bláæð naflastrengja frá mönnum. Frumumar voru örvaðar með ýmsum agonistum til þess að framleiða EDRF og athuguð voru áhrif MIBG sem er sértækur mono-ADP-ribósýleringar hindri og nicotinamiðs sem hindrar bæði mono- og poly-ADP- ribosyleringar. Myndun á EDRF var mæld óbeint með mælingu á cGMP með radioimmunoassey. Niðurstöður: MIBG (0,3 mM) dregur úr EDRF myndun sem fæst með histamin (5,5 M) örvun um 90,8% en hefur engin áhrif á EDRF myndun sem fæst með örvun framnanna með thrombini (lu/ml), bradykinin (1,0 M) eða leukotrien C4 (150 ng/ml). MIBG (0,3 mM) hindraði einnig EDRF myndun sem fæst með örvun frumnanna með pervanadate (0,25/0,025 mM) sem er fosfatasa hemill og eykur þannig tyrosin fosfórun í framunum. Hins vegar hefur það engin áhrif á svörun framnanna við A1F4- (30,0 mM) sem örvar G-prótein. Nicotínamíð (6,25 - 100 mM) eykur EDRF myndun æðaþelsframnanna eftir örvun þeirra með histamini (5,5 M), thrombini (lu/ml) og Ca2* jónferjunni A23187 (0,4 M). Ályktun: Histamine örvar EDRF myndun æðaþelsframna í gegnum ferli háð mon-ADP-ribósýleringu. Líkur benda til þess að histamine örvi inositol boðkerfið m.a. gegnum fosfolipasa C og örvun hans sé háð mono-ADP-ribósýleringu. Líklega hefur ADP-ribósýlering hamlandi áhrif á NO-synthasann og/eða guanylate cyclasann og gæti þannig gegnt hlutverki í stjórnun þeirra. Hindrun þessarar ADP-ribósýleringar minnkar þessar hömlur og eykur þannig myndun á cGMP í æðaþelsfrumum. 80 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.