Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 87

Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 87
NON-SEMINOMA KRABBAMEIN f EISTUM ÍSLENSKRA KARLA 1971-1990: Greinfng, stignn og lífshorfur. -Kiínfsk rannsókn á 43 tilfellnm -. Revnir Biörnsson'. Sigurður Björnsson2, Tómas Guðbjartsson3, Guðmundur V. Einarsson3 'LHÍ, 2Krabbameinslœkninga- og 3Þvagfœraskurðdeild Lsp Krabbamein í eistum eru langflest seminoma eða non- seminoma (NS) og eru þau síðarnefndu tæpur helmingur tilfellanna. Erlendis hafa lífshorfur sjúklinga með NS batnað mikið síðustu 2 áratugina í kjölfar öflugri lyfjameðferðar. Ekki eru til upplýsingar um lífshorfur sjúklinga með NS hér á landi en nýgengi krabbameins í eistum hefur verið lágt á íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna með hvaða hætti þessir sjúklingar greinast hér á landi, lífshorfur þeirra og stiga sjúklingana við greiningu. Gerð var afturskyggn klínísk rannsókn á öllum þeim sem greindust með NS. krabbamein í eistum (ICD-7 178) á Islandi frá 1. jan. 1971 - 31. des. 1990, skv. Krabbameinsskrá krabbameinsfélags íslands. Frekari upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám. Alls greindust 43 karlar á tímabilinu, meðalaldur 25,6 ár, bil 17-46 ár. Skráð voru upphafseinkenni og tímalengd einkenna. Öll æxlin voru flokkuð eftir vefjagerð, og eftir 1978 voru allir sjúklingamir stigaðir skv. TNM-stigunarkerfinu. Sjúkl. var skipt í tvo hópa, hóp A (n=ll) sem eru sjúklingar greindir fyrir 1978 og hóp B (n=32) greindir 1978 og síðar. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan Meier en við aðra útreikninga var notast við kí-kvaðrat, fjölbreytugreiningu Cox og t-próf. Nýgengi NS á rannsóknatímabilinu hér á landi var 1,8 / 100.000 karla á ári. Allir sjúklingamir greindust á lífi með einkenni og vom algengustu einkennin fyrirferð (n= 42, 98%) og verkur í pung (n=23, 53%). 11 sjúklingar höfðu einkenni meinvarpa (26%), oftast kviðverki vegna meinvarpa í retroperitoneal eitlum. Fimmti hver (21%) sjúklingur hafði einkenni í > 6 mán. fyrir greiningu en 7% < 2 vikur. NS greindist oftar í hægra eista (n=26, 60%) en í því vinstra (n=17, 40%). Stærð æxlanna var á bilinu 10 - 80 mm í mesta þvermál, meðaltal 40 mm. Af 32 sjúklingum sem greindust eftir 1978 voru 50% á stigi I, 3% á stigi II, 34% á stigi III og 13% á stigi IV. Fimm ára lífshorfur vom 81% fyrir hópinn í heild, 36% fyrir hóp A og 100% fyrir hóp B. Marktækur munur var á lífshorfum hópa A og B (p<0,005). Sjö (64%) sjúklingar dóu í hópi A, allir af völdum NS , en einn (3%) í hópi B úr AML. Nýgengi NS er Iágt hér á landi miðað við Danmörku og Noreg en stigun æxlanna er svipuð. Lífshorfur eru sambærilegar við nágrannalöndin. Líkt og erlendis vænkuðust horfur vemlega upp úr 1978 en þá var farið að nota saman cisplatín, vinblastin og bleomycin í meðferð NS. ÁHRIF T-HJÁLPARFRUMNA (CD4+) OG T- BÆLIFRUMNA (CD8+) Á VÖXT BRJÓSTAKRABBAMEINSFRUMNA Siefus Orri Bollason1. Helga M. Ögmundsdóttir2, Leifur Þorsteinsson3 ‘LHI, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Islands t sameinda og frumidíffrœði, 3Blóðbanki Islands Langt er síðan að mönnum varð ljóst að íferð eitilfmmna (aðallega T-eitilframna) í brjóstakrabbamein er algeng, en enn er margt á huldu um starfsemi og mikilvægi þessara eitilfrumna í baráttunni við krabbamein. In vitro rannsóknir á Rannsóknarstofu K.í. hafa sýnt að ósundurgreindar eitilfmmur svo og einangraðar drápsfmmur (NK) og makrófakar hindra vöxt í brjóstakrabbameinsfrumu- línum. Hins vegar höfðu ósundurgreindar eitilfrumur örvandi áhrif á vöxt fmmna sem ræktaðar voru beint úr brjóstakrabba- meinsæxlum í helmingi tilfella. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna hvort og þá hvaða undirflokkar T-eitilfrumna gætu haft örvandi áhrif á vöxt brjóstakrabbameinsframna. Notaðar vom vel þekktar fmmulínur úr brjóstakrabbameini og eitilfrumur einangraðar úr "buffy coat”, blóðgjafablóði. Hjálparframur og bæli/drápsfmmur voru síðan einangraðar úr blóðinu með segulkúlum þöktum einstofna mótefnum gegn CD4 og CD8 antigenum ("Dynabeads”). Vöxtur krabbameinsfrumna í samrækt eitil- og krabbameinsfrumna var svo metinn eftir ákveðinn tíma. Eitilfmmurnar reyndust hamla vexti krabbameinsfrumnanna. Nokkur munur var á næmni mismunandi krabbameinsframulína og var T-47D línan næmari en ZR-75-1. Ósundurgreindar eitilframur hömluðu vexti krabbameinsframnanna yfirleitt mest, bæli/drápsframur næstmest og hjálparframur hömluðu minnst. Ein tilraun með ZR-751 sýndi vaxtaraukningu af völdum hjálparframna. Þær eitilframur sem hér vora notaðar CD4+ og CD8+, reyndust alltaf utan eins tilviks með CD4+ , hafa vaxtarhamlandi virkni á krabbameinsframulínur. Það verður því að teljast líklegt að þær eitiiframur sem höfðu vaxtarörvandi áhrif á krabbameinsfrumur ræktuðum beint úr brjóstakrabbameinum séu enn ófundnar. Þó er hugsanlegt að einangraðar CD4+ og CD8+ eitilframur haft önnur áhrif á vöxt krabbameinsfrumna beint úr æxlum. Að lokum skal þess getið að mikill “einstaklingsmunur” er á æxlum, bæði framræktunum úr æxlisvef og á krabbameinslínum, t.d. hvað varðar tjáningu vefjaflokkasameinda. Því er það svo að alls ekki er hægt að alhæfa um áhrif ónæmiskerfisins á æxli með rannsóknum á fáum gerðum æxla. METABOTROPIC GLUTAMATE RECEPTORS INCREASEINTRACELLULAR CALCIUM IN ASTROGLIAL PRIMARY CULTURES A microspectrolluorimetric study Sverrir Þór Hilmarsson1 ‘LHÍ, Institute of Neurobiology, Department of Histology University of Göteborg, Göteborg, Sweden Cytosolic Ca2‘ ( [Ca2*]i) activity was measured in individual type 1 astroglial cells in primary culture after exposure to the metabotropic glutamate receptor agonists glutamate (Glu), trans- l-amino-cyclopentyl-l,3-dicarboxylic acid (ACPD) or ibotenate (Ibo) by using the Ca2* indicator Fura-2/AM in a computerized microspectrofluorimetric system. Various patterns of Ca2* transients were observed, but the most common was biphasic, having an ínitial sharp peak, rising immediately after stimulation, and then declining to a lower but sustained Ca2* level. The biphasic curve forms, after stimulation with Glu, ACPD or ibotenate were reduced to single-phase curves with unaffected or slightly reduced initial peaks when the stimulations were performed in a Ca2*-free medium.The response after ACPD stimulation was not blocked by NBQX, nor was it blocked by pertussis toxin (PTX). The response to stimulation by glutamate was not blocked by either nifedipin or PTX. The results verify that astroglial cells in primary culture do express metabotropic glutamate receptors, LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.