Læknaneminn - 01.10.1993, Side 88

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 88
and that these receptors might be coupled to PTX insensitive G- proteins. NOTKUN GETNAÐARVARNAPILLUNNAR Á ÍSLANDI Valdís F.ManfreðsdóUir1. Laufey Tryggvadóttir2, Hrafn Tulinius1, G.Birna Guðmundsdóttir2, Guðrídur H.Ólafsdóttir2, Jón Hersir Elíasson' ‘LHÍ, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands Inngangor: Um 1960 má segja að pillan komist á almennan markað í heiminum og á sama tíma hófst innflutningur hennar til íslands. Á þessum rúmlega 30 árum hefur pillan náð mikilli útbreiðslu um allan heim. Aukaverkanir hennar eru vel þekktar en með tilkomu lágskammta-pillunnar hefur þeim fækkað til muna. í nýlegum rannsóknum hefur þó komið í ljós að ef til vill sé samband milli langtíma pillunotkunar ungra kvenna og brjóstakrabbameins fyrir tíðarhvörf. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga mynstur pillunotkunar á íslandi frá 1965-1989. Efniviðar og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar sem Leitarstöð Krabbameinsfélags Islands hafði aflað. Á þessum 24 árum hefur byggst upp gagnabanki með upplýsingum um fæðingarsögulega þætti frá um 74.000 konum. Kallast þessi banki Heilsusögubanki Leitarstöðvar K.f. Gögnin í Heilsusögubankanum em á tölvutæku formi. Niðurstöður: Af þeim konum sem hafa allt sitt frjósemisskeið haft tækifæri til að taka pilluna, hafa um 90% einhverntíman prófað pilluna. Tæplega helmingur kvenna á aldrinum 20-24 ára tók pilluna árið 1989. Aftur á móti hefur notkunin farið minnkandi hjá eldri aldurshópunum og einungis 3% kvenna 40-44 ára kaus pilluna sem getnaðarvöm 1989. Frá þvf pillan kom á markaðinn hefur aldur við upphaf pillunotkunar sífellt verið að færast neðar og hófu flestar konur, sem vora fæddar eftir 1950, pillutöku fyrir tvítugt. Ályktun: Ljóst er að nauðsyn er á áframhaldandi rannsóknum, sérstaklega á sambandi brjóstakrabbameins og pillunotkunar ungra kvenna, þar sem svo mikill fjöldi ungra kvenna á íslandi kjósa pilluna sem getnaðarvöm. Okkar upplýsingar koma frá konum sem mæta í leitina, þess vegna er ekki hægt að segja að okkar niðurstöður gildi fyrir allar íslenskar konur. Þó gefur lýsandi rannsókn sem þessi mynd af pillunotkun íslenskra kvenna þar sem stór hluti þcirra hefur einhvemtíman mætt í Ieitina. ÁHRIF HITASTIGS Á VERKUN SÝKLALYFJA GEGN PSEUDOMONAS AERUGINOSA Vidar Mcienússson'. Þórunn Jónsdóttir1. Helga Erlendsdóttir2, Sigurður Guðmundsson2 'LHÍ, 'Sýkladeild Bsp Inngangur: Eftirvirkni sýklalyfja (postantibiotic effect) kemur fram hjá ýmsum gerðum sýkla eftir tiltekin sýklalyf og felst í hömlun á vexti sýkils löngu eftir að lyf er horfið af sýkingarstað. Eftirvirkni þessi er háð tegund sýkils og sýklalyfi, þéttni þess og lengd verkunar, fjölda lyfja og sýrastigi umhverfisins. Hækkaður líkamshiti er eitt af algengustu einkennum sýkinga. Margt bendir til þess að hækkaður hiti hafi örvandi áhrif á ýmsa þætti ónæmiskerfisins, en minna er vitað um áhrif hans á vöxt sýkla og sýklalyf gegn þeim. f þessu tilliti höfum við rannsakað áhrif hitastigs á vaxtarhraða og verkun sýklalyfja gegn P. aeruginosa. Efniviöur og aðferðir: Við athuguðum áhrif mismunandi hitastigs (35.5“C, 38.5°C og 41.0°C) in vitro á vaxtarhraða, hammörk (MIC), sýkladráp og eftirvirkni fjögurra lyfja (tobramycin, ciprofloxacin, imipenem og ceftazidimc) gegn þremur stofnum af P. aeraginosa (ATCC 27853, NTCC 94966 og klínískur stofn B 408). Til að meta eftirvirkni voru lyf í l-8x MIC þéttni Iátin verka í 1 klst. á sýkil og síðan numin brott með þynningu. Fylgst var með vexti sýklanna eftir þynningu með líftalningu (cfu/ml) og eftirvirkni mæld sem sá tími sem það tók sýkilinn að vaxa 1 loglOcfu/ml að frádregnum þeim tíma sem viðmiðunarsýni þurfti til sýna sama vöxt. MIC voru ákvörðuð með E-test. Dráp var reiknað útfrá þéttni sýklanna eftir verkun lyfja að frádreginni upphafsþéttni þeirra. Vaxtarhraði viðmiðunarsýklanna var metinn út frá líftalningu eftir 3 klst. Nlðurstöður: Vaxtarhraði sýkilsins var frá 1.4±0.1 (meðaltal±standard error) til 1.6±0.1 logl0cfu/ml/3klst. eftir hitastigi. MIC lyfjanna gegn P. aeruginosa var 1.3-4 falt lægri við 41.0°C heldur en við 35.5°C. Dráp P. aeruginosa af völdum þessara lyfja var á bilinu 0-0.7 loglOcfu/ml/klst við 35.5°C eftir lyfjategund og -þéttni og breyttist <0.5 við hærri hitastig. Ákveðin hneigð sást til styttingar eftirvirkni með hækkandi hitastigi, en hún reyndist almennt ekki marktæk. Eftirvirkni við mismunandi hitastig eftir tobramycin var frá 0.9±0.3 til 1.1±0.2 (p=NS), eftir ciprofloxacin frá 0.2±0.1 til 0.6±0.2 (p=NS) og eftir ceftazidime frá -0,5±0.2 til -0.2±0.1 (p=NS). Munur á eftirvirkni eftir imipenem við mismunandi hitastig reyndist aftur á móti marktækur, en hann var frá 0.6±0.3 til 1.7±0.2 (p=0.012). Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum okkar virðist vera ákveðin hneigð til lækkunar á MIC við hækkandi hitastig. Vaxtarhraði var mestur við 38.5°C en minnkaði við hærra og lægra hitastig. Dráp af völdum tobramycins og ciprofloxacins var mest við 38.5°C en imipenem og ceftazidime virðast hins vegar óháð hitastigi hvað þetta varðar. Eftirvirkni lyfjanna er mislöng og breytist mismikið eftir hitastigi. Við 35.5°C hefur imipenem lengsta eftirvirkni því næst tobramycin og svo ciprofloxacin en ceftazidime hefur enga eða jafnvel neikvæða eftirvirkni. Hækkað hitastig virðist almennt stytta eftirvirkni lyfjanna, þó svo að yfirleitt sé ckki um marktækan mun að ræða. Eftir tobramycin og ciprofloxacin sést ákveðin tilhneiging til styttingar eftirvirkni með hækkandi hitastigi sem þó er ekki marktæk. Imipenem sýnir hins vegar marktæka lækkun á eftirvirkni með hækkandi hitastigi. ÖRVUN SYMPATÍSKA TAUGAKERFISINS í MÖNNUM VIÐ STÖÐUGAN SAMDRÁTT f STÓRUM OG LITLUM VÖÐVUM í SAMA ÚTLIM. Þorsteinn Gunnarsson', Christoph Dodt', Yrsa Bergmann Sverrisdóttir', Christopher Lindberg2, Mikael Elam' ‘Klíníska taugalífeðlisfrœðideild, 2Taugadeild Gautaborgarháskóla. Sahlgrenska sjukhuset Inngangur: Með því að stinga hárfínum skautum (nálum) inn í úttaugar á mönnum er hægt að mæla virkni sympatískra tauga til húðar eða vöðva. Þessi rannsóknartækni (microneurography) hefur á síðustu árum aukið verulega skilning manna á stjórnunarhlutverki sympatíska taugakerfisins í hjarta og æðakerfinu við áreynslu. Við stöðugan vöðvasamdrátt/áreynslu (static exercise) eykst virkni sympatískra tauga til vöðva sem era í hvíld sem leiðir til æðasamdráttar í vöðvunum. Þessi aukna sympatíska virkni er 82 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.