Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 90

Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 90
á meðgöngunni eða þungbura. Ráðgjöf um fæðuval var gagnslaus til að draga úr insúlínþörf eða fækka þungburum. Aðalvandamál kvenna með skert sykurþol í meðgöngu virðist vera tilhneiging til að ala stór böm, þótt langflestar konur og böm þeirra bíði ekki skaða af því þegar vitað er um meðgöngusykursýkina og réttri meðferð beitt. LÆRLEGGSBROT MEÐHÖNDLUÐ MEÐ GROSSE- KEMPF MERGNAGLA Pórarinn Örn Sœvarsson1. Brynjólfur Mogensen2, Kristján Róbertsson3 'LH, 2Slysa- og bceklunarlækningadeild & 3Röntgendeild Bsp Inngangur: Sjúklingar sem hljóta lærleggsbrot eru alvarlega slasaðir. Sjúklingar með brot á lærlegg era vandmeðfamir vegna hættu á almennum og staðlægum aukaverkunum. Með tilkomu mergnagla, þar sem mögulegt er að læsa brotinu má mergnegla lærleggsbrot betur en áður. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur mergneglinga með Grosse-Kempf mergnagla. Jafnframt að athuga hvort aðrir mergnaglar hefðu verið notaðir á sama tímabili og þá með hvaða árangri. Efniviðnr og aðferðir: Kannaðar vora sjúkraskýrslur þeirra sem hlutu lærleggsbrot (ICD 821) og voru meðhöndlaðir með mergnagla á Slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans frá 10. október 1987 (fyrsta Grosse-Kempf mergneglingin) til 31. desember 1991. Röntgenmyndir vora endurmetnar, brot sjúklinga flokkuð og gróandi metinn. Niðnrstöður: 31 sjúklingur (24 karlar, 7 konur), með 32 lærleggsbrot, var meðhöndlaður með mergnagla á tímabilinu. Meðalaldur sjúklinganna var 32 ár (15-86 ár). 20 brotnuðu (21 brot) í umferðaislysum, þar af 5 í bifhjólaslysum, 51 vinnuslysum og 6 1 frístundaslysum. 19 hlutu fleiri en einn áverka. 24 brot vora lokuð og 8 voru opin. Staðsetning brotanna var 8 sinnum í efri þriðjungi, 4 sinnum í neðri þriðjungi og 20 sinnum í miðhluta lærleggjarins. 23 lærleggsbrotanna vora kurlbrot. Þver- eða spiralbrot vora 9 talsins. AIS áverkaflokkunin var að meðaltali3.1 (3-4) og ISS meðaltalið var 13,9 (9-29). 26 brotanna vora negld lokuð, en 6 opin. 23 brot vora negld með læstri tækni, en einu sinni var Grosse-Kempf mergnagli notaður án læsingar. Sex sinnum var ekki til nógu grannur læstur mergnagli og var þá notaður einfaldur mergnagli. Að auki var tvisvar notaður einfaldur mergnagli þar sem betra hefði verið að nota læstan mergnagla. Lega brotanna eftir aðgerð var góð nema í einu tilfelli, þar var hún viðunandi. Allir nema tveir fengu sýklalyf, og enginn sýktist. Atta sjúklingar hlutu almennar aukaverkanir, þar af þrír alvarlegar, en jöfnuðu sig. Röntgenmyndir fjögurra sjúklinga eftir aðgerð bentu til þess að þeir hefðu brotnað meira við negl- inguna, en þeir grera án aukaverkana. Allir sjúklingarair grera, nema tveir. Hjá þeim var gerð beingröftun með góðum árangri. Hjá fjóram að auki voru skrúfur fjarlægðar til þess að fremja gró- anda, með góðum árangri. Meðal legutími var 17,8 dagar (3-47). Alyktun: Mergneglingar með möguleika á læsingu kurlbrota virðast skila góðum árangri. Með betri stöðugleika er hægt að koma sjúklingunum fyrr á fætur ef aðrir áverka leyfa. Aðferðin er þó tæknilega krefjandi og ætti aðeins að framkvæmast af bæklunarlæknum, vönum í meðferð mikið slasaðra sjúklinga. BREYTILEIKI HJARTSLÁTTAR OG HREYFIVIRKNI f SVEFNI OFVIRKRA OG HEILBRIGÐRA BARNA Þrándur Úlfarsson1. Rögnvaldur J. Sæmundsson2, Helgi Kristbjarnarson2 ‘LHÍ, 2Rannsóknarstofa geðdeildar Lsp Inngangur: Ofvirkni er eitt algengasta hegðunarvandamál meðal bama. Ofvirk böm era eirðarlaus, óþolinmóð og eiga erfitt með einbeitingu. Rannsóknir síðustu ára benda til þess að ofvirkni eigi sér margar undirliggjandi orsakir, sálfræðilegar, líffræðilegar og félagslegar sem verka saman eða einar sér. Forvitnilegt er að vita hvort svefntraflanir gætu skýrt að einhverju leiti hegðun þessara bama, og eins hvort hjá þeim megi greina afbrigðileika í starfsemi ósjálfráða taugakerfisins. f þessu skyni var gerð mæling á breytileika hjartsláttar og hreyfivirkni í svefni ofvirkra og heilbrigðra bama. Efniviður og aðferðir: Samtals 37 heilbrigð börn, 21 fætt árið 1982 (10 stelpur og 11 strákar) og 16 fædd árið 1986 (11 stelpur og 5 strákar) bára á sér inngripslítið og handhægt mælitæki, DAGRÚNU, í einn sólarhring. Annars vegar skráði tækið fjölda úlnliðshreyfinga á mínútu. Hins vegar skráði það billengd á milli hjartaslaga (R-R bil). Samskonar mæling var gerð á 11 bömum (2 stelpur og 9 strákar) sem fædd eru á árunum 1983-1988 (1985,5) og greind hafa verið ofvirk. Bömin vora beðin að skrá hjá sér hvenær þau fóra að sofa og hvenær þau vöknuðu. Tímabil svefns var valið sem tíminn frá fyrstu 5 mín. án hreyfinga eftir að bömin fóra að sofa til síðustu 15 mín. fyrir uppvöknun. Innan þessa tímabils var fundið út hversu margar mín. vora án hreyfinga og þannig reiknuð hlutfallsleg hreyfivirkni í svefni. Valdir voru stuttir kaflar af hjartsláttargögnum úr DAGRÚNU úr svefnskeiðinu fram að fyrsta REM svefni þar sem breytileiki hjartsláttar var kannaður. Síðan var athugað hvort marktækur munur væri á hreyfivirkni og hjartsláttarbreytileika á milli aldurshópa, kynja, heilbrigðra og ofvirkra. Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur á milli ofvirkra og heilbrigðra á hlutfallslegri hreyfivirkni 1 svefni. Munur á milli kynja var ekki marktækur en hins vegar mældist hreyfivirkni marktækt meiri hjá yngri aldurshópnum (P < 0,05). Þá sýndu mælingar á hjartsláttarbreytileikanum ekki marktækann mun á milli ofvirkra og heilbrigðra né á milli aldurs eða kynja á því tímabili sem skoðað var. Ályktun: Með því að mæla úlnliðshreyfingar reyndist ekki hægt að sýna fram á aukna hreyfivirkni ofvirkra bama í svefni sem stutt gæti þá tilgátu að truflaður svefn eigi þátt í hegðunarvandamálum þeirra. ítarlegri rannsóknir gætu ef til vill sýnt fram á einkennandi svefnmunstur hjá ofvirkum bömum. Ekki reyndist heldur unnt að merkja afbrigðilega stjómun ósjálfráða taugakerfisins með mælingum á breytileika hjartsláttar ef borin voru saman tímabil á milli einstaklinga þar sem hjartsláttarbreytileikinn er tiltölulega stöðugur og áhrif umhverfis lítil. Ef hjartsláttarbreytileikinn væri skoðaður frekar yfir lengra tímabil hjá fleiri einstaklingum mætti ef til vill greina mun á milli þessara hópa. Orsakir ofvirkni kunna að vera mismunandi og er hegðun ofvirkra bama mjög breytileg eftir einstaklingum . Mörkin á milli heilbrigðra og ofvirkra eru oft óljós. Hlutlægar mælingar eins og virknimælingar og mælingar á hjartsláttarbreytileika gætu því reynst mikilvægar til samanburðar á klínisku mati, jafnframt því sem þær gætu varpað Ijósi á undirliggjandi orsök sjúkdómsins. 84 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.