Læknaneminn - 01.10.1994, Page 12
Mynd 3. Fundur út í skurði með UNMOs.
í fæðingu morguninn áður. Hún hafði l'ætt fyrri börn
sín með keisaraskurði. Bíða varð í 12 tíma myrkurs,
til að flytja hana á aðalspítalann í borginni.
Það erkallað á UNMOs í gegnum talstöðina. Tveir
menn, sem voru að safna eldiviði, voru skotnir fyrir
framan UNMOs skrifstofuna. Gamall maður sem fór
þeim til aðstoðar var einnig skotinn og enginn getur
óhultur komið þeim til hjálpar. Reynt hafði verið að
kalla á spænsku friðargæsluliðana (SPANBAT) en
ekki tókst að koma þeim í skilning um hvar aðstoðar
væri þörf, þar sem þeir töluðu hvorki tungumál
innfæddra né ensku. Mjög fáir meðlimir SPANBAT
tala ensku og valda þessir tungumálaerfiðleikar
SPANBAT-manna okkur miklum áhyggjum. Skotið
var á starfsmann Barnarhjálpar Sameinuðu þjóðanna
fyrr í vikunni þegar hún reyndi að koma særðri konu
til hjálpar. Hún lá í blóði konunnar í hálftíma. í hvert
skipti sem hún hreyfði sig skaut leyniskyttan en
skothelda vestið bjargaði henni. Héma tókst að koma
starfsmönnum SPANBAT í skilning um hvað var á
seyði. Þeir komu með reyksprengjur og skriðdreka
og gátu bjargað barnahjálparstarfsmanninum, en
konan reyndist látin. Nú er ætlunin að nota brynvarðan
bíl UNMOs til að korna særðu mönnunum til hjálpar.
Þegar við komurn aftur til Mostarheimsækjum við
spítalann. Hann er til húsa þar sem áður var skrifstofa
hollustuverndar. Allir gluggar og dyr á framhlið
hússins eru þaktir sandpokum til að verjast árásum.
Bráðabyrgðar skurðaðstöðu hefur verið komið upp
íkjallaranum. Röntgenmyndireruteknaráganginum.
Eitt herbergi gegnirhlutverki kaffistofu, setustofu og
svefnherbergis. Þar situr fólk og drekkur te innan um
örmagna sofandi starfsmenn. A næstu hæð eru tvö
herbergi með 35 rúmum, rannsóknarstofu og
blóðbanka. Varla er hægt að ganga milli rúma. Á
rannsóknarstofunni vinnur hjúkrunarfræðingur sem
10
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.