Læknaneminn - 01.10.1994, Page 22

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 22
minnistruflunum, breytt persónuleikanum og skert skilningarvitin. Þeir geta verið allt frá æxlum til æðakölkunar og ýmissa hrörnunarsjíikdóma sem eru torgreindir, sérstaklega á byrjunarstigi. Blóð- flæðisrannsókn getur verið gagnleg við slíkar aðstæður. Alzheimer’ssjukdómureða Alzheimer’s-líkelliglöp (Dementia of Alzheimer’s type, DAT) er algengt form elliglapa. Greiningin er venjulega byggð á klíniskum einkennum, en í 10 - 20 % eru einkennin óljós. Taliðer, aðsjúklegarbreytingarbyrji í Hippoc- ampus. Síðar sésteinnig rýrnun parietalt (Mynd 2a og b). í fjölda vísindarannsókna hefur verið sýnt fram á gagnsemi blóðflæðisrannsókna við greiningu Alzhe- imer’s sjúkdóms. Dæmigert,en þóekki sérkennandi, er minnkað flæði temporalt og parietalt beggja vegna. Þetta mynstur má einnig sjá við sjúkdóm Parkinsons ásamt öðrum. Annað mynstur er minnkað flæði frontalt og frontotemporalt beggja vegna. Megineinkenni eru persónuleika- og háttarlagsbreytingar en minnis- truflanir eru litlar. Þessi “Frontal lobe dementia ” er afmörgum talin sérstakursjúkdómur, en geturþó sést sem hluti í flóknari sjúkdómsmynd (Mynd 3). “Multiinfarkt dementia” einkennist af misstórum svæðum með litlu sem engu blóðflæði. Þetta getur verið torgreint með CT. Framrás þessa má hindra með lyfjameðferð. Meirihluti alnæmis sjúklinga fá fyrr eða síðar einkenni frá miðtaugakerfinu. Ofansýkingar og æxli geta legið að baki, en oftast stafa einkennin af HIV sýkingunni sjálfri. Rannsóknin einkennist af óreglulega minnkuðu flæði bæði í berki og hvítu. Ofannefndar breytingar sjást venjulega fyrr og eru sértækari en þær breytingar sem sjást í kjölfar vefjarýrnunar á CT. Hafa skal í hugaað MRT er mun næmara en CT á breytingar í miðtaugakerfinu. Æðasjúkdómar í miðtaugakerflnu Blóðflæðisrannsóknir geta víða verið til gangs við greiningu og eftirlit á æðasjúkdómum í miðtauga- kerfinu. Sem dæmi má nefna athugun á útbreiðslu blóðþurrðar (ischemi), sérstaklega bráðrar. Einnig greiningu skammvinnra blóðþurrðarkasta (Transient ischemic attack) o.fl. Bráðblóðþurrð: Sjúklegarbreytingarsjástfyrrog eru oft umfangsmeiri en hægt er að sýna fram á með CT. Algengt er að sjá minnkað blóðflæði umhverfis svæði þar sem stífludrep (infarct) hefur orðið. Hafa ber í huga að “luxury perfusion ” í kjölfar dreps getur valdið falsk neikvæðum rannsóknum. Skammvinn blóðþurrðarköst: Stutt köst með mismiklum einkennum frá taugakerfinu eru algeng hjá sjúklingum sem síðar fá stífludrep. Að finna áhættusjúklinga og hefja meðferð, áður en áföllin verða, er mikilvægt. Sýna má fram á staðbundið minnkað blóðflæði í kjölfar kasts og er það sennilega mikilvægt klíniskt. Næmi flæðisrannsóknarinnar má auka með álagsprófi með Acetazolamide (Diamox), en það er efni sem upphefur sjálfvirka flæðisstjórnun heilans. Við eðlilegar aðstæður eykst þá blóðflæðið. Ef blóðflæðið er skert t.d. vegna æðaþrengsla sést ekki þessi eðlilega aukning. Bataspár: Flæðisrannsókngeturgefið mikilvægar upplýsingar um batahorfur eftir heilablóðfall. Útbreiðsla blóðþurrðarinnar fyrsta sólarhringinn er mikilvæg. Álagsrannsókn með Acetazolamide auðveldar greiningu þeirra sem eiga möguleika á bata. Flogaveiki Þegar ekki er hægt að halda flogaveiki í skefjum með ly fjameðferð er skurðaðgerð hugsanlegur kostur. Nákværn staðsetning krampavakans er nauðsynleg til að takmarka umfang aðgerðarinnar. Blóðflæðis- rannsókn, annars vegar milli kasta og hins vegar í kasti, gefur upplýsingar um stærð og staðsetningu skemmdar. Venjulega er blóðflæðið minnkað milli kastaen aukið íkasti. Þar sem myndatakan geturfarið fram nokkrum klukkutímum eftir ingjöf efnisins er hægt að heinja flogakastið og mynda síðan (Mynd 4). ÞRÓUN Ný efnafræðilega stöðugri sambönd, til blóðflæðis- rannsókna eru á þróunarstigi. Sömuleiðis efni til rannsóknar á viðtökum (receptors). Með samteng- ingu við MRT má, nákvæmaren áður, staðsetjaferlin íheilanum. Þróunin áþessu sviði verðurtrúlegahröð á næstu árum. Hér hefur aðeins verið lauslega gerð grein fyrir umfangsmiklu og vaxandi sviði heilarannsókna. Áhugasömum má benda á eftirfarandi yfirlitsgreinar: Sjói heimildaskrói bls. 22 20 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.