Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 29
til hinar einkennandi blöðrur myndast. Þegar fyrstu einkennin líkjast vessandi exenri geta liðið mánuðir þangað til blöðrumar koma frarn. Þegar blöðrurnar koma fram breiðast þær oft um allan lrkamann á einni viku. Stundumerblöðrubotninnrauðleiturenstundum húðlitaður (Mynd 6). Blöðrurnar sem geta verið allt að 7 cm í þvermál, eru spenntar og geta verið í húðinni nokkra daga án þess að rofna. Þetta er vegna þess að þær liggja dýpra í húðinni en viðpemphigus og rofna því þar af leiðandi síður við áverka. Þegar þær rofna er rautt fleiður undir sem grær oftast fljótt og vel. Töluverður kláði fylgir oftast pemphigoid. Staðsetning blaðranna er aðallega í húðfellingum lima og á kvið. Biöðruvökvinn er oftast tær og sermislíkur en getur þó einstaka sinnum verið blóðlitaður. Ef vökvinn er orðinn nokkurra daga gamall í blöðrunni verður hann oft hlaupkenndur. Slímhimnur sleppa yfirleitt. Nikolsky prófið er neikvætt þ.e. ekki er hægt að framkalla blöðrur þegar húðin er nudduð. Greining Greining fæst með smásjárskoðun á húðsýni þó oftast sé hægt að greina sjúkdóminn með skoðun einni. Tekið er bæði húðsýni til hefðbundinnar smásjárskoðunar auk beinnar ónæmisflúrskímu. I húðsýninu sést að blaðran liggur undir húðþekju (subepidermalt) en í beinni ónæmisflúrskímu sést línulaga bandútfelling af IgG og C3 við grunnhimnu . Óbein ónæmisflúrskíma erþaðþegarsermi ernotað í stað húðsýnis en í sermi sést aukning IgG gegn grunnhimnu hjá um 70% pemphigoid sjúklinga. Gangur Pemphigoid gengur yfir hjá um helming sjúklinga á 1-3 árum og þarf þá ekki frekari meðferðar við. Ef engin meðferð er gefin veldur sjúkdómurinn miklum óþægindum. Töluvert vökvatap getur átt sér stað gegnum rofnarblöðruroggetursjúkdómurinnjafnvel leitt til dauða hjá eldri sjúklingum sé hann ekki meðhöndlaður. Meðferð Oftast er meðferð gefin nteð sterum í töfluformi. Hér er oftast notað prednisólon auk annarra ónæmisbælandi lyfja eins og við pemphigus. Skammtarnir eru mun lægri en við pemphigus eða 40-60 mg á dag í fyrstu þegar nýmyndun blaðranna er heft en síðan er reynt að minnka skammtana eins fljótt og auðið er. Aukaverkanir af lyfjunum verða vægari en við pemphigus þó þær séu vissulega algengar og stundum hættulegar. Þó er verra að meðhöndla ekki. í sumum tilvikum er hægt að komast af með sterka stera útvortis í kremi eða smyrsli. III. GÓÐKYNJA PEMPHIGOID í SLÍMHÚÐ S\ímhúða.r-pemphigoid er langvarandi blöðru- sjúkdómur í slímhúðum og húð og veldur varanlegri örmyndun á viðkomandi stað, sérstaklega ef blaðran kemur í augnslímu (conjunctiva) Sjúkdómafræði Sjúkdómurinnkemuraðallegahjámiðaldraogeldra fólki. Konur fá sjúkdóminn frekar en karlmenn. Meingerðin (pathogenesis) er svipuð og hjá pemphi- goid en ekki er vitað hvers vegna sjúkdómurinn er staðbundinn og örmyndandi. Örgerðin (ultrastruc- ture) og niðurstöður ónæmisflúrskímu sýna línulega útfellingu af IgG, C3 og stundum IgA við grunnhimnu, eins og viðpemphigoid. Grunnhimnumótefni íserrni sjást sjaldan en þegar þau finnast eru þau oftast í litlu magni. Blaðran myndast í skýrþynnunni (lamina lucida) eins og í pemphigoid. Útlit útbrota Það sem einkennir sjúkdóminn eru síendurteknar blöðrur á slímhúð og húð. Allar slímhúðir geta sýkst enflestirfáblöðrurámunnslímhúð. Þegarblöðrurnar springa að lokunt eru sárin lengi að gróa. Slímhúðar- sárin eru ekki eins sársaukafull og slímhúðarsár við pemphigus. Örin í slímhúðinni líkjast hvítleitri nethimnu eins og við roðaskæning (lichen ruber). I einstaka tilvikum geta örin í munnslímhúðinni náð niður í vélinda og þarf þá skurðaðgerðar við. Ör sem koma undir forhúð penis geta einnig leitt til skurðaðgerðar til að leysa samangróninga. Ör á augnslímu geta leitt til blindu. Gangur Þó slímhúðai-pemphigoid leiði ekki til almennrar vanheilsu gelur sjúkdómurinn valdið verulegum óþægindum með stöðugum sárum og örmyndun. Ólíkt pemphigoid er slímhúðar-pemphigoid ekkisjúkdómur sem gengur yfir af sjálfu sér og löng sjúkdómshlé eru fátíðar. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.