Læknaneminn - 01.10.1994, Page 32

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 32
MELKERSSON-ROSENTHAL HEILKENNI SJÚKRATILFELLI Steinar Guðmundsson1 og Davíð Gíslason2 SJÚKRATILFELLI Um er að ræða konu fædda 1937 sem er gift og fjögurra barna móðir. Hún fékk andlitstaugarlömun hægra megin þegar hún var 14 ára gömul, og vinstra megin þegar hún var 31 árs. Lamanirnar hafa ekki gengið fyllilega til baka. Frá því að hún var 16 ára gömul hefur hún endurtekið fengið bjúg í andlil og einkum á efri vör, tvisvar til þrisvar á ári. 1 einu slíku kasti, þegar hún var 37 ára, fékk hún andlits- taugarlömun hægra megin (mynd 1). Dæmigert kast byrjar þannig, að lítil bóla myndast í efri góm aftan við tanngarðinn og bólguhella breiðist aftur í mjúka góminn, kringum tennurnar og í efri vörina. Bólgusvæðið er aumt viðkomu og það er hiti og roði í vörinni. Oftast fylgir þessu hiti um 39-40° með beinverkjum og höfuðverk. Einkenni ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum og fara að hjaðna eftir nokkra daga. Þó hefur bólgan í efri vörinni aldrei horfið alveg. Hún hefur oft talið þessi köst koma í sambandi við eitthvað sem hún borðar og net'nir í því sambandi kryddaðan mat, sælgæti, magnýl og lleira. Itarlegar ofnæmisrannsóknir, þar með talið þolpróf fyrir magnýl og sælgæti hafa verið neikvæðar. Ekki er vitað um ofnæmi eða aðra ættgenga sjúkdóma og hún er hraust að öðru leyti. Rannsóknir í einu slíku kasti sýndu vægt blóð- leysi. Sökk, deilitalning, hvít blóðkorn, IgE og rafdráttur próteina voru eðlileg. Lungnamynd var eðlileg. Blóðrannsóknirfyrirheildarcomplementum, C3, C4, mótefnafléttum og FDP voru eðlilegar. Einnig 1 Höfundur er lœknir og starfar á Lands- spítalanum 2 Höfundur er sérfræðingur í lyflœkningum og ofnæmissjúkdómum. 30 voru fellipróf fyrir myglu og rakatækjamótefnavökum neikvæð. Títrar fyrir Epstein-Barr veiru og Herpes simplex voru vægt hækkaðir, en breyttust ekki við endurteknar mælingar og voru því talin merki um gamlar sýkingar. Tekið var vefjasýni úrefri vör. Sýndi vefjagreining þétta lymfohistiocýtíska íferð blandaða plasma- frumum í dermis, með mikið af kleyfkyrndum hvítfrumum (mynd 2). Auk þess sáust stök afmörkuð granulom án ystingsdreps í sýninu og voru fibrínsegar í æðum (myndir 3 og 4). Berklaræktun var neikvæð. Niðurstaða vefjarannsókna var því granulomatous cheilitis. Asamt sögu um endurteknar andlits- taugarlamanir voru einkennin talin geta samrýmst Melkersson-Rosenthal heilkenni. UMRÆÐA Einkenni Melkersson-Rosenthal heilkenni (MRH) einkenn- ist af endurtekinni bólgu í vörum eða andliti, andlitstaugarlömun sem kemur og fer, og skörðóttri tungu (14,26). Árið 1928 benti Melkersson fyrstur á, að samband gæti verið á milli bólgu í andliti og andlitstaugarlömunar (13). Þremur árum síðar bætti Rosenthal við skörðóttri tungu eða lingua plicata í skilgreininguna (23). Árið 1945 lýsti Miescher nokkrumsjúklingum með “cheilitisgranulomatosa” en í dag telja flestir það vera hluta af MRH en ekki sérstakan sjúkdóm. Farið var að kalla sjúkdóminn Melkersson-Rosenthal heilkenni um miðja öldina en margir telja að bæta eigi nafni Miescher við (26). Það sem mest einkennir MRH er endurtekin, sársaukalaus bólga í andliti (3,14,26,28). Bólgan kemur venjulega skyndilega og getur húðin orðið LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.