Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 35

Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 35
Mynd 4. Granuloma án ystingsdreps í meiri stækkun. sjaldgæft, getur læknir auðveldlega misst af greiningunni (15). Góð sjííkrasaga og skoðun hjálpar til við að útiloka aðra sjúkdóma en greining MRH er fyrst og fremst klínísk þó að meinafræðin sé mikil væg til að staðfesta greiningu. Tiltölulega auðvelt ætti að vera að útiloka meðfædda galla á vör eins og lymphangioma og hemangioma. Einnig getur sagan fljótt útilokað andlitsáverka og ígerð í tannholdi (2). Angioödema getur líkst andlitsbólgunni í MRH í fyrstu. Það hverfur þó yfirleitt innan 24 tíma og svarar gjöf andhistamínaeða sykurbarkstera sem MRHgerir venjulega illa eða ekki (2,15,26). Ef andlits- taugarlömun er ekki til staðar ber að hafa í huga Ascher's heilkenni semeinkennist, auk bólgu á vörum, af skjaldkirtilsstækkun og blepharochalasis (2,26). Aðrir sjúkdómar sem getur þurft að útiloka eru meðal annars sarcoidosis, Crohn's sjúkdómur, húðsýkingar svo sem endurtekin heimakoma eða cellulitis, snertiofnæmi, Lyme sjúkdómur og í sumum heimshlutum holdsveiki (2,14,19,27). Eitt óvenjulegt form sarcoidosis er Heerfordt's heilkenni sem einkennist af bólgu í glandula parotis með fyrirferðaraukingu yfir kirtlinum og auk þess bólgu í uvea. Einstaka sinnum sést einnig andlits- taugarlömun í þessum sjúkdómi en greinist þá frá MRH með því að bólga í uvea og glandula parotis á ekki að vera til staðar í MRH (26). Bent hefur verið á að hækkun á angiotensin converting enzyme (ACE) geti verið einkennandi fyrir MRH (22). ACE er einnig þekkt fyrir að vera hækkað í sjúkdómum eins og sarcoidosis, holdsveiki, sjúkdómi Gaucher's, ofvirkum skjaldkirtli, sykursýki og skorpulifur. Þó að ACE sé ekki sértækt fyrir MRH getur það verið gagnlegt bæði til að styðja greiningu og einnig til að fylgjast með gangi sjúkdómsins (10,16). Þarsemæxlisvexti ívörhefurveriðlýst ítengslum við M RH telja sumir að leita ætti að hárfrumuh vítblæði hjá sjúklingum sent greinst hafa með MRH. Telja hinir sömu að leita ætti að skilmerkjum Crohn's sjúkdóms hjá sömu sjúklingum (27). Meðferð Ymislegt hefur verið reynt til meðhöndlunar á MRH með takmörkuðum árangri þó. Salazo- sulfapyridine, antihistamín, sýklalyf og geislun eru meðal þess sem hefur veriðreynt (14). Danazol hefur verið reynt á einum sjúklingi með einhverjum árangri (11). Sterar hafa stundum eitthvað getað hjálpað bæði staðbundið og í töfluformi (9). Vonir hala verið bundnar við lyf eins og clofazime og methotrexate (20,27). Methotrexate hefur verið notað með góðum árangri í öðrum bólgusjúkdómum og hefur læknað einkenni hjá a.m.k einurn sjúklingi með MRH (10). Dapsone sem hefur gefið sæmilegan árangur í bólgusjúkdómum, gæti einnig hjálpað við meðferð MRH sjúklinga (27). I tilfellum þar sent einkenni eru langvarandi getur verið ástæða til að gera lýtaaðgerð til að reyna að endurheimta eðlilega starfsemi og eðlilegt útlit (14,24). Þelta ætti aðeins að gera þegar sjúkdómur liggur niðri vegna hættu á að öndunarvegir lokist sökum bjúgs í glottis eða barka ef aðgerð er gerð í bráðakasti. Aðgerð getur gefið ágætan árangur en samterhætta áaðeinkenni taki sig upp aftur (24,27). Varðandi andlitstaugarlömun er rétt að huga að stuðningsmeðferð á meðan á kasti stendur. Þá getur verið nauðsyn á gervitárum og verkjalyljum og annarri slíkri meðferð. Reynt hefur verið að sprauta sykurbarksterum í taugina en niðurstöður um árangur þess eru mjög misvísandi. Standi lömunin lengi getur verið ástæða til að framkvæma aðgerð til að létta á þrýstingi á taugina. (26,27). SAMANTEKT Hér hefur verið sagt frá 56 ára gamalli konu með Melkersson-Rosenthal heilkenni og fjallað um sjúkdómsferil hcnnar. Einnighöfum viðfariðyfirþað helsta sem skrifað hefur verið um þennan sjúkdóm hvað varðar einkenni, orsök, greiningu og meðferð. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.