Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 38
í notkun nýr og stærri klefi í nýinnréttuðu húsnæði á Borgarspítala. Frá júní 1993 hefur einn íslenskur læknir starfað við klefann og fjöldi sjúklinga sem meðferðar nutu fyrsta starfsárið var um sextíu. EÐLISFRÆÐI VERKUNAR Við aukinn loftþrýsting eykst styrkur uppleysts súrefnis í plasma í réttu hlutfalli við hlutþrýsting þess íinnöndunarlofti og loftþrýsting í umhverfi. Meðferð er oftast beitt við 2-3 loftþyngdir sem sambærilegt er við þrýsting á 10-20 metra dýpi. Við hverja 10 m aukningu dýpis eykst þrýstingur um 1 loftþyngd. Hemóglóbín fullmettast við 100 mm Hg þrýsting súrefnis, en við háþrýstiaðstæður verður ofurmettun þegar súrefnið fer úr loftfasa og leysist upp í plasma. Með þessu móti verður súrefnisþrýstingur í plasma allt að 1000-1800 mm Hg við 2-3 atm. Súrefnis- flutningsgeta plasma við þrjár loftþyngdir (3 atm) þegar andað er hreinu súrefni er orðin svo mikil að unnt er að viðhalda lífi tímabundið án blóðrauða eins og sýnt hefur verið fram á með dýratilraunum. Hinn aukni súrefnisþrýstingur veldur æðasamdrætti í eðlilegum slagæðum og á svæðum þar sem ekki er súrefnisskortur. Gelur blóðílæði perifert minnkað um allt að 20% meðan á meðferð stendur. Þessi skerðing kemur þó ekki að sök við meðferðina og getur komið að góðum notum þar sem hún dregur úr bjúgmyndun almennt en óeðlileg vökvasöfnun í vef umhverfis sár hemur gróanda. Háþrýstimeðferð minnkar rúmmál lofttegunda í líkamanum í samræmi við lögmál Boyle's sem segir að rúmmál lofts standi í öfugu hlutfalli við þrýsting þess við stöðugt hitastig. Við loftrek (air embolism) og í kafaraveiki veldur frítt loft vefjaskaða og með því að auka þrýsting er unnt að minnka loftbólurnar sem myndast hafa eða útrýma þeim alveg með aukinni leysni lofttegundanna í vökvafasa. Loftháðar bakteríur þrífast vel við umframmagn súrefnisog getalifaðafsúrefnisþrýstingalltaðþremur loftþyngdum en verði hlutþrýstingur súrefnis í umhverfi þeirra meiri en 1,3 atm kann það að hefta getu þeirra til að fjölga sér. Við súrefnismeðferð er unnt að ná þessari þéttni súrefnis í sárbeð sé blóðflæði til svæðisins nægilegt. Með þessu móti er unnt að halda altur af fjölgun sýkla sem tekið hafa sér bólfestu í sári. Háþrýstimeðferð með súrefni hefur reynst gagnleg við meðhöndlun á ýmsum sýkingum af völdum loftfælinna baktería. Ofmellun með súrefni hemur fjölgun og starfsemi ýmissa sporamyndandi baktería, t.d. Clostridium perfringens, og einnig eru not af meðferðinni í meðhöndlun slæmra sýkinga með vefjadrepi af völdum blandaðrar flóru, t.d. Bacter- oides og Staph. aur. Hinn hái súrefnisþrýstingur hindrar my ndun eiturefna sem sumar þessara baktería gefa frá sér. Meðhöndlun alvarlegra loftfælinna sýkinga með súrefni er gott dæmi um það hvernig tvinna má háþrýstimeðferð saman við aðra meðferð og nota sem stuðning. Grundvöllur meðferðar er að gefa sýklalyf og fjarlægja dauðan vef, en sé súrefni gefið samtímis getur reynst unnt að komast fyrir sýkingu mun fyrr en ella. Svo að sár megi gróa er ákveðinn lágmarks- þrýstingur súrefnis í vefnum nauðsyn. Þar sem blóðflæði er skert, t.d. í sumum sárum sykursjúkra, er með háþrýstimeðferð hægt að framkalla eðlilegt súrefnismagn tímabundið og skapa þar með forsendur fyrir gróanda. Hin tímabundna súrefnisaukning stuðlar að nýmyndun æða, beinmyndun, eðlilegri starfsemi bandvefsfrumna, bandvefsmyndun, og eykur drápsgetu hvítra blóðkorna. ÁBENDINGAR FYRIR MEÐFERÐ I töflu 1 má sjá lista yfir þær ábendingar fyrir háþrýstimeðferð sem gefinn er út og reglulega endurskoðaður af samtökum bandarískra háþrýsti- lækna, Undersea and Hyperbaric Medical Society. Listi þessi hefur breyst nokkuð í áranna rás og áður gildar ábendingar verið teknar af listanum ef vísindalegan grunn hefur þótt skorta, en öðrum bætt við eftir að rök hafa verið færð fyrir gildi þeirra. Við meðhöndlun á kolabrandi (gasgangren) er súrefnið notað til að hindra myndun aflatoxín sem er öflugt vefjaskemmandi efni framleitt af Clostridium perfringens. Háþrýstimeðferð er eitt þriggja meðferðarforma sem beitt er gegn þessari lífshættulegu sýkingu. Nauðsynlegt er að sjúklingurinn fái viðeig- andi sýklaly fj ameðferð og dauður eða dauðvona vefur sé hreinsaður burtu, en súrefnisgjöf undir háþrýstingi er fljótlegasta leiðin til að hindra myndun aflatoxíns í sýktum vef. Þar sem mestur skaði verður af völdum eitursins telja margir að ráðlegast sé að hefja súrefnismeðferð svo fljótt sem unnt er og láta hana 36 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.