Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 41
ÁBENDINGAR
fyrir háþrýstisúrefnismeðferð
1. Loftrek
2. Kolmónoxíðeitrun
3. Gasgangren
4. Crush injury-Compartment syndrome
5. Kafaraveiki
6. Langvinn sár
7. Mikil blæðing ef ekki er unnt að gefa blóð
8. Sýking í mjúkvefjum með drepi
9. Langvinn beinsýking sem ekki iæknast með
venjulegri meðferð
10. Vefjaáverki vegna geislameðferðar
11. Flipar og græðlingar í hættu vegna ónógs
blóðflæðis
12. Brunasár
Tafla 1. Helstu ábendingar háþrýstimeðferðar.
með sýklalyfjagjöf ganga fyrir vefjahreinsun á
skurðslofu. Þegar kolabrandur (gasgangren) er
meðhöndlað er algengast að sjúklingurinn fái þrisvar
meðferð a fyrsta sólarhring eftir greiningu og síðan
tvær meðferðir á dag fyrstu dagana á eftir og aldrei
færri en sjö sinnum alls.
"Crush" áverka, compartment syndrome og aðrar
blóðrásartruflanir af völdum áverka er einnig unnt að
meðhöndlameðháþrýstisúrefni tilþessaðnáhámarks
styrk súrefnis í vef sem býr við mjög skert blóðflæði.
Áverkar sem valda þessu verða oft hjá yngra tolki
sem enn er að mestu laust við slagæðakölkun og
þrengingar í meginstofnum slagæða, og eykur það
líkur á að þessum einstaklingum gagnist súrefnis-
meðferð. Við þessar kringumstæður getur tíma-
bundin gjöl' súrefnis hindrað frumudauða vegna
súrefnisskorts, með æðasamdrætti, bjúgmyndun á
hinu skaddaða svæði. Nauðsynlegt er að meðhöndla
sjúklinginn tvisvar á dag í upphafi, a.m.k. þrjá fyrstu
dagana, svo að hámarksárangurs sé að vænta. Síðan
njóti hann meðferðar daglega, aðjafnaði eigi skemur
en í tíu daga.
I greinargerð samtaka bandarískra háþrýslilækna
kemur fram að langvinn sár, einkumhjásykursjúkum,
eru algengasta ábendingin fyrir háþrýstimeðferð.
Vandinn sem að baki býr er jafnan súrefnisskortur
eða langvinnar og endurteknar sýkingar, en oft fer
þetta saman. í klínískum rannsóknum hefur verið
sýnt fram á gagnsemi súrefnismeðferðar í völdum
tilvikum en forsenda þess að meðferðin komi að
gagni erákveðið lágmarksblóðllæði til sársvæðisins.
Vandasamt er að velja sjúklinga til meðferðar en
rannsóknir hafa sýnt að mæling á þéttni súrefnis í vef
aðlægum sári gefur góða vísbendingu um hvort
meðferð komi að notum. Notuð hefur verið tækni
sem til þessa hel'ur verið Iítið eða ekki notuð á Islandi
en hún felst í því að mæla súrefnisþéttni í vef með
nema sem komið er fyrir á húð sjúklingsins. Á ensku
nefnist mælingaraðferð þessi transcutaneous
oxymetri. Tæki þessarar gerðar sýna súrefnisþéttni í
mmHg og ekki skyldi rugla þeim saman við
súrefnismettunarmæla sem mun algengari eru og
einfaldari að gerð. Með tækni þessari er unnt að mæla
súrefnismagn í vef á því svæði þar sem sár eða sýking
er og fylgjast með því hvernig þéttnin eykst meðan á
meðferð stendur. í ljós hefur komið að litlar líkur eru
á að súrefnismeðferð komi að gagni nái súrefnisþéttni
ekki 800-1000 mm Hg í vefnum meðan á meðferð
stendur. Ekki er þelta þó algilt en tækni þessi hefur
reynst mjög gagnleg við val sjúklinga til háþrýsti-
meðferðar og einnig til að fylgjast með bata og
æðanýmyndun. Oftast þurfa sjúklingar með langvinn
sár að gangasl undir margar meðferðir. Algengur
fjöldi er 40-50 meðferðir í einni lotu en stundum er
gert stutt hlé til að hvíla sjúkling og minnka líkur á
aukaverkunum. Lengd og gerð meðferðar verður að
sníða að hverjum og einum og nauðsynlegt er að
fylgjast vel með sárunum meðan á meðferð stendur.
Hafi meðferðin áhrif er venjan sú að hætta henni ekki
fyrr en sár er að fullu gróið en meðferð er jafnan hætt
hafi enginn bati orðið eftir 10-15 skipti. Að sjálfsögðu
ersúrefnisgjöfin aðeinseinn liðuraf mörgum í meðferð
langvinnra sára þar sem reglubundin umhirða og
sýklalyfjagjöf eftir þörfum skipta engu minna máli.
Áður en súrefnismeðferð er hafin ber að kanna hvort
skurðaðgerð eða önnur inngrip séu viðeigandi til að
bæta blóðflæði að sársvæði. Einnig er nauðsynlegt að
meta hvort og hvenær húðflulningur kæmi að notum.
Sumstaðar í Bandaríkjunum og Evrópu hefur
súrefnismeðferð verið beitt við meðferð alvarlegra
brunasára. Að mati sumra lækna getur meðferðin
flýtt fyrir bata þessara sjúklinga og rannsóknir hafa
sýnt að legutími styttist og sjúkrakostnaður lækkar. I
dýratilraunum hefur verið unnt að sýna fram á að
súrefnismeðferðin hamlar gegn bjúgmyndun og
vökvatapi eftir brunaskaða auk þess sem meðferðin er
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
37