Læknaneminn - 01.10.1994, Page 42

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 42
talin bæta lífslíkur húðgræðlinga. Af tæknilegum ástæðum getur verið erfitt að meðhöndla þá sem útbreidd brunasár hafa og þurfa sjúklingar þessir einatt náið eftirlit. Af þessum sökum og öðrum eru skoðanir enn mjög skiptar um hlutverk súrefnis í brunasárameðferð en víst er að meðferðin er allrar athygli verð og er nauðsynlegt að rannsaka hlutverk hennar nánar við meðferð á þessum áverka. Aður hefur verið talað um notkun súrefnis gegn sýkingum af völdum loftfælinna baktería sem valda vefjadrepi. Súrefnismeðferð getur komið að notum í slíkum tilfellum sem stuðningsmeðferð ásamt sýklalyfjagjöf og hreinsun. Súrefnismeðferð hefur verið notuð í meðferð langvinnra beinsýkinga þegar hefðbundin sýkla- lyfjameðferð hefur ekki borið tilætlaðan árangur. I þessum tilfellum hefur súrefni verið bætt við aðra meðferð, þ.e. sýklalyfjagjöf og beinhreinsun og aðra meðferð sem nauðsynleg hefur verið talin. Súrefnis- gjöfin stuðlar að nýmyndun æða í hinu sýkta beini og nærirhvítkornafrumuríbaráttuþeirraviðsýkla. Súrefnið eitt sér hefur enga drápsgetu í beininu en getur verið samverkandi sýkialyfjum. Einungis í langvinnum beinsýkingum hefur verið talið rétt að beita súrefnis- meðferð og er stuðst við hefðbundna skilgreiningu á slíkum sýkingum, þ.e. ef sex vikna sýklalyfjagjöf og minnst ein beinhreinsun hefur ekki náð að útrýma sýkingunni. Einnig falla í þennan flokk endurteknar beinsýkingar. Miðað er við að veita meðferð daglega og er fjöldi meðferða oft um fjörutíu. Við geislun, ýmist í lækningaskyni eða af öðrum orsökum, getur vefjaskaði orðið í beini eða húð og sár myndast sem seint eða ekki gróa. Súrefnismeðferð getur komið að notum við meðferð slíks skaða og með henni oft unnt að koma af stað gróanda á svæði sem síðar er hreinsað og húð flutt á eða bein grætt í. I slíkum tilfellum er meðferðinni beitt bæði fyrir og eftir skurðaðgerð. Með þeirri tækni sem nú er beitt við geislameðferð er drep í heilbrigðum vef mjög fátítt en sést þó stöku sinnum. Við venjulegan húðflutning og flipaaðgerðir er súrefnismeðferð að sjálfsögðu ekki nauðsynleg en standi hinni fluttu húð eða flipa ógn af skertu blóð- flæði eða súrefnisskorti má oft á tíðum fleyta þeim vef yfirerfiðastahjallann með súrefnismeðferð. í upphafi meðferðar er rétt að meðhöndla sjúklinginn tvisvar á dag en síðan daglega þar til lífvænlegur vefur hefur afmarkað sig og fest sig í sessi og þá er unnt að taka FRÁBENDINGAR fyrir háþrýstisúrefnismeðferð I Algjörar frábendingar 1. Ómeðhöndlað ioftbrjóst 2. Meðferð með adriamycini eða cisplatinum II Afstæðar frábendingar 1. Sýking í efri loftvegum 2. Langvinn skútabólga 3. Flogaveiki 4. Lungnaþemba með söfnun á koltvísýringi 5. Sótthiti 6. Saga um loftbrjóst 7. Saga um skurðaðgerð í brjóstholi eða eyrum 8. Óeðlileg lungnamynd 9. Veirusýking 10. Congenital spherocytosis 11. Saga um bólgur í sjóntaug Tafla 2. Helstufrábendingar háþrýstimeðferðar. afstöðu til frekari aðgerðaef þörferá. Reynslan hefur sýnt að mjög varasamt er að hætta súrefnismeðferð of snemma í tilfellum sem þessumjafnvel þótt græðlingur líti hraustlega út. Háþrýstisúrefnismeðferð hefur verið beitt með góðum árangri við meðferð á kolmónoxíðeitrunum. Kolmónoxíð er öflugt eitur sem hindrar eðlilegan flutning og nýtingu súrefnis bæði innan frumna og utan þeirra. Efnið binst hemoglobini og myoglóbíni og hindrar þannig súrefnisflutning, en einnig hemur kolmónoxíð loftháða öndun í frumum með því að bindast og hamla cytokróm A3 oxídasa í hvatberum. Hlutverk súrefnismeðferðar í meðferð kolmónoxíð- eitrunar er að hraða niðurbroti eitursins í líkamanum og rninnka líkur á óafturkræfum vefjaskemmmdum vegna súrefnisskorts, en með því að gefa súrefnið við aukinn þrýsting fæst hærri þéttni þess í blóði og útskilnað kolmónoxíðs er hraðað. Við einaloftþyngd er helmingunartími karboxyhemóglóbíns 240-320 mínútur þegar andað er hreinu súrefni, en við þrjár loftþyngdir, sem er nærri þeim þrýstingi sem beitt er í meðferð, er helmingunartíminn aðeins 23 mínútur. Þrýstimeðferðin er þannig mjög öflugt tæki til afeitrunar og súrefnið á mun greiðari aðgang að vefjum líkamans inn í frumur þar sem verulegt magn kolmónoxíðs getur leynst þó að þéttni þess sé vart 38 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.