Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 43
mælanleg í blóði. Auk beinnar afeitrunar hamlar þrýsti-
meðferðin bjúgmyndun í heila og í öðrum vefjum sem
getur fylgt alvarlegri eitrunum. Með háþrýsti-
súrefnismeðferð hverfa eitrunareinkenni fyrr en ella og
niðurstöður margra rannsókna benda til þess að líkur á
síðkomnum eituráhrifum minnki. Dæmi um slíkl eru
ýmis einkenni frá miðtaugakerfi, t.d. breytingar á
skaphöfn, minni og fínhreyftngu handa.
Að margra rnati er rétt að meðhöndlameð
háþrýslimeðferð alla þá sem orðið hafa fyrireitrun og
hafa einkenni frá miðtaugakerfi sem finna má með
venjulegri taugakerfisskoðun. Einkennin getaþó verið
væg eða óljós og er þá mikil hjálp að sérhönnuðum
prófum við mat á þróun þessara einkenna. Að
sjálfsögðu ber að meðhöndla alla þá sem eru í augljósri
lífshættu vegna eitrunar, þá sem vægari einkenni hafa
en hafa ekki svarað hefðbundinni súrefnisgjöf innan
ákveðinna tímamarka, og þá sem sýna merki urn
síðkomin einkenni. Varast ber að draga of rnargar
ályktanir af styrk karboxyhemóglóbíns í blóði þar
sem kolmónoxíð getur valdið verulegri og lífs-
hættulegri eitrun í vefjum líkamans þó magn þess sé
hverfandi í blóði.
Kafaraveiki hel'ur verið meðhöndluð með
háþrýstimeðferð allt frá þriðja áratug þessarar aldar
og er eina meðferðin sem afgerandi þýðingu hefur við
meðferð þessara sjúklinga. Kafaraveiki er talin stafa
af fríu köfnunarefni í líkamanum sem leiti úr vökvafasa
í loftfasa við of hraða þrýstingsminnkun í umhverfi.
Við það myndast litlar loftbólur í æðakerfinu sem
hamlablóðrásogvaldaþannig súrefnisskorti. Einnig
getur meira magn lofts fundið sér leið inn í æðakerfið,
einkurn við áverka á lungu sem orðið getur við
skyndilegan þrýstingsmun, og borist nreð blóði um
líkamann, jafnvel inn í miðtaugakerfið. Er þá talað
uin loftreki og er jafnan gerður greinarmunur á slíku
loftreki og venjulegri kafaraveiki.
Hinn aukni þrýstingur sem myndaður er við
meðferðina minnkar rúmmál lofttegunda í líkanra
sjúklingsins og eykur leysni þeirra í vökva. Með því
móti er að miklu leyti unnt að snúa við sjúkdómsgangi
þegar frítt loft í vefjunum leysist aftur upp í vökva.
Auk þessarar eðlisfræðilegu verkunar þrýstingsins
hamlar súrefnisgjöfin súrefnisskorti í líkamanum
vegna skerts blóðflæðis samlímis því að styrkur
köfnunarefnis lækkar. Nokkur meðferðarplön eru
notuð við kafaraveiki en fyrsta meðferð tekur oftast
um fimm til sex stundir og byggist á að minnka þrýsting
jafnt og þétt samfara gjöf súrefnis með hléum. Hverfi
einkenni ekki við fyrstu meðferð fær sjúklingurinn
fleiri meðferðir uns hámarksárangri er náð.
Auk þeirra ábendinga sem hér hefur verið rætt um
standa yfir rannsóknir á hlutverki súrefnismeðferðar
í meðferð rnargra annarra sjúkdóma og kvilla og má
þar nefna að margt bendir til þess að meðferð geti í
völdum tilvikum komið að gagni í meðhöndlun
beindreps (idiopatic osteonecrosis). Er vel hugsanlegt
að ábendingum fyrir meðferð muni íjölga er fram líða
stundir. En það hefur ætíð háð þessari grein
læknisfræðinnar hversu tæknilega er erfitt að koma
við tvíblindum framsæknum rannsóknum en víst er
að mikið rannsóknarstarf er fram undan.
HÆTTUR OG AUKAVERKANIR
Algengasta aukaverkunháþrýstimeðferðareráverki
á hljóðhimnu og nriðeyra vegna þrýstingsmisnrunar,
"barotrauma". Við þrýstingsaukningu í umhverfi er
nauðsynlegt að jafna þrýsting um hljóðhimnu og
halda kokhlust opinni. Er það helsl gert með því að
kyngja, geispa eða með því að loka vitum og blása út
í nef(Valsalva). Afýmsumástæðumgetursjúklingum
reynst erfitt að jafnaþrýstinginn í miðeyra, t.d. vegna
vankunnáttu um aðferðir við að jafna þrýsting, vegna
líffærabyggingar viðkomandi eða bólgu og bjúgs í
slímhúð vegna loftvegasýkingar. Averkinn á
hljóðhimnu geturverið mismikill. Oftaster um mjög
væga skemmd að ræða sem lýsir sér í verk og roða á
hljóðhimnu en í verstu tilfellum getur hljóðhimna
sprungið. Við súrefnismeðferð er mjög fátítt að
hljóðhimna springi þar sem þrýstingsaukningin í
upphafi meðferðar er hæg og sjúklingar eru áminntir
um að gera viðvart strax og þeir verða varir við ónot
svo að stöðva megi þrýstingsaukninguna áður en
skaði hlýst af. I neyðartilvikum við meðferð
meðvitundarlausra sjúklinga er mælt með að gera
lítið gat á hljóðhimnuna áður en meðferð hefst til að
koma í veg fyrir meiriháttar áverka á hljóðhimnu og
hugsanlega miðeyra. Stundum þarf að grípa til
nefdropa og úða til að minnka bjúg í nefslímhúð og til
að haldakokhlust betur opinni. Ef alltum þrýturgetur
reynst nauðsynlegt að setja rör í hljóðhimnu svo að
meðferð geti haldið áfram.
Þrýstingsáverki getur einnig orðið í skútum og er
algengast að slímhúðin í ennisholum verði fyrir áverka.
Hverfi óþægindi ekki við meðferð með nefúða getur
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
39