Læknaneminn - 01.10.1994, Side 47

Læknaneminn - 01.10.1994, Side 47
umsóknir og er ágætt að ntiða við að senda umsóknir út að minnstakosti tveim mánuðum áður en viðtalsferð er fyrirhuguð. Á flestum stöðum fara viðtöl fram frá miðjum nóvember og fram í miðjan janúar. VIÐTÖL Langflest prógrömm sem bjóða upp á framhalds- nám í Bandaríkjunum krefjast þess að umsækjendur komi í viðtöl. Yfirleitt er mun færri einstaklingum boðið í viðtal en sækja um og er því fyrsta hjallinn yfirstiginn ef viðkomandi er boðið í viðtal. Það virðist vera að umsóknum frá erlendum umsækjendum sé lítill gaumur gefinn á sumum stöðum og reyndist greinarhöfundi vel að hringja út eftir að umsókn var send og spyrjast fyrir um gang mála. Af lauslegum samtölum við þá sem farið hafa í lyflækningar til Bandaríkjanna allra síðustu ár virðast mér flestir fara í þrjú til sjö viðtöl. Sennilega er millivegurinn, það er fjögur til fimm viðtöl, hæfilegt en rétt er þó að benda á að bandarískir umsækjendur fara flestir á mun fleiri staði, 10 til 15 enda hafa þeir til þess mun lengri tíma en flestir hér á landi. Sumir hafa þó látið sér nægja að fara á einn stað en þá er betra að vera nokkuð viss um að fá þar inni (til dæmis ef viðkomandi er boðinn staða framhjá ,,matching"). Viðtalsferð er kostnaðarsöm og skiptir því miklu þegar viðtalsferð er farin að fara eingöngu á þá staði sem umsækjandi er nokkuð viss um að geta hugsað sér að búa á. Það er samdóma álit allra að viðtalsferðin skiptir verulegu máli þegar gert er upp við sig h vert helst skal stefna. Víðast eru þessi viðtöl mjög vel skipulögð. Morguninn hefst yfirleitt á kynningarfyrirlestri um uppbyggingu námsins. Síðan er farið í skoðunarferð um spítalann með aðstoðarlækni og stundum er tekið þátt í stofugangi eða morgunfundi. Viðtölin sjálf eru síðan eitt eða tvö og þá við starfandi sérfræðing oft á því sviði sem viðkomandi hefurlýst áhuga á. Viðtölin eru nær undantekningalaust mjög þægileg og afslöppuð. Mest er spáð í framtíðaráætlanir umsækjenda og hvernig hægt sé að nálgast þau. Ekkert er farið út í faglegar spurningar enda hafa þeir aðra mælikvarða til að meta kunnáttu, til dæmis ameríska prófið og meðmæli. I hádeginu er síðan boðið til málsverðar og koma þá aðstoðarlæknar og blanda sér í hópinn. Mjög mikilvægt er að tala við þá og spyrja um álit þeirra bæði á náminu, vinnuaðstöðu, vaktafyrirkomulagi, vinnuanda, umhverfi, almenningsskólum fyrir börn og svo framvegis. Rétt er að benda á grein Unnar Steinu Björnsdóttur í Fréttabréfi lækna í þessu samhengi (sjá aftast), þar sem hún birtir þýðingu á spurningalista sem bandarískir stúdentar nota til að meta prógrömm. Síðast en ekki síst er rétt að leggja áherslu á að hika ekki við að hafa samband við Islendinga sem á stöð- unum búa, sérstaklega ef einhverjir læknar eru á staðnum í sérnámi. Hjá þeim fást ómetanlegar upplýsingar um alla þætti, bæði hvað varðar gæði námsins og búsetu á staðnum. „MATCHING" „Matching" kerfið er ráðningarkerfi sem lang- flestir aðstoðarlæknar á leið í framhaldsnám ráða sig í gegnum. Mörg prógrömm ráða alla sína aðstoðarlækna gegnum „matching" þannig að miklu skiptir að skrá sig í þetta ráðningarkerfi. Umsóknar- frestur rennur út um miðjan október og er heimilisfang hjá National Resident Matching Program (NRMP) aftast í þessari grein. Kerfið er í stuttu máli þannig að þau prógrömm sem sækjast eftir að ráða aðstoðarlækna í gegnum „matching" kerfið láta NRMP stofnunina vita hversu marga þeir vilja ráða. Síðan raða þeir þeim umsækjendum, sem þeir geta hugsað sér að ráða, í forgangsröð. Flest prógrömm láta eingöngu á sinn matching lista umsækjendur sem er boðið í viðtöl. Umsækjendur raða síðan niður í forgangsröð þeim stöðum sem þeir hafa farið í viðtöl á. Síðan eru þessir listar frá umsækjendum og frá prógrömmunum tölvukeyrðir og byggist kerfið á því að koma umsækjenda á þann stað sem hann vill helst komast á, að því gefnu að viðkomandi prógramm vilji fá umsækjandann. Þegar raðað er á matching listann skiptir ekki máli hversu miklar líkur umsækjandi telur að hann komist á viðkomandi stað heldur skal hann raða stöðunum í forgangsröð einungis eftir því hvert hann hefur mestan áhuga á að fara. Til dæmis ef umsækjandi telur nokkuð víst að hann geti komist inn á sjúkrahús A en hefði meiri áhuga á að fara á sjúkrahús B, sem er mjög eftirsótt, þá hefur það engin áhrif á líkurnar á að fá stöðu á A þó að hann láti sjúkrahús B númereitt álistann en sjúkrahús A númer tvö. Þetta er einn af meginkostum ,,matching" kerfisins, það er að geta freistað þess að komast á mjög eftirsótta staði án þess að fórna plássi á „öruggum" stað. Annað atriði sem skiptir máli þegar LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.