Læknaneminn - 01.10.1994, Page 51

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 51
FRAMHALDSNAM A BRETLANDI VÆNLEGRI KOSTUR NÚ EN NOKKRU SINNI FYRR Engilbert Sigurðsson HVERSVEGNA? Hinn l.janúar 1994tóksamningunnnhiðevrópska efnahagssvæði (EES) gildi. Svæðið samanstendur af aðildarríkjum Evrópubandalagsins ásamt fimm af sjö EFTA ríkjum (Sviss og Liechtenstein standa utan þess, til að byrja með að minnstakosti). Samningurinn hefur veruleg áhrif á möguleika íslendinga til grunnmenntunar og framhaldsmenntunar í læknis- fræði. Þessum breytingum voru gerð skil í síðasta tölublaði Læknanemans og í síðasta Fréttabréfi lækna (1,2). Mestu máli skiptir að EB-tilskipun (Council Directive) 93/16/EEC um réttindi lækna gildir á svæðinu frá gildistöku samningsins (3). Tilskipunin á aðeins við um ríkisborgara aðildarlanda samningsins og þau prófskírteini sem gefin eru út af stofnunum sem taldar eru upp í samningnum. Sú grunnmenntun sem gengið er út frá að læknir á svæðinu hafi hlotið á að hafa varað í sex ár eða 5.500 kennslustundir við háskóla eða undir eftirliti háskóla. Nám í læknisfræði við Háskóla íslands uppfyllir þessi skilyrði. í tilskipun 93/16 er tekið fram hvaða prófskírteini, löggildingarskírteini (svo sem lækningaleyfi eða sérfræðileyfi) eða önnur vottuð staðfesting á kunnáttu lækna verði sameiginlega viðurkennd á svæðinu. 1 EES-samningnum stendur eftirfarandi um forsendur lækningaleyfis: ,,Próf í lœknisfrœði frá lœknadeild Háskóla íslands" og getið er kröfu um 12 mánaða kandídatsár. Sérhvert aðildarland skal viðurkenna próf lækna frá öðrum aðildarríkjum og veita þeim Höfundur er í framhaldsnámi í geðlœkningum í Lundúnum réttindi til læknisstarfa, þar með talið lækningaleyfi, innan þriggja mánaða frá því að umsókn með öllum nauðsynlegumfylgiskjölumhefurboristhlutaðeigandi yfirvöldum (grein 15 í tilskipuninni) nema augljósir meinbugir séu á umsókninni. Ekki er ráðlegt að reyna að fara í klínískt framhaldsnám á Bretlandi fyrr en að fengnu lækningaleyfi, enda má það heita illgerlegt í framkvæmd. Fjöldi slíkra námsstaða (Junior House Officer) er til dæmis miðaður við fjölda útskrifaðra læknanema á Bretlandi og grundvöllur skráningar á Bretlandi er að kandídatsári sé lokið og lækningaley fi fengið. Til að fá að þreyta PLAB-prófið þurfa menn einnig að hafa lokið 12 mánaða kandídatsári. HVERJU BREYTIR ÞETTA? Á síðustu árum hafa Islendingar aðeins getað fengið skráningu sem læknar á Bretlandi að undangengnu viðamiklu prófi (Professional and Lin- guistic Assessment Board-PLAB), sem prófaði ekki aðeins læknisfræðilega þekkingu, heldur einnig enskukunnáttu. Próf þetta hefur verið bæði þungt og kostnaðarsamt og hefur aðeins verið haldið á B retlandi. Hægt hefur verið að fá undanþágu frá PLAB-prófinu (exemplion from PLAB) að uppfylltum ýmsum skilyrðum. íslendingar hafa þó aðeins getað fengið takmarkaða skráningu (limited registration) til framhaldsnáms semtakmarkardvöl á Bretlandseyjum við fimm ár og krefst árlegrar endurnýjunar. Með samþykkt EES-samningsins þurfa íslendingar ekki lengur að hugsa um PLAB eða undanþágur heldur geta sótt rakleiðis um almenna skráningu (full LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.