Læknaneminn - 01.10.1994, Page 53

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 53
eða senda frumrit (ekki vottað ljósrit) íslenska lækningaleyfisins og vottaða þýðingu þess frá Heilbrigðisráðuneytinueðalöggiltumskjalaþýðanda. 7) Fá vottað bréflega í Heilbrigðisráðuneyti að lækningaleyfi hafi ekki verið fellt úr gildi, hvorki um skemmri eða lengri tíma. 8) Fá vottað bréflega í Heilbrigðisráðuneyti að sú læknismenntun sem liggur að baki læknaprófi og lækningaleyfi hér á landi uppfylli þær kröfur sem settar eru fram í grein 23 í tilskipun 93/16/EEC eða fá vottað bréflega í Heilbrigðisráðuneyti að hlutaðeigandi hafi stundað læknisstörf með viðunandi árangri og löglegum hætti í að minnsta kosti þrjú ár á síðustu fimm árum. Ljósrit af þessum gögnum liggja frammi í möppu fræðslunefndar FÚL á skrifstofu Læknafélagsins. GMC ber að afgreiða umsókn um skráningu eins fljótt og auðið er og ekki síðar en innan þriggja mánaða frá því að þeim hafa borist ofangreind gögn í hendur skv. 15. grein tilskipunar93/16/EEC. Telji GMC sigfinna greinilega meinbugi á umsókn er þó hægt að fresta afgreiðslu um að minnsta kosti sex mánuði meðan umsóknin er gaumgæfð og hugsanlega farið fram á frekari fylgiskjöl eða staðfestingu gagna. Nokkuð er liðið síðan Læknablaðið birti umfjöllun um framhaldsnám í einstökum sérgreinum á Bretlandseyjum, en margt af því sem þar er til umfjöllunar mun þó enn standast tímans tönn (5). Stutt er á hinn bóginn síðan Reynir Tómas Geirsson lýsti uppbyggingu framhaldsnáms á Bretlandi og er mönnum bent á að kynna sér grein hans (6). Þar kemur meðal annars fram að reikna eigi með að minnsta kosti þriggja til fimm ára námstíma ætli menn að takabresku sérfræðiprófin. Helgi Sigurðsson læknir hefur einnig ritað um framhaldsnám í læknisfræði á Bret-landi (7). Sé áhugi á frekara námi utan Evrópska efnahagssvæðisins veita þau meðal annars aðgang að „fellowship"-prógrömmum í Bandaríkjunum. Að endingu skal þess getið að unnið er að því að setja saman lista yfir íslenska lækna sem eru við framhaldsnám eða hafa lokið framhaldsnámi á Bretlandi. Þar mun koma fram hvar þeir hafa lagt stund á framhaldsnám á Bretlandi. Þessi listi mun liggja frammi á skrifstofu læknafélagsins ásamt ýmsum nytsamlegum upplýsingum um búferla- flutninga milli íslands og Bretlands og heimilisföngum nokkuiTa breskra stofnana. HEIMILISFÖNG General Medical Council (EC-division) 44 Hallam Street London WIN 6AE U.K. Símanúmer: 9044-71 580 7642 Símbréf: 9044-71 436 1383 British Medical Association Tavistock Square London WC1H9JP U.K. Símanúmer: 9044-71 387 4499 Þetta greinarkorn byggir óhjákvæmilega að hluta á því sem áður hefur verið tekið saman um framhalds- nám á Bretlandi. Fyrri skrifa er getið í heimildaskrá. Grein þessi birtist áður í Fréttabréfi Lœkna 4/1994 HEIMILDIR 1. Sigurðsson E, Magnússon S. EES-samningurinn: Áhrif hans á námstækifæri íslenskra lækna og læknanema. Læknaneminn 1994; 47 (1): 38 -41. 2. Magnússon S. EES-samningurinn genginn í gildi. Hvernig snertir það íslenska lækna, menntun þeirra og störf. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1994; 12 (2): 2-4. 3. Tilskipun 93/16/EEC frá Ráðherraráði EB (Council Directive 93/16/EEC of 5 April 1993 - to facilitate the free movement of doctors and the mutual recognition of their diplomas, certificates and other evidence of formal qualifications). Official Journal of the European Communities 1993; No. L. 165:1-24. 4. O'Brien E. Prepare a curriculum vitae: How to do it. BrMed J 1979: 1478-9. 5. Karlsson S, Pétursson H, Teitsson 1, Ólafsdóttir R, Geirsson RT, Stefánsson S. Framhaldsnám í Bretlandi. Læknablaðið 1982; 63: 86-91. 6. Geirsson RT. Framhaldsnám í Bretlandi: Góður kostur. Læknaneminn 1988; 41(2); 42-5. 7. Sigurðsson H. Sérfræðinám lækna í Bretlandi. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1988; 6: 2-4. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.