Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 56

Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 56
sem voru í Utrecht, var afmæli drottningarinnar, 30. aprfl. í ár var það á laugardegi. Hátíðin hófst á föstudagskvöldinu. Fólkið flykktist út á götur borgarinnar með alls kyns vaming með sér. Síðan fékk það sér sæti á næsta götuhorni og reyndi að selja það sem það var með í pokahorninu. Þetta er eini dagur ársins þar senr allir mega selja allt. Þarna var hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Einnig var hægt að bragða á hinum margvíslegu þjóðarréttum svo sem "harring ", en það er hrá óverkuð sfld. Hér og þar voru hljómsveitarpallar. Nóg var af bjór og allir voru mjög kátir. Göturnar voru fullar af fólki. Hátíðinni lauk ekki fyrr en á miðnætti daginn eftir. Holland er flatt land það fer ekki á milli mála. Þar er ekkert sem skýlir þjóðinni og það er ekki að tilefnislausu að landið er þakið vindmyllum. Ég efast um að orðið logn finnist í hollenskri tungu. Þar sem stór hluti landsins liggur neðan sjávarmáls taldi ég líklegt að guðirnir væru að reyna að jafna þennan óskiljanlega þurrk út með því að ausa rigningu yfir landið í tíma og ótíma. Það rigndi alla vega nær allan tímann sem ég var þarna. Annars minnti veðurfarið mjög mikið á íslenska veðráttu. Veðrið varsíbreytilegt og alltaf frekar kalt. Þrátt fyrir kuldann var landið þakið mjög fallegum gróðri. Vorið var einstaklega fallegt. Trén byrjuðu að springa út um miðjan apríl. Fyrst komu alls kyns blóm í ljós, í öllum regnbogans litum. Síðan fór að bera á laufblöðum og ekki voru þau verri. Ég hef aldrei á ævinni séð eins mörg blæbrigði af grænum lit. Þvflík fegurð. Seinnatóku sterklitaðir túlípanaakrar við að gleðja augað. Inn á milli akranna eru lítil aðlaðandi þorp. Þar búa foreldrar stúdentanna og það er greinilegt að eplin hafa fallið langt frá eikinni. Flest húsin eru mjög falleg og snyrtileg og ekki eru garðamirtil að skammast sín fyrir. Mikið er um gamlar byggingar meðfram hinum víðfrægu díkjum eða "gracht" eins og Hollendingar kalla þau. Þau setja óneitanlega svip á borgirnar og gera þær enn skemmtilegri og meira heillandi. I flest öllum borgunum eru litskrúðugir blómamarkaðir. Þar er hægt að kaupa stór og stæðileg blóm sem ólíkt þeim íslensku, lifa iengur en í þrjá daga. Einnig er hægt að komast á alls konar markaði þarsem seldurermatur, föt, varahlutiro.fl.. Alltaf var eitthvað nýtt um að vera og ég varði allmörgum dögum í að horfa á götulífið. Mynd 2. "De Dom", aðalsmerki Utrecht. Morguninn eftir að ég kom til landsins var mér fy lgt til "de Uithof'. Þetta er gríðarlega stór bygging sem hýsir bæði spítala og rannsóknarstofur. Allt er nýtt þarna. Einn af arkítektum nútímans hefur greinilega fengið að njóta sín. Spítalinn lítur frekar út fyrir að vera stórglæsileg flughöfn en opinbert háskóla- sjúkrahús. Við hlupum í gegnum bygginguna og ég virti hana fyrir mér í snatri. Alls staðar voru stór listaverk. Ég tók sérstaklega eftir einu. I miðjum spítalanum var tjöm. Ut í henni miðri var eyja með stórum flygli á. Fyrir ofan blasti við regnbogi sem spannaði heila hæð. Mér varð ósjálfrátt hugsað til sjúklinganna. Fram að þessu hafði ég engan séð sem leit út fyrir að vera veikur. Við drifum okkur yfir í Stratenum þar sem Rudolf Magnus Institute er til húsa. Þar beið mín verkefnið sem ég átti að fást við næstu mánuðina. Ég vissi í raun og veru ekki um hvað verkefnið snerist. Símleiðis voru mér gefnar þær upplýsingar að það hefði með "grooming" að gera. Ég var engu nær og fletti því orðinu upp í orðabók Sörens Sörenssonar. Samkvæmt henni þýðir orðið að þvo eða snyrta. Þar sem að ég var að fara að vinna við rannsóknir tengdum miðtaugakerfinu fannst mér þetta nokkuð sérkennilegt og ákvað því að mér hefði misheyrst. Prófessor Gispen tók á rnóti mér. Hann sýndi mér stofnunina og kynnti mig fyrir fullt af fólki með óskiljanleg nöfn sem ómögulegt var að muna. Að lokum hitti ég leiðbeinandann minn og fékk mínar 50 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.