Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 60
r AfGltl t.d. veirusýkingar Ofnæmisvaki t.d. rykmaur,
kuldi, S02 frjókorn, kattarhár
autonóm taugakerfi
axon reflex
neurópeptíð
Ræsing frumna
mast frumur
þekjufrumur
átfrumur
eosínófílar
lymfócýtar
bólgumyndandi boðefni
berkjusamdráttur
chemotaxis
t
neutrófílar
eosínófílar
basófílar
ræstir lymfócýtar
átfrumur
f Auðreitni
ASTMI
berkjubjúgur og slím
bólgufrumuíferð
fíbrósis undir þekju
þekju- og æðaleki
Mynd 3. Meingerð astma (Expert panel on the management ofasthma: Guidelines for the diagnosis
and management ofasthma. J. Allergy Clin Immunol 1991; 88:425).
Hjá um helmingi allra astmasjúklinga verður
síðbúin ofnæmissvörun. Hún lýsir sér sem berkj uteppa
4-8 klukkustundum eftir að fyrsta "kastið" reið yfir
(Mynd 2). Þetta gerist án þess að sjúklingurinn hafi
komist í snertingu við vakann á ný. Annað sem
auðkennir hina síðbúnu ofnæmissvörun er að
berkj uteppan stendur lengur, einkennin eru al varlegri
en í fyrra kastinu og oftast svara sjúklingarnir
meðferðinni verr en áður.
Þegar hér er komið sögu hafa mastfrumurnar losað
ýmis önnur boðefni t.d. NCF og ECF (neutrophil
chemotactic factor og eosinophil chemotactic factor)
auk cytokína eins og IL-3, IL-5 og GM-CSF. Þessi
efni hafa þá eiginleika að lengja æviskeið og virkja/
ræsa eosinofíla og draga þá á vettvang bólgunnar
(chemotaxis). Þetta leiðir til gífurlegrar fjölgunar
eosínófíla á bólgustað á næstu klukkustundum, en
íferð eosínófíla einkennir einmitt slímhúðarbólgu í
astma. Af þessum sökum hafa ýmsir viljað kalla
astma "chronic desquamative eosinophilic bronchi-
tis". Virkjaðir eosínófflar losa síðan skaðleg efni eins
og MBP, ECP, EPO og EDN (major basic protein,
eosinophilic cationic protein, eosinophil peroxidase,
eosinophil derived neurotoxin). Þau eyðileggja
yfirborðsþekju lungnanna og aðra vefi sem þau komast
í snertingu við. Auk þess losa eosíófílarnir önnur
skaðleg efni eins og súrefnisradíkala (0,, H,0,) og
frumuboðefni (LTC4, TNF-alfa, GM-CSF og IL-5).
Þeir geta þannig ræst sjálfa sig og viðhaldið
bólgusvarinu án utanaðkomandi áreitis.
Aðrar frumur sem finnast í auknu mæli í öndunarvegi
við síðbúna ofnæmissvörun eru T-lymphocytar,
sérstaklega T-hjálparfrumur (CD4 frumur) (Mynd 4).
54
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.