Læknaneminn - 01.10.1994, Page 64
þeir hægja þá á ferð sinni í blóðrásinni og nálgast
æðavegginn. Átfrumur sem hafa komist í snertingu
við og síðan melt vaka, gefa frá sér cytókín (t.d. IL-1
og TNF). Boðefni þessi virkja æðaendoþelið með
þeim afleiðingum að samloðunarmólikúl (adhesion
molecuies) spretta fram á yfirborði þess. Þessar
sameindir eru t.d. ICAM-1, og VCAM-1 (Intracellular
adhesion molecule-I og Vascularcell adhesion mol-
ecule-1). Eosínofílar hafa á yfirborði sínu samloð-
unarviðtæki (CD11/CD18 og VLA-4) sem þekkja
sameindirnar á yfirborði æðaendoþelsins.
Samloðunarviðtæki smella við santeindirnar eins og
lykill í lás (ICAM-1 og CDl 1/CD18, VCAM-1 og
VLA-4). Þannig ferðast eosínófílarnir í gegnum
æðaþel og inn í millifrumuvef lungnanna. þar eru
samloðunarmólikúl (VLA-4 og Fibronectin) sem bera
eosinofílana áfram. Við þekju lungnaberkjunnar eru
einnig samloðunarmólikúl sem flytja eosínófílanna í
berkjuvefinn. Frumumarkomastþannig ááfangastað
og valda frumuskemmdum og því bólgusvari sem við
sjáum hjá astmasjúklingum.
Hefur þetta íerðalag bólgufrumna úr blóðrásinni til
lungnanna klíníska þýðingu, og nýtist þekking á
þessu ferli við meðferð astma? Svarið er hiklaust já!
I nýlegri rannsókn á astmaveikum öpum var hægt
að framkalla ofnæmi fyrir tilteknu sníkjudýri
(spóluorminum Ascaris suum). Endurtekin gjöf á
þessu sníkjudýri olli aukinni auðreilni í öndunarvegi
apanna og gífurlegri íferð eosínófíla, svipað og sést í
þrálátum astma. Þegar þeim var gefið monoclonal
mótefni gegn samloðunar-sameindinni ICAM-1 (Mab
ICAM-1, R 6.5), tókst með engu móti að framkalla
hjá þeim astmaeinkenni eða auðreitni í öndunarvegi.
Auk þess fundust engir eosínófílar í lungunum við
lungnaskolun. Rannsókn þessi þykirþað mikilvæg að
nú þegar eru hafnar tilraunir á mönnum með svipað
mótefni (Monoclonal mótefni gegn VCAM-1). Talið
er að þessi mótefni geti verið helsti vaxtarbroddur í
astmameðferð á komandi árum.
Hér hefur verið fjallað í stórum dráttum um
meinmynd bólgusvars í astma. Bólga og astmi eru nú
óaðskiljanleg orð. Ekki er lengur hægt að einblína á
bráða berkjuþrengingu eins og gert var á árum áður.
Nútíma meðferð byggist á þessari vitneskju, en um
hana verður fjallað í öðrum þætti þessarar greinar.
Ruega por ella Don Francisco Goya
58
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.