Læknaneminn - 01.10.1994, Page 65

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 65
UM UNGAN DRENG MEÐ HITA OG ÚTBROT SJÚKRATILFELLI Pétur Benedikt Júlíusson1 Sævar Halldórsson2 Þórólfur Guðnason3 I. INNGANGUR Hér mun verða greint frá afdrifum rúmlega fimm ára gamals drengs er dvaldi á barnadeild Landakots- spítala á vormánuðum 1993. Hann var innlagður af heimilislækni vegna hita, stækkaðra eitla á hálsi og útbrota en hann var grunaður um skarlatssótt. I eftirfarandi texta er álit Þórólfs skáletrað. II. SJÚKRASAGA Drengurinn veiktist þremur dögum fyrir innlögn með hita og særindum í hálsi. Daginn eftir fékk hann verk undir hægra eyra og bólgnaði þar upp. Þá var haldið til heimilislæknis. Reyndist skyndipróf fyrir streptococcum jákvætt og var hann settur á pensilín töflur. Hann héltáframaðversnaþráttfyrirpensilínið, hitinn hækkaði og innlagningardag fékk hann rauða flekki á bakið sem dreifðust um allan skrokkinn en urðu svo mest áberandi í kringum holhönd og nára. Vegna bólgunnar á hálsi byrjaði hann að halla höfði yfir til vinstri. Þess ber að geta að drengurinn hafði almennt verið hraustur. Hann var í leikskóla og á tvær eldri systur. Streptococca sýkingar hjá börnum höfðu verið 1. Höfundur er deildarlæknir á barnadeild Landsspítalans. 2. Höfundur er sérfrœðingur íbarnalœkningum. 3. Höfundur er sérfræðingur í barnalœkningum og smitsjúkdómum barna. sérdeilis tíðar þessa mánuðina. III. SKOÐUN VIÐ KOMU Við komu á barnadeild var drengurinn veikindalegur, hiti 40.2°C, morbilliform útbrot voru dreifð um allan líkamann og mynduðu nær samfellda roðahellu á baki. Miklar eitlastækkanir voru á hálsi en hægra megin, 5 cm undir eyranu, var u.þ.b. 7.5 cm bólguhella, aum viðkomu og heit en án roða. Honum þótti sárt að opna munn, hvítleit skán var á tungu og mikill roði í koki. Lungna- og hjartahlustun vareðlileg. Dreifð eymsli voru við þreifingu kviðar. IV. NIÐURSTÖÐUR FYRSTU RANNSÓKNA Hemóglóbín I27,sökk70,hvítblóðkorn 16.3 (stafir 48%, segment 45%, 1% metamyelocytar). Elektró- lýtar voru eðlilegir,kreatínín46 ogCRP59. Monospot (blóðpróf til að greina Epstein Barr veirusýkingu) var neikvætt. Heildar bílirúbín var 28 mmól/1 (viðmiðunargildi 4-17), ALAT 210 U/L (5-45), gGT 135 U/L (5-32). Skyndipróf fyrir streptococcum í hálsi var jákvætt og ræktun úr hálsinum sýndi (+) fyrir streptococcum gr. A. Mismunagreiningarhjáþessum 5 áragamla dreng eru margvíslegar: LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.