Læknaneminn - 01.10.1994, Page 66
Mynd 1. A. Ómskoðun af hjarta á 26. degi veikinda. Tveir gúlar sjást á vinstri kransœð. B.
Skýringarmynd við myndum la og lc. RCA = right coronary artery, LCA = left coronary artery, AO =
aorta. C. Ómskoðun rúmlega ári síðar, breytingarnar hafa gengið til baka.
A. Bakteríusýking er líkleg þar sem drengurinn
er veikur með háan hita, hœkkað sökk, CRP og
töluverðafjölgun á hvítum blóðkornum íblóði. Hann
er einnig með vinstri hneigð við deilitalningu.
1) Alvarleg sýking af völdum er. A hemolvtískra
streptococca kemur til greina þar sem drengurinn er
með slíkar bakteríur í hálsinum eins og sýnt varfram
á með skyndiprófi (kekkjunarprófi) og ræktun.
Skyndipróf fyrir gr. A hemolytískum streptococcum
er ágœtlega sérhœft, þannig að treysta má jákvæðri
niðurstöðu en neikvœtt próf útilokar ekki að
streptococcar séu til staðar. Hins vegar greinir
prófið ekki á milli sýkingar afvöldum bakteríunnar
og einkennalausrar sýklunar (asymptomatic carriage)
sem er saklaus fyrir einstaklinginn.
Helstu sjúkdómsmyndir gr. A hemolytískra
streptococca sem hér koma til greina eru:
a) Skarlatssótt. Öll einkenni sjúklings geta samrýmst
skarlatssótt nema helst útlit útbrotanna sem yfirleitt
eru maculo-papuler(sandpappírsleg). Þau verða oft
mest áberandi í holhöndum og nára eins og hjá
drengnum. Hins vegar er ólíklegt að drengnum
myndi versna eftirþriggja daga meðferð með pensilíni
efum skarlatssótt væri að rœða. Hafa ber í huga, að
vœg hækkun getur sést á lifrarprófum við allartegundir
streptococcasýkinga.
b) Streptococca Toxic Shock Svndrome (strep-
TSS). Hjá sjúklingum með þessa sjúkdómsmynd
finnast gr. A hemólýtískir streptococcar í hálsi, húð
eða blóði ásamt lágum blóðþrýstingi og iafnframt
eru þeir með einkenni frá öðrum líjfœrakerfum t.d.
Mynd 2. Morbilliform útbrot á húð.
60
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.