Læknaneminn - 01.10.1994, Page 67

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 67
nýrum, lifur, lungum, húð og mjukvefjum. Ekki er getið um lágþrýsting hjá drengnum við innlögn en nauðsynlegt er að staðfesta lœkkaðan blóðþrýsting eða réttstöðuþrýstingsfall (orthostatic hypotension) til að setja þessa greiningu. Aðrar streptococca sýkingar eru hugsanlegar t.d. tonsillo-pharvneitis með slæmum cervical adenitis. Þó hefði mátt búast við bata við pensilín meðferðina. 2 )Staphvlococcar (staph. aureus) koma til greina sem sýkingavaldar en þeir eru algengasta bakteríu- orsök cervical adenitis. Einkenni sem drengurinn er með geta bent til Toxic Shock Syndrome (staph TSS). Það heilkenni líkist mjög strep-TSS og vísast þá í umrœðu hér að ofan. Oft reynist hins vegar erfitt að rœkta staphylococcana í þessum sjúkdómi og menn greinir á um gildi sýklalyfja í meðferðinni. B. Veirusýkingar koma einnig til greina. Helstu veirur eru: 1) Epstein-Barr veirur (EBV). Þær valda yfirleitt dreifðum eitlastœkkunum en þó er stækkun hálseitla mest áberandi. Fjölgun á eitilfrumum (lymphocytum) sést hins vegar næstum alltafvið deilitalningu og þá gjarnanmikiðaf'atýpískum"eitilfrumum. Drengur- inn reyndist ekki vera með mikið af þeim og engin þeirra var "atýpísk". Monospot er oft neikvœtt hjá börnum áþessum aldri með EBVsýkingu ogþvíþaif oft sérhæfðar mótefnamœlingar til að staðfesta eða útiloka slíka sýkingu hjá ungum börnum. EBVsýking hjá þessum dreng er þvífrekar ólíkleg. 2) Adenoveirur. Þœr geta valdið sýkingum sem samrýmast sjúkdómsmynd drengsins en blóð- rannsóknir (sökk, CRP, fjöldi hvítra blóðkorna) eru yfirleitt innan eðlilegra marka. Oft erhægt að staðfesta adenoveirusýkingu með hraðgreiningu á slími frá nefkoki (flúrljómun, nœmi rannsóknarinnarer óþekkt), veirurœktun eða mótefnamælingum. 3) Enteroveirur. Þærvaldayfirleitteinkennumfrá efri öndunarvegum (hálsbólgu og kvefii) en geta valdið slæmum cervical adenitis. Hins vegar er sjaldgæft að þœr valdi jafn heiftarlegum einkennum eins og sáust hjá drengnum. Eina aðferðin til að greina enteroveirur í dag er með veiruræktunfrá saur og/eða nefkoki. Þegar ofangreindar mismunagreiningar eruhafðar í huga er eðlilegt að halda áfram pensilín meðferðinni en til greina kemur að skipta yfir í lyf sem virka á staphylococca, t.d. kloxacillín. Gengið var út frá því, eftir fyrsta mat, að drengurinn væri með skarlatssótt og cervical adenitis. Varhann því áfram meðhöndlaður með pensilíni en nú í æð. V. SJÚKDÓMSGANGUR Hitinn lækkaði ekki þrátt fyrir pensilínið og fór hann endrum og sinnum yfir 40°C. Blóðræktanir voru neikvæðar. Bætt var við staphylococcalyfi í æð, flúkloxacillíni, af ótta við staphylococca sýkingu í hálseitlum. Auk þess að nota lyfsem virkar á staphylococca er nauðsynlegt að íhuga hvort drengurinn sé með afmarkaðan abscess á hálsi sem ræsa þarf út og í þeim tilgangi ersneiðmynd (CT) afhálsi góð rannsókn. Þegar hér er komið við sögu er nauðsynlegt að íhuga aðrar mismunagreiningar en að ofan eru nefndar. Þegar barn á þessum aldri hefur haft hita lengur en 5 daga þarf að íhuga vandlega hvort um Kawasaki sjúkdóm geti verið að ræða. A þessu stigi uppfyllir drengurinn þó ekki öll skilyrði þess sjúkdóms. 6. dagur veikinda. Þennan dag fékk drengurinn niðurgang. Veiru- og bakteríurannsóknir á saur reyndust neikvæðar. 7. dagur veikinda. Drengurinn varð jafnt og þétt slappari, hitinn enn hár og bar nú á hnakkastífleika. Var hann því mænustunginn en mænuvökvi reyndist eðlilegur og ræktun neikvæð. Hálsinn var nú aumari en áður og var álitið að eymslin bæru ábyrgð hnakkastífleikanum. Bólganhægramegináhálsinum fór vaxandi og vaknaði spurning um kýli. Tölvu- sneiðmyndarrannsókn af hálsinum var gerð þennan sama dag og gat hún ekki útilokað þvíumlíkt. Var því farið inn á fyrirferðina á hálsinum en ekkert ígerðarkýli sást, aðeins bólga. 8. dagur veikinda. Hitinn héltáfram að vera umog yfir40°C ogdrengurinn mjög slappur. Blóðþrýstingur var 90/50, hjartsláttartíðni 150/mín. Hátt gallop heyrðist og lungnamynd sýndi stækkað hjarta. Öndunartíðni var 50-60/mín. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.