Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 74
Mynd 5: Ferlið sem metacarpo-phalangeal liður
löngutangar fer í gegnum við manipulation
tilefni til að ætla, að koma mætti í veg fyrir eða draga
úr áhrifum alvarlegra stoðkerfisvandamála ef þau eru
meðhöndluð á frumstigi. Það krefðist líklega
reglubundins eftirlits.
Árið 1965 settu Melzack og Wall fram kenningu
sína um „sársaukahlið“ í afturhorni gráefnis
mænunnar (pain-gate theory)12. Kenningin skýrir
m.a. hvernig örvun hreyfinema (mechanoreceptors),
t.d. með manipulation, lokar hliðinu á sársaukaboð
grannrataugaþráðafráliðpokum, fitupúðum(fatpads)
liðböndum og æðaveggjum við liðina (mynd 9).
Svipaðar boðrásir gætu hugsanlega einnig haft áhrif
á hvíldarspennu (resting tonus) vöðva og þvermál
æða og þar með blóðstreymi. Ekki hefur tekist að
sýna fram á þetta með rannsóknum".
Uppi eru kenningar um áhrif hreyfimeina á innri
líffæri, t.d. hjarta eða maga, en engar rannsóknir hafa
enn sem komið er sýnt fram á að svo sé. Svo virðist
þó sem „sjúk“ líffæri geti haft áhrif á hrygginn á því
svæði sem taugar líffærisins tengjast hryggnum ".
ÁRANGUR AF MEÐHÖNDLUN
Árangur af meðhöndlun kírópraktora hefur reynsl
góður '•4'5'13'14,15. Nokkuð hefur verið ritað um
meðhöndlun vegna verkja í höfði15 hálsi, herðum og
gripörmum1718. Árangurinn er hins vegar lang mest
rannsakaður m.t.t. verkja í mjóbaki og mun ég því
aðallega fjalla um hann.
Verkir í mjóbaki eru af mörgum taldir með
kostnaðarsömustu heilbrigðisvandamálum iðn-
ríkjanna. Ráðgjafi fylkisstjórnar Ontario í Canada,
heilsuhagfræðingurinprófessorP. Manga, telur lfklegt
að þeir séu dýrasti heilsubrestur Kanadamanna5. M.
Mikeev, yfirlæknir atvinnusjúkdómaskrifstofu
Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, telur verki í
mjóbaki faraldur í iðnríkjunum13 og læknirinn C. V.
Burton, Institute For Low Back Care, Minneapolis,
og kírópraktorinn J. D. Cassidy, háskólasjúkrahúsinu
í Saskatoon, hafa haldið því fram að af fé sem varið er
til heilbrigðismála sé mestu kastað á glæ í meðferð
mjóbaksverkja16.
Meðal þeirra sem hafa rannsakað verki í mjóbaki og
kírópraktík er British Medical Research Council,
BMRC, en rannsóknin bar saman árangur kírópraktora
á eigin stofum og sjúkraþjálfara á göngudeildum
sjúkrahúsa (einkum Maitland sjúkraþjálfun). I
niðurstöðumhöfundakemurm.a. framað „kírópraktík
var marktœkt árangursríkari, einkum hjá sjúklingum
með þráláta og svœsna verki. Þá kom árangur
kírópraktoranna betur í Ijós þegar leið á þau tvö ár
semrannsókninstóðyfir"(s]álínuút l)14. Niðurstöður
höfunda BMRC bentu til þess að fækka mætti
veikindadögum um nærri 150.000 í Bretlandi á ári ef
meðhöndlun vegna verkja í mjóbaki væri veitt af
kírópraktorum fremur en á göngudeildum.
Árið 1992 bar Phillip S. Erball19 saman árangur af
meðhöndlun lækna og kírópraktora á verkjum í
mjóbaki. Úrtak hans voru tveir sambærilegir 998
rnanna hópar í Victoria í Ástralíu. Sjúklingar
kírópraktoranna fengu bætur (Workers Compensa-
tion System) að meðaltali í 6,26 daga en þeir sem
læknar meðhöndluðu að meðaltali í 25.56 daga. Þá
var eftirtektarvert að hjá 1.9% af sjúklingum
kírópraktoranna urðu verkirnir þrálátir (þ.e. vörðu
Mynd 6: Við tog aðskiljast liðfletirnir og
mjúkvefirnir umhverfis hann sogast inn í liðbilið
en losnafrá aftur við að loftbóla myndast.
68
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.