Læknaneminn - 01.10.1994, Page 93

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 93
Mynd 5. Skriður Bjarnarfjalls sigraðar. Gleðskapur okkar laðaði að tvo þýska ferðalanga sem höfðu tjaldað þarna í nágrenninu, og tókum við nokkur þýsk lög þeim til heiðurs. FJÓRÐI GÖNGUDAGUR Hvalvatnsfjörður - Flateyjardalur - Heiðarhús Þegargöngumenn skriðu útúrtjöldum sínum mætti þeim hefðbundið sólskin. Framundan var langur dagur sem hafði krafist mikillar skipulagningar, enda komu bæði trilla og nokkrir jeppar við sögu. Jón Þorsteinsson, sjómaður frá Grenivík, kom og sótti bakpokana okkar inn í Hvalvatnsfjörð, sigldi með þá fyrir Bjarnarfjall og í fjöruna á Flateyjardal. Gönguhópurinn lagði hins vegar til atlögu við hinar ógurlegu skriður Bjarnarfjalls. Þar getur verið erfitt að rata og betra að vera með vönu fólki. Við hlykkjuðumst upp fjallið í einfaldri röð, eins og langur ormur, og vöktum athygli norðlenskrar sauðkindar sem stödd var á bjargbrún þarna í grenndinni ásamttveimurlömbum sínum. Fjölskyldan stóð þarna bergnumin og glápti á okkur - fannst athæfið greinilega fáránlegt: Hvað var fólkið að steðja þetta, og ekki eitt stingandi strá á al I ri leiðinni?! Eftir langa mæðu vorum við komin upp á Fastaklett, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfirFjörðurnar. Látra- Björg orti um þær: Fagurt er í Fjörðum þáfrelsarinn gefur veðrið blítt, heyið grœnt í görðum, grös og heilagfiskið nýtt. En þegar vetur að ossfer að sveigja, veit ég enga verri sveit, um veraldar reit; menn og dýr þá deyja. Nú var bara eftir að ganga í nokkra tíma niður að Jökulsá á Flateyjardal, en þar biðu bakpokar, trilla og jeppar. Trillan flutti okkur út í Flatey, í stulla kvöldheimsókn. Þar var síðast veturseta 1967 en kirkjunni og mörgum húsanna er enn haldið við og dvelur fólk þar eitthvað yfir sumarmánuðina. Okkur göngufólkinu þótti sérlega gaman að geta litið yfir LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.