Læknaneminn - 01.10.1994, Side 97
"Einmana"
Jón Páll Halldórsson
þetta skiptist líf mitt í tvö tímabil, fyrir og eftir
opinberunina. Ég varð svo ótrúlegafrjáls við að segja
frá þessu. En það var líka sárt að hugsa til áranna í
þögn og vanlíðan. En eftir þetta gat ég verið ég
sjálfur, átti ekki lengur þetta leyndarmál, ég hélt að
fortíðin væri liðin tíð. En það var eins og eitthvað
vantaði, þrátt fyrir frelsið. í dag finnst mér að ég hafi
misnotað sjúkdóminn síðastliðið ár. Ég leyfði mér
margt vegna hans, bullandi sjálfsvorkunn og
skapvonsku en verst var fýlan. Ég fann að ég var
hundleiðinlegur inn á milli. Ég reyndi að halda þessu
í skefjum, en svo réttlætti ég þetta með, "ég er þó
veikur" og "þetta er allt vonlaust", hugsunum. Ég
drakk líka meira um helgar, sem gerði bara allt verra.
Ég sem var að byggja mig upp með vítamínum,
hollum mat og líkamsrækt, var um leið í stórbrotinni
niðurrifs starfssemi.
í maí sl. var ég alveg ráðþrota, mér leið illa og fann
að ég yrði að gera eitthvað. Ég ákvað að fara í
meðferð að Vífilsstöðum, líklega það skynsamlegasta
sem ég hef gert. Það kom fljótlega í ljós að ég hafði
farið í mannrækt. Ég vann í því að sættast við
fortíðina að skilgreina tilfinningar mínar til sjálfs
míns og umhverfisins.
Ég veit í dag að það er ástæðulaust að vanmeta eigin
getu og viljatil að hafaáhrif áeigið líf. Skynja aðþað
er nauðsynlegt að hafa hemil á ímyndunaraflinu,
vegna þess að hugsunin um sjúkdóma getur oft valdið
meiri sársauka og skaða en sjúkdómurinn sjálfur. Ég
veit líka að ég á sama rétt til lífsins og aðrir. En allt
á þetta eftir að taka tíma, verður ekki auðvelt og gerist
ekki af sjálfu sér.
Ég finn stundum fyrir sorg þegar ég hugsa um
framtíðina, samterég sáttari við lífið og bjartsýnni en
áður. Ég veit líka að kraftaverk gerast hægt og ég verð
að sýna þolinmæði.
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
87