Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 106

Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 106
4a) aukinn beinvef í a.m.k. 2 fjærliðum fingra (II og III má telja aftur) eða 4b) aflögun á a.m.k. 1 af 10 völdum liðum. Varðandi fyrsta skilyrðið voru allir spurðir um kvartanir frá handarliðum og þeir sem höfðu einkenni einhvern tfmann í mánuðinum voru áfram spurðir hvort það hefði verið flesta daga mánaðarins. 14 konur (9,5%) og 5 karlar (5,2%) gátu ekki svarað fyrir sig. Við samanburð var notað X2 próf. Niðurstöður: Algengi klínískrar handarslitgigtar var 3,3% meðal karla og 6,8% meðal kvenna en 20% karla og 32% kvenna uppfylltu öll skilyrðin nema einkenni flesta daga síðasta mánaðar. Ef einkenni einhvem tímann í síðasta mánuði voru notuð sem einkennaskilyrði voru helmingi fleiri karlar og þrisvar sinnum fleiri konur skilgreindar með slitgigt (6,5% og 21%, kynjamunur p<0,01). Klínísk merki handarslitgigtar voru algeng í fjær- og nærliðum fingra (DIP og PIP) hjá báðum kynjum. En í þumalrótinni (CMC I) voru klínísk merki algeng hjá konum en sjaldgæf hjá körlurn (marktækur munur p<0,0001). Ekki var munur milli fyrrv. sjómanna og annarra karla. Alyktun: Algengi klínískrar handarslitgigtar í þessu þýði var lágt og skilyrðið um einkenni flesta daga takmarkaði fjöldann. Skilmerki sem eingöngu byggja á klíník eru afar handhæg við hópskoðun. Líklegt er að skilmerkin nýttust betur við hópskoðanir og gæfu raunhæfari mynd af algengi handarslitgigtaref víðaraeinkennaskilyrði væri notað. SKURÐAÐGERÐIR VEGNA MEÐFÆDDRA HJARTAGALLA HJÁ ÍSLENDINGUM FÆDDUM 1969-1993. Guðrún Inea Benediktsdóttir'. Arni Kristinsson2, Hróðmar Helgason3. 'LHI, 2Lyflœkningadeild Lsp, 2Barnaspitala Hringsins. Inngangur: Rannsóknir erlendis benda til þess að 0.8- 1.0% lifandi fæddra barna hafi meðfæddan hjartagalla og helmingur þeirra hafi það alvarlegan galla að einhverrar meðferðar sé þörf. Hér á landi var gerð rannsókn er náði yfir tímabilið 1985-1989 og sýndi hún fram á að tíðnin hér er ívið hærri en annars staðar eða 1.1%. Aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir á meðfæddum hjartagöllum á íslandi eru ekki til þótt hér sé að mörgu leyti kjörið að gera slíkar rannsóknir, þar sem greining og meðferð eða ákvörðun meðferðar fyrir allt landið fer fram á sama stað. Tilgangurrannsóknarinnarvarað athugahve stórhluti íslenskra barna þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meðfædds hjartagalla. Einnig var athugað hvernig skipting milli einstakra galla var, fjöldi aðgerða, aldur við fyrstu aðgerð, dánartölur og dánarorsakir. Þar sem sjúklingar með mæðfæddan hjartagalla þurfa ekki allir að gangast undir aðgerð er hér ekki um nýgengi að ræða. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til barna sem fædd voru á árumun 1969-1993 og gengist höfðu undir aðgerð vegna meðfædds hjartagalla á tímabilinu l.janúar 1969-l.apríl 1994. Notuð voru gögn frá Barnaspítala Hringsins, handlækningadeild Landspítalans og sérfræðingi í hjartasjúkdómum barna. Einnig voru notaðar upplýsingar sem safnað hefur verið saman um einstaklinga er fóru í aðgerðir erlendis á tímabilinu 1969-1980 ásamt upplýsingum frá Tryggingastofnun Ríkisins og Hagstofu Islands. Niðurstöður: A þessu 25 ára tímabili þurftu 299 börn að gangast undir 353 aðgerðir vegna meðfædds hjartagalla og erþað 2.75 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum. Meðalaldur barnannavið aðgerðhefurlækkaðúr4.6árum 1969-1973 í 0.8 ár 1989-1993. Flestar aðgerðanna voru framkvæmdar í Englandi eða 260 og 80 á Islandi. Algengasti gallinn var op milli slegla (VSD). Tíðni aðgerða vegna hinna ýmsu galla var svipuð allann rannsóknartímann nema vegna ops milli gátta (ASD), en þeim fjölgaði verulega eftir 1984. Af þessum 299 börnum eru 31 látin (10.4%) 16 dóu í aðgerð, 14 vegna hjartasjúkdóms og 1 aföðrum ástæðum. Ályktun: Af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum þurfa 2.75 að gangast undir aðgerð vegna meðfædds hjartagalla. Það að meðalaldur barnanna í aðgerðunum hafi farið lækkandi og aukningin á opum milli gátta bendir til betri greiningar. GREINING ÚRFELLINGA Á LITNINGI 6Q f 15RJÓSTAKRABBAMEINSÆXLUM Guðrún Braeadóttir'. Sigurður Ingvarsson2. 'LHÍ, 2 Frumulíffrœðideild Lsp. Inngangur: Talið er að breytingar í genum sem stýra skiptingu og sérhæfingu fruma gegni veigamiklu hlutverki í myndun og þróun brjóstakrabbameins. Þessi gen eru nefnd æxlisgen (oncogenes) og æxlisbæligen (tumor suppressor genes). Mögnun á æxlisgenum og tap (úrfelling) á æxlisbæligenum er vel þekkt. Stökkbreytingar geta komið fyrir í báðum tegundum genanna. Við rannsóknir á erfðaefni eru notuð svo kölluð erfðamörk. Erfðamörk gefa upplýsingar um breytilegar litnisgerðir (haplotypes) og hvernig þær erfast milli kynslóða. Erfðamörk sem byggja á tveggja basa endurteknum röðum kallast microsatellite erfðamörk. Þessi erfðamörk þykja mjög hentug til að meta litnisgerðir einstaklinga vegna mikils fjölbreytileika. Úrfellingum hefur verið lýst á lengri armi litnings 6 samfara æxlisvexti í brjóstum og eggjastokkum Gen estrogen viðtakans er staðsett á þessu svæði og hefur það þótt líklegt til að hafa áhrif á æxlisvöxt í þessum líffærum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kortleggja úrfellingar á ofnagreindu svæði í brjóstakrabbameini með microsatellite erfðamörkum og reyna að staðsetja gen sem hugsanlega gætu átt þátt í æxlisvextinum. Þættir sem hafa áhrif á horfur sjúklinga voru bornir saman milli einstaklinga sem greindust með úrfellingar og þeirra sem ekki sýndu merki um úrfellingu (eitlameinvörp, fjarmeinvörp, tegund æxlis, stærð æxlis, tjáning viðtaka fyrir estrogen og progesteron, 16q og 3p úrfellingar, S-fasi, ploidy, aldur við greiningu og fjölskyldustuðull). Efniviður og aðferðir: DNA úr æxli og blóði 144 brjósta- krabbameinssjúklinga var látið gangast undir fjölliðunar- ensímkeðjuhvarf (PCR) með AC-endurtekningarvísum frá 4 svæðum á litningi 6q. AC-endurtekningarvísir er stuttur tilbúinn DNA bútur sem þekkir ákv. DNA röð á litningnum. 1 PCR efnahvarfi er magnað upp erfðaefni milli tveggja slíkra lykla, svokallaðs lyklapars. Einn þessara lykla þekkir DNA röð í viðtakanum fyrir estrogen en hin> þrír eru staðsettir sitt hvoru megin við hann. Eftir mögnun sýna var þeim hlaðið á raðgreiningargel. Úrfelling var metin sem tap á arfblendni, þ.e. erfðaefni frá báðum litningum kemur fram í blóði en aðeins á öðrum litningi í æxli. Próf notuð við tölfræðilegan samanburð á sjúklingum með 96 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.