Læknaneminn - 01.10.1994, Page 114

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 114
að sést hafa bólguviðbrögð, áþekk sarklíki, hjá mönnum og dýrum sem orðið hafa fyrir mengun efna, skyldum kísilgúr. Þó verður að hafa það í huga að þar sem svo fátt er vitað um orsakafræði sjúkdómsins ennþá, getur verið að óþekktir þættir hafi hér áhrif. BEINÞÉTTNIMÆLING HJÁ KONUM FYRIR TÍÐAHVÖRF Páll Hallerímsson'. Gutitiar Sigurðsson 2. 'LHI, 2Lyflæknisdeild Bsp. Inngangur: Það er þekkt í dag að konur verði fyrir miklu beintapi eftir tíðarhvörf en það er ekki ein sátt um það hvort að þetta beintap sé byrjað fyrir tíðarhvörf eða ekki. Tilgangur þessara rannsóknar var að athuga hvort beintap byrjaði fyrir tíðar-hvörf. Efniviður: Þátttakendur í rannsókn þessari voru konur á aldrinum 45-53 ára. Konurnar voru fengnar úr rannsókn sem var gerð á vegum Hjartaverndar árið 1992( slembi-úrtak úr götuskrá Reykjavíkur ) og þær valdar sem voru fæddar 1949-1941 og upfylltu þau skilyrði að vera enn á blæðingum og hafa ekki tekið inn hormónaly f. J afnframt því voru teknar inn í rannsóknina konur sem höfðu farið í beinþéttni-mælingu á Borgarspítala fyrir að minnsta kosti einu ári síðan. I upphafi var miðað við að rannsóknin næði til 50 kvenna en endanleg tala varð 25, þar sem fleiri konur en búist var við voru komnar á hormónalyf. Aðferðir: Mælt var kalkinnihald í fjærenda framhandleggs víkjandi handar með SPA (single photon absorptiometry, þar sem notaður er 1-125 geislagjafi). Þetta tæki finnur 8mm. bil á milli Ölnar og Sveifar og mælir svo nærlægt við þann stað (95% hart bein- distal niðurstöður) og fjærlægt við þann stað (35-40% frauðbein- ultra distal niðurstöður) þannig eru mælistaðirnir tveir. Auk þess svöruðu konurnar spurningalista þar sem m.a. var spurt um sjúkdóma og lyf sem gætu haft áhrif á beinbúskapinn, reykingar og fleira. Þekkt samband er á milli gripstyrks og beinþéttni og var það athugað í þessari rannsókn. Var sú mæling framkvæmd með Jamar Dynamometer á víkjandi hendi og var hver mæling gerð þrisvar sinnum með 3ja mínútna hvíld á milli. Niðurstöður og ururæða: Niðurstöðurnar úr beinþéttni- mælingum þar sem fyrri mæling var borin saman þá seinni sem fengusl með pöruðu t-prófi, sýndu engan markverðan mun fyrir hvorugan mælistaðinn, þar sem p-gildið fyrir distal mælinguna var p=0,2764 og fyrir ultra distal mælinguna var p=0,3388. Niðurstöður úr gripstyrksmælingunum sýndu markverða fylgni á milli gripstyrks og beinþéttni, fyrir distal mælingu var r2=0,208 og fyrir utlra dislal mælingu var r2=0,177. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að ekkert markvert beintap verði fyrir tíðarhvörf. En það liggur fyrir að þetta þarf að rannsaka betur í framtíðinni og væri langtímarannsókn einna best til þess fallin. AUTONOM EINKENNI VIÐ TÍÐAHVÖRF Sieríður Ýr Jensdóttir'. Björg Þorleifsdóttir2, Helgi Kristbjarnarson2. 'LHl, 2Rannsóknarstofa geðdeildar Lsp. Inngangur: Einkenni kvenna á tíðahvarfaaldri (48-55 ára) eru mjög margþætt. Aðalumkvörtunarefni þeirra eru hitakóf og/eða svitakóf og þreyta. I kjölfar hitakófa hefur verið lýst aukningu á blóðflæði til húðar, aðallega útlima, ásamt aukningu í hjartsláttartíðni. Hins vegar verður ekki vart við lækkun á blóðþrýstingi. Sýnthefurveriðframátengsl milli þessarahitakófa og truflana á svefni, sem veldur svefnleysi og dagsyfju. PLM (periodic leg movementj-fótakippir eru fyrirbæri sem einnig geta valdið svefntruflunum, þ.e. endurteknum örvökum (microarousal) og uppvöknunum. Þekkt er að þessir kippir koma fyrst fram á þessu sama aldursskeiði. Þessvegna er forvitnilegt að athuga hvort samband sé á milli þeirra og hitakófanna. Efniviður og aðferðir: Átta konur, meðalaldur 52,4 ár (48-60 ára), allar með hitakóf að slaðaldri (5-yfir 10 á sólarhring) og án hormóna, tóku þátt. Upplýsingum um húðhitastig, virkni, hjartsláttartíðni (HT), hjarsláttarbreytileiki og atburðaskráningu var safnað í sólarhring með Dagrúnu, sérhönnuðu mælitæki. Jafnframt var gerð venjuleg svefnrannsókn (heila-, vöðva-og augnrit) ásamt vöðvariti af fótleggjum. Vegna tæknilegra örðugleika heppnuðust svefnmælingar einungis hjá 4 kvennanna. Fundnir voru hitatoppar og HT ásamt virkni alhuguð samhliða til þess að sjá hvort eitthvað mynstur fyndist í þessum mæliþáttum. Einnig voru athugaðir fótakippir á tíu mínútna bili í kringum hitatoppana. Niðurstöður: Skýrt mynsturerámilli hitatoppa, HTogvirkni. Rétt eftir að hitatoppur nær hámarki eykst HT (5-30 slög /mín) og samhliða verður aukning á virkninni.. Lengd hitakófa er mismunandi milli kvennanna og hjá sömu konunni geta þau verið mislöng (12-57 mín.). Húðhitastig eykst verulega þegar lagst er til svefns og grunnhitastigið helst hærra yfir nóttina og fellur á ný við rismál. Ekki sáust merki um PLM-fótakippi í kringum hilatoppana. Ályktun: Menn hafa reynt að skýra HT aukninguna sem eðlilegt svar líkamans við æðavíkkun og auknu blóðflæði í húð útlima en þó hefur ekki verið sýnt fram á blóðþrýstingslækkun. Það sem mælir gegn því, er að í þessari rannsókn fáum við aukninguna ekki fram fyrr en eftir að hitatoppi er náð. Samtímis aukinni HT mælist aukin virkni. Þegar konan upplifir hitakóf reynir hún með öllum ráðum að losa sig við umfram hitann (opnar glugga, fækkar fötum, kastar af sér sæng o.fl). Það er því rökrétt að ætla, að þessi aukna HT, sé afleiðingin af þessum athöfnum konunnar. Einnig gæti orsök aukinnar HT verið vegna ónotatilfinningar meðfylgjandi hitakófinu. þó engir PLM- fótakippir hafi fundist í tengslum við hitakóf, útilokar það ekki tilvist þeirra hjá þessum konum þar sem einungis 4 svefnmælingar tókust. Niðurstöður bíða betri tíma. 104 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.