Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 8
Þorsteinn Sv. Stefánsson
Vökvameðferð
í útbláæðar
INNGANGUR
Bláæðaleggir eru notaðir til þess að gefa vatns-
lausnir, blóð og blóðhluta, næringarlausnir eða lyf
og lyfjalausnir í æð. Þeir eru ýmist þræddir í mið-
lægar bláæðar (miðbláæðar, central venur) eða út-
bláæðar (perifer venur). I þessari grein verður fjallað
um hið síðarnefnda.
LYF OG LAUSNIR
Það eru takmörk fyrir því hve ertandi lyf og
lausnir mega vera til að hægt sé að gefa þær í útblá-
æðar því að þær bláæðar eru grennri og í þeim
minna blóðflæði en miðlægum bláæðum. Venju-
lega er miðað við að osmolalitet lausna sem gefnar
eru í sídreypi í útbláæðar þurfi að vera minna en
1000 mOsm/1 og pH 5-9.
Mun meiri líkur eru á fylgikvillum svo sem æða-
bólgu ef osmolalitet lausnanna fer yfir 1000
mOsm/1 eða pH er utan við áður nefnd mörk.
Einnig skiptir máli hve hratt lausnin er gefin.
I Töflu 1 eru sýndar algengustu innrennslislausn-
ir sem notaðar eru á Islandi og hve mikið er í þeim
af söltum, sykri og hitaeiningum ásamt pH gildi og
osmolaliteti. I töflunni sést að Ringer-Asetat,
Natríumklóríð 0,9%, Natríumglúkósa 2,5% og
Glúkósa 5% eru ísóosmólar vatnslausnir en
Natríumklóríð 0,45% er hýpóosmólar lausn. Aðrar
sykurlausnir með og án salta eru hýperosmólar.
Glúkósu 30% og 50% er einungis hægt að gefa sem
innrennslislausnir í miðbláæðar vegna þess hve
hýperosmólar þær eru.
Nauðsynlegt er að þekkja innihald þeirra lausna
sem unnið er með rétt eins og gildir um öll lyf sem
sjúklingum eru skömmtuð enda er notkun inn-
rennslislausna, eins og annarra lyfja, mismunandi
eftir gerð og innihaldi.
Þannig er t.d. gerður greinarmunur á því hvort
ætlunin sé að vökva sjúklinginn, þ.e.a.s. gefa hon-
um vatnslausnir, eða næra hann, þ.e.a.s. gefa hon-
um næringarlausnir.
Ringer-Asetat og Natríumglúkósa 2,5% eru
vatnslausnir, sérstaklega hannaðar til þess að vökva
Tafla 1.
Innrennslislyf frá Lyfjaverslun Islands
Tegund lausnar Na K Ca P Mg C1 Acetat 1 Glúcosa Kcal pH MOsm
Ringer-Acetat 130 4 2 - 1 110 30 _ _ 6 280
Natríumklóríð 0,45% 77 - - 77 - - - 6-7 152
Natríumklóríð 0,9% 154 - _ 154 - - - 5-7 290
Na-glúcósa 2,5% 80 - _ 80 - 25 100 4-5 290
Glúcósa 5% - - - - - 50 200 4-5 309
Glúcósa 10% - - _ - - 100 400 4-5 600
Glúcósa 30% - - - - - 300 1200 4-5 2200 '
Glúcósa 50% - - - - - 500 2000 4-5 4015
Glúcósa 5% með 40 20 - 60 50 200 4 450
Na 40 og K 20
Glúcósa 10% með 40 20 _ 60 - 100 400 4 740
Na 40 og K 20
Þorsteinn er dósent í svœfingalœknisjrœði ogyfirUknir gjörgxslu-
deildar LandspítaUns
LÆKNANEMINN
6
1. tbl. 1996, 49. árg.