Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 12

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 12
Vökvameðferð í útbláæðar Húð þvegin með sótthreinsandi lausn. Þannig er haldið á nálinni. Nálinni stungið í æðina. Blóð sést koma í hana. Leggurinn þræddur inn yfir stálnálina sem haldið er kyrri á meðan, en síðan dregin út. Mynd 3. ÞRÆÐING ÆÐALEGGJA (AÐ SETJA NÁL í ÆÐ) Við uppsetningu æða- leggjar þarf eins og áður segir fyrst að athuga til hvers nota eigi legginn. Stærð hans er valin sam- kvæmt því. Einnig er nauðsynlegt að skýra sjúkl- ingnum frá því hvað fyrir- hugað sé að gera og hvers vegna. Að sjálfsögðu þarf að fá leyfí hans eða foreldra barns til verksins þegar því verður við komið. Valin er eins stór bláæð og hægt er þó þannig að hún sé ekki yfir liðamótum og helst ekki nálægt slagæð. Meiri hreyfing er á þeim leggj- um sem lagðir eru í bláæð- ar við liðamót og erfiðara er að festa þá tryggilega. Meiri hætta er á bólgu í æðinni og öðrum fylgi- kvillum ef hreyfing er á leggnum heldur en þegar leggurinn er vel festur og liggur kyrr í æðinni. Sömuleiðis ber að sjálf- sögðu að forðast að stinga í slagæð þegar ætlunin er að stinga á bláæð. Auð- veldast er að stinga í bláæð þar sem tvær greinar mæt- ast í eina því að þá færist æðin síður undan þegar stungið er. Eins og áður er sagt ætti aldrei að velja stærri legg en þörf er á. Velja skal æð með góðu flæði þannig að góð blönd- un verði á lyfinu eða lausninni við blóð sjúklings- ins og þar með síður hætta á bólgu í æðinni. Festa þarf legginn vel og ekki skal hreyfa við honum að óþörfu því að þá er meiri hætta á fylgikvillum eins og bólgu og sýkingum. Rétt er að merkja legginn til þess að vera viss um hvernig æð hann liggur í. Slagæðaleggi á alltaf að merkja til aðgreiningar frá bláæðaleggjum. Áður en lausn er tengd við æðalegg eða lyf gefið í hann verður að gæta þess að eltki sé leki eða loft í kerfinu og lausnin sé hin rétta. Á það ekki síst við um blóð. Þegar blóð er gefið skal aðgætt sérstaklega að blóðið sé krossprófað í réttan sjúkling. Loks verður sá sem aðgerðina framkvæmir að vernda sjálfan sig fyrir blóði og öðrum líkamsvökvum sjúklinga og varast að stinga sig sjálfan. Þegar útbláæðar eru notaðar ætti alltaf að skipta um æð daglega eða að minnsta kosti annan hvern dag þannig að aldrei nái að myndast bólga í æðinni. Hún jafnar sig þá fljótt og þá er hægt að nota hana aftur. Þannig fæst betri ending á útbláæðum. Mynd 3 sýnir hvernig nál er sett í æð. Fyrst er húðin sótthreinsuð, nálinni síðan stung- ið í æðina og leggurinn þræddur yfir nálina inn í æðina. Þegar leggur er tekinn skal gæta þess að halda við stungustað með sótthreinsaðri grisju og skal haldið þar til ekki blæðir úr stungunni. Þetta er gert til þess að forðast að marblettur eða blæðing (haematom) verði við stungustaðinn en það er bæði óþægilegt fyrir sjúklinginn og getur auk þess torveldað áframhaldandi notkun æðarinnar meðan það ástand varir. FYLGIKVILLAR ÚTBLÁÆÐALEGGJA Helstu fylgikvillar við notkun útbláæðaleggja eru mar eða blæðing undir húð (haematom), sýking og æðabólga. Meðferð og umönnun útbláæðaleggja beinist að því að forðast þessa fylgikvilla. Blæðing verður þegar stungið er í gegnum æðina. Algengasta orsök þess er skortur á þjálfun. Einnig LÆKNANEMINN 10 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.