Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 23

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 23
Stofnfrumur úr naflastrengsblóði. Til hvers? aðloðunarsameind (adhesion molecule) þótt ekld hafi enn tekist að færa sönnur á það. Þessa tilgátu hafa menn sett fram eftir rannsóknir á innanþekju- bláæðum (high endothelial venules). Þar finnst sykrað form af CD34 sem er bindill (ligand) fyrir L-selectín á hvítfrumum og á þátt í fari (migration) eitilifrumna gegnum eitla (8). Einnig er vitað að gen CD34 sameindarinnar er á litningi lq22 sem er í grennd við gen ýmissa annarra aðloðunarsameinda (9). Uppgötvun þessarar yfirborðssameindar hefur gert vísindamönnum kleift að einangra og skilgreina frumur með stofnfrumueiginleika (10,11)12). Smám saman hefur hulunni því verið létt af frum- um með þessa eiginleika þó að hin eiginlega stofn- fruma hafi enn ekki fundist. Eftir að stofnfrumurnar hafa sérhæfst í ákveðna átt minnkar tjáning CD34 en tjáning yfirborðs- sameinda einkennandi fyrir fullþroska frumugerð- ir, (CD19 fyrir B-frumur, CD14 fyrir átfrumur, CD3 fyrir T-frumur o.s.frv.), verður ráðandi. Yfir- leitt eru frumurnar tvíjákvæðar (t.d. CD34+ CD19+) á einhverju skeiði þroskans. (13). Stofnfrumur úr beinmerg sem dælt hefur verið í sjúkling leita inn í beinmergsholin, líklega með að- stoð ýmissa aðloðunarsameinda, þar sem umhverf- ið er lífvænlegast fyrir þær (14,15,16). Þar byrja þær að skipta sér og mynda forvera þeirra frumna sem finnast í blóði. BMF er yfirleitt skipt í þrjá flokka (17): 1) BMF milli vefjaflolcka samhæfðra systkina eða óskyldra einstaklinga (allogeneic MHC identical transplantation; ósamgena ígræðsla). 2) Beinmergsgjöf úr ættingja eða óskyldum ein- staklingi með ólíka vefjaflokkun (allogeneic MHC mismatched transplantation). 3) Gjöf eigin beinmergsfrumna eða hvítfrumna sem eru einangraðar úr blóðrás (autologous transplantation). Fyrstu sex vikur fósturskeiðsins á blóðmyndun sér stað í nestispoka (yolk sac). Frá 6. viku og fram á 6.-7. mánuð færist hún yfir í lifur og milta en eft- ir fæðingu á blóðmyndun sér fyrst og fremst stað í beinmerg. Stofnfrumur fmnast því aðallega í þess- um líffærum í fósturþroskanum. Hins vegar er vel þekkt að forverafrumur eru á ferð um blóðrásina meira eða minna á öllum skeiðum þroskans (18). 1 því tilliti hefur naflastrengs- og fylgjublóð sérstaka þýðingu vegna þess að í því eru frumur með stofn- frumueiginleika sem geta nýst við ígræðslur, jafnvel í staðinn fyrir beinmerg. I naflastrengsblóði (NSB) er töluvert magn stofnfrumna (19). Hlutfall CD34+ frumna af einkjarna hvítfrumum í NSB er u.þ.b. 1% samanborið við 1-3% í beinmerg og 0,1% í blóði fullorðinna (13,20). NAFLASTRENGSBLÓÐ Eftir að sýnt var fram á að hægt væri að senda stofnfrumur úr NSB við stofuhita miili rannsókn- araðila og frysta þær og þíða án þess að tapa um- talsverðum fjölda frumna kom fram sú hugmynd að hægt væri að nota NSB sem uppsprettu stofn- frumna til ígræðslu (21). Menn hafa litið hýru auga til NSB sem staðgengils beinmergs við ígræðslur milli óskyldra. Ymislegt bendir til þess að nafla- strengsfrumur hafi ekki sömu ónæmisvirkni og frumur í beinmerg eða blóðrás fullorðinna einstakl- inga. MHC misræmi í 1-2 genasætum skiptir þess vegna minna máli (22). Fyrstu ígræðslurnar með NSB sem heppnuðust voru framkvæmdar milli systkina við Fanconi's blóðleysi (23) og hvítblæði (24). Enginn munur var á MHC flokkun gjafa og þega. Síðan þessar að- gerðir voru framkvæmdar hafa fleiri en 70 ígræðsl- ur stofnfrumna úr NSB verið gerðar. Aðallega hef- ur verið um að ræða ígræðslur beint milli systkina en einnig ósamgena ígræðslur stofnfrumna sem hafa verið frystar og geymdar í NSB banka (25,26). NSB hefur verið notað til meðferðar við ýmsum góðkynja (t.d. Fanconi's anemia, aplastic anemia, 8-thalassemia) og illkynja (t.d. Acute Lymphocytic Leukemia, Acute Myelocytic Leukemia, Chronic Myelocytic Leukemia) sjúkdómum (25,26). LÆKNANEMINN 17 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.