Læknaneminn - 01.04.1996, Side 31
Æðakölkun - er gátan leyst?
til að meta starfsemi æðaþelsins. Notkun ómunar
og dopplertækni lofar góðu þar sem svörun slagæð-
ar upphandleggs við reaktívri hýperemíu (blóðflæði
um handlegg stöðvað í 5 mínútur og hleypt á aft-
ur) er könnuð. Aðrar og flóknari aðferðir hafa sýnt
fram á að æðaþelsvanstarfsemi er ekki eingöngu í
æðakölkunarskellunni sjálfri heldur einnig í litlum
viðnámsæðum þar sem æðakölkunarskellur finnast
ekki. (10,11) Ymislegt bendir því til að vanstarf-
semi æðaþelsins sé víðtæk og nái til allra æða líkam-
ans.
ÁHÆTTUÞÆTTIR ÆÐAKÖLKUNAR
Ahættan sem fylgir hverjum þætti fyrir sig eykst
gjarnan veldisháð. Innbyrðis tengsl áhættuþátta eru
mikilvæg og þeir hafa gjarnan magnandi áhrif hver
á annan (Tafla 2).
Það er frekar óljóst hvar og hvernig mismunandi
áhættuþættir koma inn í meinmyndun æðakölkun-
ar. Þó er að koma fram frekari vitneskja um hlut-
verk kólesteróls, oxandi efna, háþrýstings og erfða.
Hœkkað kólesteról
Hækkun heildarkólesteróls, LDL kólesteróls og
apólípópróteins B í sermi hefur verið tengd bæði
framgangi æðakölkunarskellu og vanstarfsemi æða-
þels. (3) í fyrsta eða annars stigs forvarnarrann-
sóknum hefur verið sýnt fram á að kólesteróllækk-
andi meðferð lækkar tíðni hjartaáfalla og skyndi-
dauða. (3, 12, 13, 14)
Tafla 2.
Áhættuþættir æðakölkunar
Sterkir Veikari
Aldur Lítil hreyfing
Karlkyn Streita
Lækkað HDL í blóði P-pillan
Hækkað LDL í blóði Offita
Háþrýstingur Hækkað þríglýseríð í blóði
Reykingar Minnkað magn andoxunarefna
Sykursýki Hækkað hómócýstein í blóði
ErfSir Lípóprótein(a)
Oxandi efiii
Ahættuþættir, svo sem reykingar og kólesteról,
valda truflun á oxunar-afoxunarjafnvægi líkamans.
Reykingar auka beint magn oxandi efna en hækk-
að kólesteról veldur metabólísku álagi sem eykur
framleiðslu á oxandi efnum í líkamanum. Mikil-
vægi oxandi efna liggur fyrst og fremst í oxun á
LDL en einnig í vanstarfsemi æðaþelsins þar sem
þau valda eyðingu á NO. (15) Nokkrar klínískar
rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að gefa
andoxandi efni auk kólesteróllækkandi lyfja í með-
ferð æðakölkunar. (13)
Háþrýstingur
Áhættuþættir æðakölkunar og háþrýstings flétt-
ast saman og því erfitt að greina orsakasamhengi á
milli þeirra. Vanstarfsemi æðaþelsins einkennir
bæði æðakölkun og háþrýsting. Háþrýstingur einn
og sér er þó án efa mikilvægur áhættuþáttur æða-
kölkunar. Æðakölkun verður t.d. einungis á há-
þrýstisvæðum æðakerfisins og háþrýstingur veldur
breytingu á gerð æðaveggjarins, eykur á oxandi álag
í æðaveggnum og hraðar framgangi æðakölkunar.
(16)
Erföir
Sumir einstaldingar fá æðakölkun og þá sjúk-
dóma sem henni tengjast óháð öðrum áhættuþátt-
um. Því er eflaust einstaklingsbundinn munur á
hæfileikum hvers og eins að ldjást við áhættuþætt-
ina. Mismunandi svörun ónæmiskerfis t.d. vegna
mismunandi vefjaflokka einstaklinga hefur verið
notuð til að skýra út hvers vegna einstaldingar svara
hækkuðu kólesteróli á ólíkan hátt. 1 músalíkani
hefur verið sýnt fram á að umritunarþátturinn NF-
kB, sem veldur umritun á mörgum genum sem tjáð
eru í meinmyndum æðakölkunar, sé í virkara
ástandi í vissum arfgerðum sem bregðast við hækk-
uðu kólesteróli með kröftugu bólgusvari. (17, 18)
MEINMYNDUN ÆÐAKÖLKUNAR
Æðakölkunarskella þróast frá fiturák yfir í skellur
LÆKNANEMINN
25
1. tbl. 1996, 49. árg.