Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 31

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 31
Æðakölkun - er gátan leyst? til að meta starfsemi æðaþelsins. Notkun ómunar og dopplertækni lofar góðu þar sem svörun slagæð- ar upphandleggs við reaktívri hýperemíu (blóðflæði um handlegg stöðvað í 5 mínútur og hleypt á aft- ur) er könnuð. Aðrar og flóknari aðferðir hafa sýnt fram á að æðaþelsvanstarfsemi er ekki eingöngu í æðakölkunarskellunni sjálfri heldur einnig í litlum viðnámsæðum þar sem æðakölkunarskellur finnast ekki. (10,11) Ymislegt bendir því til að vanstarf- semi æðaþelsins sé víðtæk og nái til allra æða líkam- ans. ÁHÆTTUÞÆTTIR ÆÐAKÖLKUNAR Ahættan sem fylgir hverjum þætti fyrir sig eykst gjarnan veldisháð. Innbyrðis tengsl áhættuþátta eru mikilvæg og þeir hafa gjarnan magnandi áhrif hver á annan (Tafla 2). Það er frekar óljóst hvar og hvernig mismunandi áhættuþættir koma inn í meinmyndun æðakölkun- ar. Þó er að koma fram frekari vitneskja um hlut- verk kólesteróls, oxandi efna, háþrýstings og erfða. Hœkkað kólesteról Hækkun heildarkólesteróls, LDL kólesteróls og apólípópróteins B í sermi hefur verið tengd bæði framgangi æðakölkunarskellu og vanstarfsemi æða- þels. (3) í fyrsta eða annars stigs forvarnarrann- sóknum hefur verið sýnt fram á að kólesteróllækk- andi meðferð lækkar tíðni hjartaáfalla og skyndi- dauða. (3, 12, 13, 14) Tafla 2. Áhættuþættir æðakölkunar Sterkir Veikari Aldur Lítil hreyfing Karlkyn Streita Lækkað HDL í blóði P-pillan Hækkað LDL í blóði Offita Háþrýstingur Hækkað þríglýseríð í blóði Reykingar Minnkað magn andoxunarefna Sykursýki Hækkað hómócýstein í blóði ErfSir Lípóprótein(a) Oxandi efiii Ahættuþættir, svo sem reykingar og kólesteról, valda truflun á oxunar-afoxunarjafnvægi líkamans. Reykingar auka beint magn oxandi efna en hækk- að kólesteról veldur metabólísku álagi sem eykur framleiðslu á oxandi efnum í líkamanum. Mikil- vægi oxandi efna liggur fyrst og fremst í oxun á LDL en einnig í vanstarfsemi æðaþelsins þar sem þau valda eyðingu á NO. (15) Nokkrar klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að gefa andoxandi efni auk kólesteróllækkandi lyfja í með- ferð æðakölkunar. (13) Háþrýstingur Áhættuþættir æðakölkunar og háþrýstings flétt- ast saman og því erfitt að greina orsakasamhengi á milli þeirra. Vanstarfsemi æðaþelsins einkennir bæði æðakölkun og háþrýsting. Háþrýstingur einn og sér er þó án efa mikilvægur áhættuþáttur æða- kölkunar. Æðakölkun verður t.d. einungis á há- þrýstisvæðum æðakerfisins og háþrýstingur veldur breytingu á gerð æðaveggjarins, eykur á oxandi álag í æðaveggnum og hraðar framgangi æðakölkunar. (16) Erföir Sumir einstaldingar fá æðakölkun og þá sjúk- dóma sem henni tengjast óháð öðrum áhættuþátt- um. Því er eflaust einstaklingsbundinn munur á hæfileikum hvers og eins að ldjást við áhættuþætt- ina. Mismunandi svörun ónæmiskerfis t.d. vegna mismunandi vefjaflokka einstaklinga hefur verið notuð til að skýra út hvers vegna einstaldingar svara hækkuðu kólesteróli á ólíkan hátt. 1 músalíkani hefur verið sýnt fram á að umritunarþátturinn NF- kB, sem veldur umritun á mörgum genum sem tjáð eru í meinmyndum æðakölkunar, sé í virkara ástandi í vissum arfgerðum sem bregðast við hækk- uðu kólesteróli með kröftugu bólgusvari. (17, 18) MEINMYNDUN ÆÐAKÖLKUNAR Æðakölkunarskella þróast frá fiturák yfir í skellur LÆKNANEMINN 25 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.