Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 34

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 34
Æöakölkun - er gátan leyst? STAÐSETNING ÆÐAKÖLKUNARSKELLU Æðakölkunarskellur virðast frekar myndast þar sem blóðflæði er ekki lagskipt. Staðsetning skell- unnar virðist því vera háð blóðaflfræðilegum þátt- um. Æðaþelið er talið þola mjög vel áhrif blóðflæð- is þannig að þær kraftfræðilegu breytingar sem verða við bióðflæðistruflun eru ekki taldar nægar einar sér. Því hefur verið bent á hemín sem ákvörð- unarþátt í staðsetningu æðakölkunarskellu. Hemín er hluti af hemóglóbíni og er talið losna út í blóðið þegar rauð blóðkorn verða fyrir áverka. Slit á blóð- kornum er mest þar sem blóðflæðistruflun er, svo sem við æðagreiningar. Hemín er síðan talið safnast fyrir í æðaveggnum á þessum stöðum. Járnatóm er hluti af hemínsameindinni og það er talið hvetja myndun á oxandi efnum. Því verður álag oxandi efna meira á þessum stöðum heldur en annars stað- ar í æðum og hvetur það til myndunar á æðakölk- unarskellu. (29, 30) KLÍNÍSK EINKENNI ÆÐAKÖLKUNAR Fyrirferð æðakölkunarskellu stækkar ef áreiti áhættuþátta er viðhaldið. Hún skagar meira og meira inn í æðaholið og veldur þannig vaxandi þrengslum og flæðishindrun. Hægt vaxandi æða- kölkunarskella getur skýrt einkenni áreynslubund- ins hjartaverks en einkenni óstöðugs hjartaverks, hjartadreps og skyndidauða (kransæðaáföll) er ein- ungis hægt að skýra með skyndilegri þrengingu kransæða. Æðakölkunarskella getur ekki stækkað svo hratt nema ntikil blæðing verði inn í skelluna. Það sést aftur á móti sjaldan í vefjasýnum við krufningar. Skýringin á einkennum kransæðaáfalla virðist frekar vera rnyndun blóðsega sem fyllir út í æðaholið í kjölfar rofs æðakölkunarskellu. (31) Með kransæðamyndartöku er hægt að meta hversu mikil þrengsli eru í kransæðunum. Ut frá því er reynt að meta hversu langt sjúkdómurinn er genginn og hvort þörf sé á útvíkkun æðarinnar eða hjáveituaðgerð. Erfitt er að spá fyrir um hættuna á skyndilegri þrengingu og kransæðaáfalli með þess- ari aðferð. (32, 33) Þegar skoðuð eru áhrif kólester- óllækkandi meðferðar á þrengsli í kransæðum þá sést mjög lítil breyting á umfangi þrengsla. Hún veldur aftur á móti greinilegri lækltun á tíðni kransæðaáfalla. (34, 3) Líklegasta skýringin er að kólesteróllækkandi meðferð minnki líkur á rofi æðakölkunarskellu með því að gera hana stöðugri og lagfæra vanstarfsemi æðaþelsins, hugsanlega með því að breyta samsetningu fituefna og minnka heildarmagn kólesteróls í skellunni. (12, 13, 35) Gerð kjarnans og bandvefshettu æðakölkunar- skellunnar ræður úrslitum um hversu viðkvæm hún er fyrir rofi. Viðkvæm skella er mjúk, hefur mikið kólesteról í kjarnanum og tiltöluiega þunna bandvefshettu með mildum fjölda froðufrumna og T-eitilfrumna, sérstaklega á axlarsvæðinu. Þessar skellur skaga oftast lítið inn í æðaholið og valda því litlum þrengslum. Stöðugar skellur hafa aftur á móti þykkari bandvefshettu, kjarninn er stífari og í honum er meira af bandvef og kölkuðum vef. (27) (Mynd 1B og 1C) Rof á æðakölkunarskellu verður oftast á axlar- svæðinu. A því svæði er óeðlilega mikið álag og spenna. Þar er bandvefshettan efnafræðilega veik fyrir auk þess að vera þunn. Spenna í æðaveggnum ræðst af þrýstingi og radíus æðarinnar. Því er meiri spenna í æðakölkunarskellum sem skaga lítið inn í æðaholið. Við eðlilegar aðstæður dreifist þessi spenna jafnt á allan vegginn. Ef vefjaþættir í æða- veggnum eru ólíkir að gerð eða geta ekki borið álagið er spennunni dreift út í aðliggjandi hluta. I æðakölkunarskellu dreifist mesta spennan á axlar- svæðið þar sem mörkin eru milli óeðlilegs og eðli- legs æðaveggjar. Stífni æðakölkunarskellunnar ræðst einkum af samsetningu kjarnans sem skiptir máli því stífari skellur þola meiri spennu. Þykkt bandvefshettunnar skiptir líka máli því hlutfallslega meiri spenna er í þunnum bandvefshettum. (26, 28) Kollagen sem sléttar vöðvafrumur framleiða gefur bandvefshettunni styrk. Á axlarsvæðinu er mikið af froðufrumum og T-eitilfrumum. T- LÆKNANEMINIM 28 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.