Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 39

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 39
Már Kristjánsson Utanbastsígerð (epidural abscess) af völdum Streptococcus milleri INNGANGUR Uranbastsígerð (epidural abscess) er staðsett á milli ysta lags heilahimnu (dura mater) og aðliggj- andi beina (höfuðkúpu eða hryggjar). Innan í höf- uðkúpunni er heilahimnan njörvuð niður á bein og er í raun beinhimna (periosteum) þeirra. Utan- bastsígerð innan í kúpunni er því alltaf samfara rofi beinhimnunnar frá beini. Igerð af þessu tagi er því vel afmörkuð og henni fylgir alltaf sýking í undir- liggjandi beini (osteomyelitis). Bláæðarnar (w. em- isarii) í höfuðkúpunni auðvelda útbreiðslu sýking- arinnar í gegnum dura. Þess vegna fylgir subdural empyema oft utanbastsígerð innan í höfuðkúp- unni. I hryggjarsúlunni er afstaða heilahimna og beina með öðrum hætti. Dura mater er aðskilin frá nærliggjandi beini og á milli þeirra er bil sem í er fita, æðar og laus bandvefur. Þar sem heilahimnan á þessu svæði er mun sterkari en lausir vefir epi- duralbilsins dreifast sýkingar fremur þar og brjóta sér ekki leið í gegnum dura mater. Sýking sem nær til þessa svæðis breiðist því yfirleitt hratt út og veld- ur oft tauga- og mænuskaða vegna þrýstings og blóðflæðishindrunar. Miklu varðar að læknar séu vakandi fyrir þessari sýkingu. Með árvekni sinni geta þeir komið í veg fyrir alvarlega taugaskaða eða dauða (5). Hér á eftir verður lýst sjúklingi með utanbasts- ígerð og heilahimnubólgu sem nýlega var á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Már er sérfrœðingur í smitsjúkdómum á Smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. S JÚKR ATILFELLI Sjúklingur er 45 ára gamall karlmaður sem hefur verið hraustur um ævina utan einstöku bakverkja- köst sem vanalega hafa gengið yfir með hvíld og verkjalyfjum. Um mánaðarmót október/nóvember 1995 fékk hann skyndilega verk í mjóbak líkt og áður en þessu fylgdi leiðniverkur utanvert á vinstri fæti. Sjúklingurinn tók eftir því að þegar hann gekk slettist vinstri fóturinn til og hann gat ekki lyft rist- inni upp vinstra megin. Hann leitaði til heimilis- læknisins sem greindi hjá honum taugarótarert- ingu. Talið var að brjósklos á milli hryggjarliða 3 og 4 vinstra megin í mjóbaki ylli (L3-L4). Þetta var staðfest með tölvusneiðmynd og mýelógrafíu. Þann 27/11 ‘95 var umræddur liðbolsþófi fjarlægður (microdiscectomy) og var farið inn á liðþófann frá vinstri til hliðar við miðlínu. Rannsóknir fyrir að- gerð voru eðlilegar. Aðgerðin gekk áfallalaust fyrir sig og var sjúklingurinn útskrifaður heim á öðrum degi eftir aðgerð. Á 5. degi eftir aðgerð fannst sjúklingi verkir fara versnandi í bakinu á ný. Tveimur dögum síðar tók hann eftir því að hann var slappari en venjulega og hann var með lágan hita. Hann hafði útbreidda beinverki eins og við „flensu“. Daginn fyrir innlögn fór að bera á höfuðverk en innlagnardag hækkaði hitinn snarlega. Höfuðverkurinn var mest áberandi og skyggði verulega á bakverkinn sem enn var til staðar. Kallað var á vaktlækni sem fannst sjúkling- urinn veikindalegur og lagði hann á sjúkrahús. Sjúklingurinn kvartaði um flökurleika. Það voru engin staðbundin merki um sýkingu. Skoðun við komu sýndi 38°C hita en lífsmörk að öðru leyti innan eðlilegra marka. Það var ekki merkjanleg LÆKNANEMINN 33 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.