Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 42

Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 42
Utanbastsígerð (epidural abscess) af völdum Streptococcus milleri Einkenni SEA geta verið breytileg eftir því hvern- ig sýkingu ber að eða hvaða sýklar valda. Þó má sjá ákveðið grundvallarmynstur einkenna, óháð að- draganda eða tegund sýkingar. Fyrsta stigið, bak- verkur, kemur í byrjun veikindanna. Verkurinn svarar til staðsetningar sýkingarinnar. Annað stigið, rótarverkur, endurspeglar staðbundna þrýstings- aukningu vegna bólgunnar. A þriðja stiginu fer að bera á minnkaðri taugastarfsemi (máttminnkun viljastýrðra- og hringvöðva og skynminnkun). Þetta stig kemur ekki fram nema sýking hafi feng- ið að breiðast út óhindrað. Oftast eru sýkingarein- kenni mögnuð þegar hér kemur sögu. Hnakka- hreyfingar eru stundum skertar vegna útbreiðslu sýkingarinnar í epiduralbilinu og verður til þess að sjúklingur er talinn hafa heilahimnubólgu. Fjórða stiginu fylgir lömun. Sjúklingurinn er þá alltaf mjög veikur (toxískur). í grein sinni frá 1948 skipti Heusner klínísku myndinni í þrennt; bráð mein- varpssýking (acut metastatic syndrome), bráð beinasýking (acut osteomyelitis syndrome) og lang- vinn heilkenni (chronic syndromes). I því fyrsta er atburðarrásin hröð, sjúklingar lamast eða deyja á upphafsdögum veikindanna. Heilkenni sem ein- kennist af bráðri beinsýkingu hefur vanalega hæg- ari sjúkdómsgang. Kemur það einkum fram með lengingu milli stigs 1 og 2 þar sem allt að nokkrar vikur geta liðið. Þegar 2. stigi er náð þá þróast ein- kenni sjúklings oft hratt yfir á fjórða stig. Langvinn heilkenni eru langoftast orsökuð af berklum eða æxlum (staðbundin eða vegna meinvarpa). Horfur sjúklinganna fara eftir því á hvaða stigi þeir eru við greiningu. Allir fá fullan bata þegar máttminnkun hefur staðið skemur en 36 kluldcustundir og engin lömun er til staðar (7). Dánartíðni sjúklinga með SEA (öll stig) er innan við 10% (2, 7). S. milleri er einn svokallaðra viridans strepto- cocca. Þeir eru kunnir fyrir tilhneigingu til mikill- ar graftrarmyndunar á sýkingastað. S. milleri finnst einkum í munnholi (í skorunni milli tannholds og tanna, í tannsteini og rótargöngum), hálsi og nef- koki. Hann hefur einnig verið einangraður frá meltingarvegi, þvagfærum og fæðingarvegi. Al- gengustu sýkingar eru í munnholi í tengslum við tennur. Blóðsýkingar eru vel þekktar af völdum S. milleri og einnig meinvarpssýkingar í ýmsum líf- færum þar með taldar hjartalokur. ígerðir í heila eru einkum orsakaðar af sýklum sem koma frá munnholi m.a. S. milleri (4). Ekki er augljóst með hvaða hætti S. milleri barst í skurðsár sjúklingsins sem hér er lýst. Skurðsárið hefur annað hvort mengast í aðgerðinni eða að sjúklingur hefur feng- ið S. milleri í blóðið (bacteremia) tilfallandi (transi- ently) skömmu eftir aðgerðina. Ekkert kom fram sem benti til þess að sjúklingur hefði munnholssýk- ingu sem gæti hafa valdið blóðsýkingu. Við leit í lækningabókmenntunum fundust 4 sjúkratilfelli þar sem S. milleri var talinn orsaka SEA (2, 3). Fyrsta tilfellið var beinsýking í hrygg- súlu sem talið var að hefði komið eftir blóðsýkingu í kjölfar tannrótarbólgu. I öðru tilfellinu var upp- runi sýkingarinnar óþekktur. Næstu tveimur tilfell- um var lýst 1991 á sjúkrahúsi í Tennessee í Banda- ríkjunum. Það fyrra var í konu sem var mænudeyfð vegna fæðingar en hið síðara í sjúkling sem upphaf- lega hafði ígerð undir heilahimnu (subdural empyema) eftir tannrótarígerð í efrigóm. Sá sjúkl- ingur var meðhöndlaður með losun á greftri úr ígerðarholinu og viðeigandi sýklalyfjum í æð í þrjár vikur. Fjórum vikum síðar lamaðist hann fyrir neð- an mitti og reyndist hafa SEA vegna S. milleri við 10. brjóstholshryggjarlið. Meðferðarlengd í hinum þremur tilfellunum var fjórar vikur með penisillín í æð og í einu var auk þess gefnar penisillín töflur í aðrar þrjár vikur. Það er því ekki mikii reynsla af meðferð þessarar sýkingar í lækningabókmenntun- um. Meðferðarlengd í sjúkrasögunni að framan var ákvörðuð með hliðsjón af framansögðu auk mats á klínísku ástandi sjúklingsins. Þegar sjúklingurinn hafði verið meðhöndlaður í tvær vikur leið honum mun betur og var korninn á ról. Hann var útskrif- aður en kom daglega til að fá sýklalyf (keftríaxón, 2g). Eftir viku á þeirri meðferð fannst honum að verkir væru verri í bakinu. Tölvusneiðmynd af L3- 4 hryggjarbilinu sýndu að hluta til óbreytt ástand (pseudomyelocoele). I aðlægum beinum mátti nú LÆKNANEMINN 36 1. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.