Læknaneminn - 01.04.1996, Page 47
Haraldur Briem
Lyfjameðferð gegn sýkingu
af völdum alnæmisveiru
- ný viðhorf
INNGANGUR
Ný tækni sem byggist á mögnun erfðaefnis og
magnákvörðun alnæmisveirunnar í líkamanum
hefur stuðlað að auknum skilningi manna á eðli
sýkingar af hennar völdum (1-3). Nýlegar rann-
sóknir benda til að magn alnæmisveirunnar í lík-
amanum ráði mestu um þróun sjúkdómsins (mynd
1) óháð T-hjálparfrumumagni líkamans sem fram
til þessa hefur verið helsta viðmiðunin um sjúk-
dómsþróun alnæmissmits (4-9). Því meir sem lyfja-
meðferð dregur úr veirumagni í líkamanum þeim
mun líklegra sé að hún dragi úr sjúkdómsþróun al-
næmissmits (10-12). Nú þarf ekki að lengur að
bíða árum saman eftir niðurstöðum samanburðar-
rannsókna lyfjameðferðar, sem byggjast á þróun
sjúkdómsins yfir í alnæmi eða dauða sýktra einstak-
linga, áður en afstaða er tekin til einstakra lyfja (9).
Margt bendir til þess að það kunni að vera þýðing-
armikið að hefja meðferð eins fljótt og mögulegt er
eftir nýsmitun til að hindra mikla íjölgun veirunn-
ar í upphafi srnits. Rannsóknir benda til þess að
magn veiru fyrstu vikur eftir nýsmit segi til um
heildarmagn þeirra á síðari stigum sjúkdómsins og
hafi þannig afgerandi áhrif á horfur (13-14).
LYF GEGN SÝKINGU
AF VÖLDUM ALNÆMISVEIRU.
Fyrir fjórum árum var fjallað ítarlega um lyfja-
meðferð gegn alnæmisveiru í Læknanemanum
(15). Var þar lýst helstu lyfjafloldtum sem geta
Haraldur er yfirlœknir á smitsjúkdómadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur
Mynd 1. Kaplan-Meier línurit yfir lífslíkur og
fyrstu mælingu á HIV-RNA (mólikúl/ml) skipt
eftir kvartílum (8).
hamlað vexti og viðgangi alnæmisveirunnar. Það
eru lyf sem hindra bindingu veiru við frumu og
innlimun, bakritahamlar (reverse transcriptase in-
hibitors), lyf sem verka á innfærslu (integration),
umritun og próteinmyndun veirunnar ásamt lyfj-
um sem hemja samsetningu og losun hennar. Til
þessara síðastnefndu lyfja teljast próteasahamlar.
Bakritahamlar hafa hingað til reynst notadrýgstir
Mynd 2. Lyf gegn alnæmisveiru beinast nú orðið
einkum að bakrita (reverse transcriptase) og
próteasa veirunnar en búast má við lyfjum sem
verka einnig á innfæra (integrase) hennar.
LÆKNANEMINN
41
1. tbl. 1996, 49. árg.