Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 52

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 52
Þættir Þorbjörn Jónsson, Sturla Arinbjarnarson og Helgi Valdimarsson INNGANGUR Iktsýki eða rheumatoid arthritis (RA) er líklega algengasti alvarlegi gigtarsjúkdómurinn. Talið að hann leggist á um það bil 1-2% mannkyns og hafa faraldursfræðilegar rannsóknir sýnt að tíðni sjúk- dómsins er svipuð í flestum heimshlutum (1). Ein- kennandi fyrir iktsýki eru samhverfar liðbólgur bæði í höndum og fótum oft samfara liðskemmd- um, brjóskeyðingu og svonefndum beinúrátum. Auk stoðkerfisins getur iktsýki í alvarlegum tilvik- um lagst áýmis önnur líffærakerfi, til dæmis lungu, milta, tára- og munnvatnskirtla, svo fátt eitt sé talið (2, 3). Klínískur gangur sjúkdómsins getur verið mjög breytilegur eins og mynd 1 sýnir (4). Sumir sjúld- inganna (15%) fá einungis eitt kast sem gengur yfir á fáeinum mánuðum eða árum og skilur eklti eftir sig neinar varanlegar liðskemmdir. Aðrir (25%) fá endurtekin sjúkdómsköst með bata (remission) inn á milli. Flestir sjúklinga (50%) hafa viðvarandi sjúkdóm sem smám saman leiðir til sívaxandi lið- skemmda og fötlunar. Loks fá sumir sjúklingar (10%) mjög svæsinn sjúkdóm sem erfitt er að ráða við og leiðir tiltölulega fljótt til mikilla liðskemmda og bæklunar. Það er því hugsanlegt að það sem kallað er iktsýki nú sé ekki einn sjúkdómur með sömu orsök heldur nolderir sjúkdómar sem eigi sér mismunandi orsakir. Iktsýki getur þannig verið mjög alvarlegar sjúk- dómur sem styttir ævi þeirra sem hann hrjáir. Þorbjörn og Sturla eru laknar á Rannsóknastoju l ónœmisjrœði á Landspítalanum og Helgi eryfirheknir og prófessor í ónamisfra’ði. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að sjúklingar með svæsna iktsýki hafa svipaðar lífslíkur til 10 ára og sjúldingar með tveggja til þriggja æða kransæða- sjúkdóm eða Hodgkin’s sjúkdóm á stigi III-IV (5). Þess vegna er nauðsynlegt að auka skilning okkar á orsökum og eðli þessa vágests og reyna að greina snemma þá einstaldinga sem hafa verstar horfur eftir að sjúkdómurinn gerir vart við sig. Þannig væri mögulegt að beita öflugri lyfjameðferð fyrr og hugsanlega bæta horfur slíkra sjúklinga þegar til lengri tíma er litið. í samvinnu Rannsóknastofu í ónæmisfræði, Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og Gigtardeildar Landspítalans hefur á undanförnum árum verið Sjúkdómslengd (ár) Mynd 1. Sjúkdómsferill iktsýki. A. Hluti sjúkl- inga fær einungis eitt sjúkdómskast án varanlegra liðskeminda (15%). B. Aðrir hafa sveiflukenndan sjúkdóm með bata inn á milli (25%). C. Flestir sjúldingar fá viðvarandi sjúkdóm qieð vaxandi Iið- skemmdum (50%). D. Lítill hluti sjúklinga er með mjög svæsinn sjúkdóm sem tiltölulega fljótt leiðir til mikillar bæklunar (10%). LÆKNANEMINN 46 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.