Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 54

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 54
Þættir úr meingerð iktsýki um, svo sem myndun á beinúrátum og einkennum frá öðrum líffærum en liðamótum (3, 18). Má þar nefna gigtarhnúta, augn- og munnþurrk og æða- bólgur. Sjúklingar sem hafa hins vegar eingöngu hækkun á IgM RF virðast yfirleitt fá mildari sjúk- dóm með minni liðskemmdum en þeir sem jafn- framt hafa hækkun á IgA RF (18,19). í framsýnni rannsókn á 33 iktsýkissjúklingum sem IngvarTeits- son læknir og samstarfsmenn gerðu í Bretlandi kom í ljós að enginn sjúklingur sem hafði eingöngu IgM RF fékk beinúrátur en allir sjúldingar með hækkun á IgA RF fengu úrátur (18). Önnur enn- þá óbirt bresk-íslensk rannsókn á tæplega 150 sjúklingum sýnir að sjúklingar með hækkun á ein- ungis IgM RF fá að jafnaði ekki meiri liðskemmd- ir en RF neikvæðir sjúklingar (mynd2). Hins veg- ar fá sjúklingar með hækkun á IgA RF með/án IgM RF að meðaltali tvöfalt meiri liðskemmdir en RF neikvæðir sjúklingar og þeir sem aðeins hafa IgM RF (21). I stuttu máli benda þessar rannsóknaniðurstöður til þess að mælingar á mismunandi tegundum gigt- arþátta geti verið gagnlegar við greiningu iktsýki, þar sem flestir iktsýkissjúklingar hafa hækkun á tveimur eða þremur tegundum gigtarþátta en sjúldingar með aðra gigtarsjúkdóma hafa yfirleitt einungis eina tegund hækkaða. Auk þess virðast sjúklingar með hækltun á IgA RF eiga mun verri horfur en aðrir iktsýkissjúklingar sérstaklega hvað varðar beinúrátur en einnig einkenni utan liða. EITILFRUMUR, BOÐEFNI 0G IKTSÝKI T-eitilfrumum má skipta í tvo meginflokka eftir því hvaða yfirborðssameindir þær bera. Annars vegar CD4+ (hjálparfrumur) og hins vegar CD8+ (bæli-/drápsfrumur). Þessa hópa má svo nánar sundurgreina eftir því hvaða boðefni (cytokines) frumurnar framleiða. T-hjálparfrumur sem aðal- lega framleiða interleukin-2 (IL-2) og interferon-y (IFN-y) eru nefndarThl frumur en þær sem fram- leiða IL-4, IL-5, IL-6, IL-10 og IL-12 nefnastTh2. Almennt má segja að Thl frumur örvi frumubund- in ónæmissvör en Th2 stuðli að mótefnamyndun og vessabundnum svörum. CD8+ T-bæli-/drápsfrumur má einnig flokka eft- ir boðefnamyndun og lýst hefur verið áhugaverð- um undirhópi CD8+ frumna sem framleiða IL-4, IL-5 og IL-10 (22). Frumur sem bera yfirborðs- sameindina CD45RA eru nefndar „meyfrumur“. Þær eru óþroskaðar og hafa ekki orðið fyrir antigenáreiti. Frumur sem bera yfirborðssameind- ina CD45RO hafa hins vegar orðið fyrir antigen- áreiti og nefnast „minnisfrumur“. Þessir tveir frumuhópar eru á ýmsan hátt ólíkir og framleiða mismunandi boðefni. CD45RA+ frumur komast eklci út úr blóðrás nema í eitlavef og mynda aðal- lega IL-2 en CD45RO+ frumur geta ferðast um flesta vefi líkamans og mynda fremur IL-4, IFN-y og tumor necrosis factor-a (TNF-a), eftir því hvort þær þroskast yfir í Thl eða Th2 svipgerð. Allmargar rannsóknir hafa sýnt að iktsýkissjúkl- ingar hafa minna af CD45RA+ meyfrumum og hlutfallslega meira af CD45RO+ minnisfrumum í blóði en heilbrigðir (23). Einnig hefur verið sýnt fram á hælckað CD4+/CD8+ hlutfall í blóði, hlut- fallslega fjölgun CD4+ frumna og/eða fækkun á CD8+ frumum (24, 25). Þessar frumur eru oft ræstar, þær eru með aukna tjáningu á HLA-DR sameindum og IL-2 viðtakanum (IL-2R) á yfir- borði sínu. í bólgnum liðhimnum iktsýkissjúkl- inga og í liðvökva má greina svipaðar breytingar á eitilfrumusamsetningu og lýst hefur verið í blóði. Þannig er aukin íferð ræstra CD45RO+ T-minnis- frumna í bólgnum liðum (24, 25). í nýlegri rann- sókn á íslenskum iktsýkissjúklingum fundum við að sjúklingar með svæsinn liðsjúkdóm og/eða hækkun á IgA RF höfðu hlutfallslega færri CD8+ CD45RO+ T-minnisfrumur og fleiri CD4+ CD45RO+ frumur í blóði en heilbrigðir einstakl- ingar eða IgA RF neikvæðir sjúklingar (26). Við teljum að þetta endurspegli að CD8+ CD45RO+ T-minnisfrumur fari úr blóði inn í bólgna liði í meira mæli en CD4+ CD45RO+ T-minnisfrumur. Eins og fyrr er getið tengist hækkun á IgA RF LÆKNANEMINN 48 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.