Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 97

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 97
Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur reykingum. Upplýsingar um skaðsemi reykinga á formi bældinga og veggspjalda virðast eldd draga úr reykingum (90) en upplýsingar gefnar hverri konu persónulega af þjálfuðum starfskrafti er vænlegri aðferð ef áætlun um framkvæmd reykbindindis fylgir. Rannsókn í Osló sýndi að ef upplýsingar um skaðsemi reykinga voru veittar við 18 vikna óm- skoðun og konunum var afhent tíu daga áætlun til að hætta að reykja með viðbótarviðtali við ómskoð- un í 32. viku, þá hættu 20% og 65% drógu úr reykingum samanborið við 4% og 38% í saman- burðarhóp (91). I mæðraeftirliti í Gautaborg var konum boðin sjálfhjálparáætlun til reykbindindis sem var sérhönnuð fyrir þungaðar konur; 10% af þeim sem tóku þátt í rannsókninni hættu að reyk- ja miðað við 5% af samanburðarhópnum. Reyk- bindindið var staðfest með þíócýaníð mælingum (92). I Osló fékk einn hópur kvenna sjálfhjálpar- áætlun og tók þátt í hópmeðferð, annar fékk viðtal við lækni, sá þriðji bækling um skaðsemi reykinga og fjórði hópurinn fékk ekkert. I fyrsta hópnum hættu 38% en árangurinn var mun verri í hinum hópunum (92). Kótínínmælingar hafa reynst áreið- anlegar til að meta magn reykinga (93) og hafa ver- ið notaðar með sjálfhjálparáætlunum (94). Konun- um er þannig veitt aðhald í reykbindindinu. Til er námsefni fyrir lækna sem kennir þeim aðferðir til að stuðla að reykbindindi (95). Nauðsynlegt er að auka reykingavarnir og stuðla að reykbindindi hjá þunguðum konum. A Islandi er gott mæðraeftirlit sem nær til allra kvenna og hægt væri með litlum tilkostnaði að setja inn í það áætlun um reykbindindi sem síðan yrði fylgt eftir á skipulegan hátt í hverri skoðun. Starfsfólk sem sér um mæðraeftirlit ætti að geta sótt námskeið þar sem kenndar eru aðferðir til reykbindindis. Við ómskoðun gefst tækifæri til að ræða við konuna og oftast maka hennar um leið og fóstrið verður vænt- anlegum foreldrum sýnilegt. I tengslum við for- eldrafræðslu mætti einnig bjóða hópmeðferð með eða án leiðbeinenda. Notkun nikótínlyfja á meðgöngu hefur verið tal- in nokkurn veginn hættulaus, þó að eldd séu allir sem mæla með notkun nikótínlyfja, t.d. nikótín- plásturs, í meðgöngu (96,97). Almennt gefa nikótínlyf lægri blóðþéttni nikótíns en sígarettur og þeim sem nota þau gengur betur að hætta að reykja og eru reyldausir lengur (97,98). Einkum á þetta við um þær sem reykja mest og treysta sér ekld til að hætta af sjálfsdáðum. Þar er ábendingin fyrir notkun lyfjanna sterkust. Hinsvegar verður magn nikótíns í fósturblóði töluvert hátt, einkum með langvirkum plástri, sem gefur frá sér nikótín að nóttu til þegar venjulegar reykingar eru ekki við- hafðar. Fóstrinu er samt minni hætta búin en ef móðirin reykir, enda losna móðir og fóstur við önnur skaðleg efni úr sígarettureyknum. Skynsam- legt er fyrir þær sem ekki geta hætt með venjuleg- um aðferðum að nota nikótínlyf (99) en meta þarf aðstæður konunnar hverju sinni. L0KA0RÐ Reykingar eru alvarleg umhverfismengun sem skaðar æxlun manna. Þeim fylgir aukning á ófrjó- semi, fósturlátum, utanlegsþyldctum og tilvikum þar sem börn annaðhvort lifa elcki eða ná eldd þeim vexti í móðurkviði sem þeim var ætlaður. Fyrirfram vill enginn taka slílca áhættu en alltof oft hefur ungt fólk ánetjast níkótíni þegar kemur að barneigna- tíma. Reykingavarnir þurfa að hafa forgang í mæðravernd. í mæðravernd gefst einstakt tækifæri til að ná til ungs fólks á besta aldri og það tækifæri þurfa heilbrigðisstarfsmenn að nota til jákvæðrar heilsueflingar (78). Aðgerðir til að fá konur til að draga úr eða hætta reykingum á meðgöngu verða að vera vel skipulagðar og settar í samhengi við aðra þætti mæðraverndar ef þær eiga að bera árangur. Leggja þarf áherslu á að mikilvæg líffæri fósturs verða fyrir skaða sem hefur áhrif á síðari þroska barnsins og að meiri erfiðleikar munu fylgja í um- önnun barnsins eftir fæðinguna. Slíkt vegur þungt hjá verðandi foreldrum. í almennum áróðri gegn reykingum ungs fólks þarf ef til vill í mun meiri mæli að höfða til lítt geðslegra fylgifiska reykinga, s.s. verra útlits og ólyktar af viðkomandi, vegna LÆKNANEMINN 87 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.