Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 100
Brynjólfur Y. Jónsson dr. med.
INNGANGUR
Beinbrot, liðhlaup og sinaslit eru algengar afleið-
ingar áverka. Beinbrotum hefur farið fjölgandi síð-
ustu áratugi og eru ástæður þessa tvær helstar:
Aukið langlífi með vaxandi beinþynningu og ferða-
og starfshættir nútíma samfélags, vélknúin farar-
tæki og verkfæri. I yngri aldursflokknum er áverk-
inn oftast meiri, háorkuáverki, og má þá frekar bú-
ast við fjöláverkum og sköddun á húðþekju. Eldri
og beinþunnir einstaldingar fá oftast brot eftir
minniháttar byltur, en vegna lélegra beingæða og
almennrar hrörnunar einstaklingsins geta brotin
engu að síður verið erfið viðfangs og endurhæfing
vandasöm.
Liðhlaup fylgja svipuðu mynstri og brotin og
sjást frekar hjá yngri einstaklingum en eldri. Hins-
vegar eru sinaslit oftar afleiðingar hrörnunar og fara
ekki að sjást fyrr en á miðjum aldri.
Eftirfarandi lesning er miðuð við þarfir lækna-
nema í héraði. Greinargerðin er sett upp þannig að
farið verður yfir helstu áverka frá toppi til táar, al-
gengustu brotum og liðhlaupum lýst og gefnar
leiðbeiningar um heppilega meðferð sem hægt er
að veita á heimavelli, hvað á að senda á sjúkrahús
og hvað ber að varast. Samhliða verða gefnar leið-
beiningar um gipstegundir og gipstíma ásamt
helstu leiðbeiningum um endurhæfingu. Því hef ég
ekki farið út í smáatriði varðandi innri festingar eða
skurðaðgerðir.
Ollum ætti að vera ljóst að beinbrotameðferð
verður ekki gerð fullnægjandi skil í stuttri grein í
Læknanemanum, einkum þar sem verulegar fram-
farir hafa orðið síðustu áratugi og beinbrotameð-
ferð er þegar orðin ein stærsta undirgreinin innan
Brynjólfur er bœklunarlœknir og starfar á Sjúkrahúsi Akraness.
bæklunarlækninga bæði austanhafs og vestan.
Verða hér aðeins gefnar einföldustu „þumalfingurs-
reglur“.
Brotum á hryggsúlu, hendi og fæti ásamt lið-
bandaáverkum á hné er alveg sleppt og verða þeim
vonandi gerð skil síðar. Sú meðferð sem mælt er
með hér er sú sem höfundi hefur gagnast best og er
notuð í handbók aðstoðarlækna á Sjúkrahúsi Akra-
ness. Meðferðin byggist á persónulegri reynslu höf-
undar ásamt viðteknum venjum á þeim sjúkrahús-
um sem hann hefur starfað við. Hafa ber í huga að
læknar og stofnanir geta haft mismunandi skoðan-
ir án þess að einhver einn þurfi endilega að hafa rétt
fyrir sér.
FYRSTA AÐKOMA AÐ ÚTLIMAÁVERKA
1) Þegar búið er að greina beinbrot, liðhlaup eða
sinaslit hvort sem er með skoðun eða röntgenmynd
verða ævinlega að liggja fyrir upplýsingar um eftir-
farandi:
i) Sögu; hvað gerðist, hvenær og hvernig.
ii) Áverkann; hverskonar fall, hras eða umferðar-
slys.
iii) Staðbundið útlit; hvernig lítur húðþekjan út,
púlsar, ástand tauga.
iv) Líðan; verkir, dofi, ógleði, hvenær nærðist við-
komandi síðast.
v) Fjarlægja þarf skartgripi, aðþrengjandi fatnað
o.fl. af öllum útlimnum.
2) Áður en meðferð hefst verður læknirinn að
gera sér grófa mynd af eðli áverkans og sjúldingsins.
Endanlegur árangur meðferðar er ætíð háður sam-
blandi af útliti áverkans og eiginleika sjúklings.
Sjúklingar sem fara ekki að fyrirmælum stefna allri
meðferð í hættu.
Þannig verður að vera ljóst:
i) Hvort áverki er lokaður eða opinn.
LÆKNANEMINN
90
1. tbl. 1996, 49. árg.