Læknaneminn - 01.04.1996, Page 107
Útlimaáverkar
um pípum verður að setja brotin með opinni rétt-
ingu og festingu með plötum. Langflest framhand-
leggsbrot hjá fullorðnum eru meðhöndluð með að-
gerð.
ÚLNLIÐSBROT
Ulnliðsbrot eru algengust hjá börnum og hjá
eldra fólki, einkum þó konum. Brotin stafa oftast
af falli á útréttan arm. Fjærlægi brotendinn getur
hliðrast annaðhvort baklægt (dorsalt, Collesbrot,
Mynd 16) eða lófalægt (volart, Smithsbrot, Mynd
17). Hjá eldri sjúklingum er oftast um langt
gengna beinþynningu að ræða og því hætta á að
beinið styttist er það grær. Því verður einnig að
taka tillit til lengdar radius í samanburði við ulna.
Veruleg stytting veldur misræmi í liðum og endar
með slæmri starfsgetu, verkjum og ertingu á n.
ulnaris (caput ulnae syndrome). Hjá börnum er
oft um að ræða kastlos, þar sem vaxtarplatan hliðr-
ast baldægt. Einungis er hægt að líta fram hjá
nokkura millimetra hliðrun. Því gerist oft þörf á
lokaðri réttingu í svæfingu. Gips frá hnúum upp í
holhönd í 4 vikur. Brot og kastlos hjá börnum á að
meðhöndla lokað ef kostur er. Ekki gerist alltaf
þörf á réttingu á brotinu. Hægt er að sætta sig við
allt að 30° öxulskekkju á úlnliðsbrotum hjá börn-
um. Brot sem ekki þarf að rétta nægir að með-
höndla með baklæga (dorsal) gipsspelku í u.þ.b. 3
vikur. Brot sem eru sett á að meðhöndla í háu gipsi
í 4 vikur.
Hjá fullorðnum eru til ýmis flokkunarkerfi á úln-
liðsbrotum fyrir utan hina almennu flokkun í
Smiths- og Collesbrot. Collesbrotin eru flokkuð
samkvæmt ýmsum flokkunarkerfum (Frykman,
Lindström, Older) þar sem útlit og hliðrun brots
eru notuð til að segja fyrir um lokaárangur og við
skipuiagningu
meðferðar. í
þessari grein
er ekki ástæða
til að fara ná-
kvæmlega í
þessi kerfi.
Hinsvegar verður með-
höndlandi læknir að athuga
brotið gaumgæfilega með eftirfarandi í huga:
1) Mæla öxulskekkju liðflatarins miðað við skaftið
á hliðarmynd í gráðum. Sé hún meira en 15-
20° aftur á við, á að rétta brotið.
2) Athuga radial styttinguna. Ef Iiðflötur radius er
verulega styttur (liggur meira proximalt) en
caput ulnae (Mynd 18) er rétt að reyna að toga
radius meira fram til að fá betri samfellu í lið-
inn.
3) Kurlað brot er venjulega óstöðugara en tveggja
hluta (fragmenta) brot. Veruleg lcurlun ásamt
broti í processus styloideus ulnae rýrir verulega
líkur á góðri útkomu eftir lokaða réttingu og
gips. Vegna þessa eru einnig minni líkur á að
hægt sé að og halda brotinu í réttri legu með
gipsi eingöngu. Algengt er að slík brot þarfnist
ytri festingar t.d. með Hoffmann ramma.
Þau brot sem þarfnast ekki réttingar á að með-
höndla í baklægri (dorsal) gipsspelku frá hnúum
upp að olnboga í 4-5 vikur. Rétt þykir að athuga
leguna í gipsi með röntgen eftir u.þ.b. viku til 10
daga. Eldti er síður mikilvægt að boða alla sjúkl-
inga með radiusbrot til endurkomu til að fylgjast
með hvort þeir séu að fá einhverja fylgikvilla úln-
liðsbrots svo sem: 1) „Shoulder-Finger-Hand
syndrome“ sem lýsir sér með stirðleika, bólgum og
verkjum í fingrum og öxl. 2) „Carpal tunnel
syndrome“. 3) Sliti á ext. pollicis longus.
Gerist réttingar þörf er einfaldast að deyfa beint í
brotblæðinguna (hematómið) með um 10 ml af
lídókaíni án adrenalíns. Klippið til baklægu gips-
spelkuna á meðan deyfingin tekur. Nauðsynlegt er
að þrír einstaklingar hjálpist að við að setja brotið.
Einn sem togar í höndina, annar togar á móti í
LÆKNANEMINN
97
1. tbl. 1996, 49. árg.