Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 109

Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 109
Útlimaáverkar ÁVERKAR Á NEÐRI ÚTLIMI MJAÐMARBROT Þau eru ein algengustu brot meðal eldra fólks á Vesturlöndum. Nýgengi slíkra brota hefur farið hraðvaxandi á þessari öld og nú er hægt að reikna með að fimmta hver áttræð kona hafi fengið mjaðmarbrot. Mjaðmarbrot sjást hjá öllum aldurs- flokkum en hjá yngri er áverkinn oftast mikill, t.d. slysfarir. Aimennt er mjaðmarbrotum skipt niður í eftirfarandi floklta (Mynd 20): 1) Lærleggshálsbrot (cervical): Þessi brot eru á lærleggshálsinum (collum femoris) og oftast innan liðpoka (intracapsular). Þar af leiðir að talsverð hætta er á gróandatruflunum, einkum drepi á lið- kúlunni (caput femoris). 2) Lærhnútubrot (trochanter): Brot utanvið lið- poka (extracapsular) á lærhnútusvæði. Hér er minni hætta á gróandatruflunum en við lærleggs- hálsbrot, en vegna þess að sjúklingarnir eru al- mennt eldri verður endurhæfingin langdregnari. 3) Subtrochanter brot: Brot á ofanverðum lær- legg strax neðan við (0-10 cm) trochanter minor. Sjaldséðust mjaðmarbrota (u.þ.b. 10%). Þessi brot eru alltaf óstöðug og ákveðin hætta er á seinum gróanda og svikalið. Athugið að brot af gerð 1 og 2 geta verið stöðug og lítið tilfærð. Því er ekki alltaf hægt að reiða sig á gömlu sannindin að sjúklingar með mjaðmarbrot séu alltaf með brotna gangliminn styttan og snúinn til hliðar (útróteraðan). Lækninn á að gruna að um mjaðmarbrot sé að ræða hjá eldri sjúklingi með sögu um fall, verki á mjaðmarsvæði ásamt eymslum við þreifingu og snúning í mjöðm. Eg vil eindreg- ið hvetja alla til að taka röntgenmynd af mjöðm- inni, vakni minnsti grunur um brot. Meðferð á mjaðmarbrotum er nær undantekningalaust skurð- aðgerð. Verði einhver töf á flutningi til sjúkrahúss er oft til bóta að leggja sjúklinginn með gangliminn í skorður með koddum hvorn sínum megin við fót- legginn. Þar sem mjaðmarbrotasjúklingar eru í aukinni hættu á blóðsegamyndun er rétt að hefja fyrirbyggjandi meðferð t.d. með heparínafbrigðum með lága sameinda- þyngd ef sjúklingur kemst ekki í aðgerð á fyrsta sólarhringnum. Börnum með lær- leggshálsbrot hggur meira á að komast í að- gerð. Vegna mikillar hættu á blóðsöfnun í liðnum og þar af leið- andi hættu á æða- klemmingu (tampona- de) með drepi í liðkúlunni verða börn með mjaðm- arbrot að komast tafarlaust í aðgerð. Þar er blæð- ingunni í liðnum hleypt út og brotið síðan fest. LÆRLEGGSBROT Brot á lærlegg eru oftast tilkomin vegna slysfara. Því sjást slík brot oftast hjá yngra fólki. A síðari árum hafa beinþynningarbrot hjá eldra fólki orðið æ algengari í vestrænum stórborgum. Ætíð verður að hafa í huga að talsverð blæðing verður venjulega við lærleggsbrot. Því verður undantekningalaust að setja upp vökva hjá sjúklingi og fylgjast gaumgæfi- lega með verkjum og blóðþrýstingi á meðan sjúkl- ingur er til rannsóknar og í flutningi. Skorðið brotna lærlegginn af eftir grófréttingu, togið gjarn- an létt í lengdarstefnu ganglimsins og skorðið ann- aðhvort með hárri spelku uppfyrir mjöðm eða með stöðugum sandpokum sínu hvorum rnegin við lær- ið. Lærleggsbrot á að meðhöndla á sjúkrahúsi í öll- um tilvikum. Meðferðin er skurðaðerð þar sem brotið er neglt hjá fullorðnum. Hjá börnum eru þessi brot yfirleitt meðhöndluð í togi þar til þau eru gróin. BROT Á FJÆRENDA LÆRLEGGJAR Brot þar sjást eftir meiriháttar slys hjá börnum og fullorðnum. Hjá eldra fólki sjást þessi brot eftir minniháttar áverka sem beinþynningarbrot. Hjá börnum er oftast um kastlos að ræða og ber að vera á verði fyrir hugsanlegum blóðrásaraukaverkunum eins og við supracondylar upphandleggsbrot. Brot- Mynd 20 LÆKNANEMINN 99 1. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.